Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 36

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 36
294 FRE YR Sumarið 1947 mun lengi minnisstætt öllum þeim, sem komnir eru til vits og ára og fylgjast með þe'm atburðum, sem marka störf og stefn- ur einstaklinganna og þjóðlífsins. Að því er veðráttuna snertir hefir mjög skipt í tvö horn eftir landshlutum um heyskapartímann. Þótt snjóa leysti seint norðanlands byrjaði sláttur þar fyrr en annars staðar, eða um og úr miðjum júní. Sunnanlands hófst sláttur ekki fyrr en seint í júní og þó aðallega um mánaðamót júní—júlí, en flestir fóru af stað með hægð, því að veðráttan hvatti engan til þess að hraða slætti. Úrkoma var svo að segja alla daga. Og það var ekki aðeins í byrjun heyskapartímans, að veður var óhagstætt sunnanlands. Svo votviðrasamt hefir verið, að elstu menn telja sig ekki muna verra, enda er það mála sannast, að ömurlegri ástæður geta varla ráðið lögum að venjulegum heyskaparlokum en þær, sem nú eru ríkjandi á óþurrkasvæðinu frá Skapta- fellssýslu um allt Suðurlandsundirlendið, Borgarfjörð, Mýrar og Dali og jafnvel norður yfir Holtavörðuheiði. Suðlæg átt hefir verið einráð með sífelldum úrkom- um og sólskinsdagar því nær engir, en sólskinsstundir nokkrar. Hitinn hefir að staðaldri verið 9—12 stig. Þessi ömurlega veðrátta hefir í för með sér, að heyfengur sunnanlands í ágústlok, þegar þessar línur eru skráðar, er sáralítill, megnið af töðum bænda ligg- ur úti á túnum sem gular eða svartar beðjur og grasið er vaxið á ný yfir hismið. Sums staðar hafa bændur látið tún sín óslegin að nokkru, en þar er að sjálfsögðu hálmur og ekki hey er losað verður, því að grasvöxtur hefir verið með ágætum. Hvernig svo sem fer með heyskaparlok þá er það víst, að í óefni er komið fyrir bændum. Heyfengur verður bæði lítill og með afbrigðum lélegur sunnanlands, en hverra bjargráða verður leitað til þess að forða frá felli, er ekki enn heyrum kunn- ugt. ★ Norðanlands og austan hefir veðrátta verið allt önnur og betri en sunnanlands. Um Þingeyjar- og Múla- sýslur hefir heyvinnan verið leikur einn og heyfengur eftir því. Grasvöxtur hefir verið svo góður, að bændur um Eyjafjörð segjast eigi hafa séð né reynt þvílíkt. Þar var ekki búið að hirða tún áður en annar sláttur hófst, og var þá háarvöxtur orðinn svo mikill, að full breiðsla fékkst víða. Á þessum slóðum nytjar fjöldi bænda aðeins tún, enda gefa þau í þetta sinn í tveim sláttum eins mikið fóður eða meira en menn fengu á jörðum sínum fyrir fám ár-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.