Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 Helgarblaö DV Framhaldfrá síðustuopnu r> G> XígJqjaviic ... Lögreglan sá hins vegar ekki ástæðu til þess, taldi þeim trú um að þetta lægi ljóst fyrir og með það fóru mæðgurnar til Reykjavíkur. Þrátt fyrir eftirgrennslan og þrýsting af þeirra hálfu var aldrei gefin út ákæra. Hún fékk lögmann til að fara í máhð og hann gerði hvað hann gat en máhð hentist til og ffá í kerfinu án þess að tekið væri á því og það rannsakað enda hlutí sönnun- argagna farin fyrir bí. Blaðagreinar um morðið Stúlkan var lengi að ná sér. Hún var frá vinnu í fimm mánuði, fékk taugaáfah og var lögð inn á geðdeild og þjáðist af miklu þunglyndi. Eftir það var hún níu mánuði í endurhæf- ingu. Hún var samtals meira en ár frá vinnu eftir þessa skelfilegu lífs- reynslu í nokkrar klukkustundir, ein með Ásgeiri Inga, sem varð morð- ingi Áslaugar Perlu tveimur árum síðar. Á meðan lét Ásgeir Ingi ekki sitt eftir liggja með hótunum í gegnum þriðja aðila. Hann elti hana einnig um aht í Kringlunni með hótunum og lét hana heyra það þegar hún hitti hann á skemmtistöðum eða á förnum vegi. Bréfið sendir hún Gerði tæpum þremur árum eftir þennan atburð. Það hefst á því að votta henni samúð vegná ff áfalls Ás- laugar Perlu. Síðan segir hún til nafns og málavöxtu þá að hún hafi lesið blaðagreinar um morðið. Lýsir yfir reiði og sorg vegna þeirra „...öm- urlegu staðreyndar að ung stúlka í blóma lífsins þurfti að fala fyrir hendi þessarar skepnu sem Ásgeir Ingi er. Ég vil fyrir aha muni ekki íþyngja þér með minni reynslu af þessum manni en ef það gæti hjálp- að að fá þennan mann dæmdan þá vona ég að þú lesir áffam..." Síðan lýsir hún kynnum þeirra og hvaða aðfleiðingar þau höfðu fyrir hana. Þegar Gerður fékk bréfið segir hún þar að „...lögmaður hennar hafði þá nýverið móttekið svar frá gjafsóknamefnd sem hafnaði beiðni um endumpptöku..." Líldega er um einhvern misskhn- ing stúlkunnar að ræða þar sem gjafsóknarnefnd fer tæpast með beiðnir um endurupptöku. Hún seg- ir að svar nefndarinnar hafi verið á þá leið að ekki væri hægt að verða við því þar sem engin ný gögn hafi komið fram auk þess sem máhð væri orðið gamalt og læknisvottorð ekki fuhnægjandi. Lögmaðurinn ráðlagði henni í ljósi svarsins að gleyma mál- inu. Velktist í kerfinu í bréfinu th Gerðar segist hún aht vhja gera th að aðstoða hana. Henni finnst nóg komið og getur ekki sætt sig við að líf hennar hafi verið lagt í rúst, hún hafi verið sjúkhngur í meira en heilt ár vegna þessa og ung stúlka í blóma hfsins hafi fahið í val- inn fyrir hendi þessa manns sem hún segir vera th ahra illra hluta lflc- legan. Hún er þreytt á óréttlætinu og hvernig mál hennar fór. Það hafi ekki verið rannsakað og velkst í kerf- inu þar th of seint var að aðhafast nokkuð. Stúlkan segir að samvisku sinnar vegna geti hún ekki setið hjá án þess að leggja sitt af mörkum. Hún nefnir að hún þekki fleiri mál þessu lík sem hann hafi komið ná- lægt. Að endingu óskcir hún Gerði vel- farnaðar og vonar að hún hafi orðið henni að einhverju liði. Þegar Gerði barst bréfið setti hún sig strax í sam- band við stúlkuna, ræddi við hana og fékk staðfest að hún færi rétt með. Gerður fékk afrit af kæru og gögnum sem fylgdi henni og sneri sér th lögmanns síns. „Hann ritaði strax bréf th rflds- saksóknara, Boga Nhssonar, rök- studdi beiðni sína og óskaði eftir að fá að leggja þessi gögn fyrir í Hæsta- rétti. Bogi er sækjandi málsins og maður hefði ætlað að hann tæki glaður við öhum gögnum sem styrktu sókn hans í máhnu fyrir rétti. Það kom mér því mjög á óvart þegar um hæl barst svar um að gögnin þættu ekki varða sakarefni málsins," ^X.CV'' ...... 0« * ■ XV i Of®’. ■, ' * • • V ,v\w<y . ■•• jaaJ 3- ysíwft' + •iA', ,S> y<f,; •, n* ■ Bréfið Gerðurfékk þetta ryr~ 'Sífer *4 b<,qc, axÖSi Vo tlA \> Cc. 0£ ky)du >» -savviÞtvl Wk nc ftóíctlls 'Fi slavtjar pcr\ia W.'5igu.«Í5 íwuselilfarJftw* vtyt' „ cg ««.0. r*iAi Rsge,r Tnji «r.6,..vit fenr aUc mt.,., >tr »,»„ rttjfHÍu. a^»V>OTLtt».«c«i Kt*. tr. n ctrenuAan i ,c, J.„' Vo.n„ _e3 Ccí- )>ikar íl brtrdlKs jit •Hs5«,o MUt, fyrpcA.. Kr euL..v„,„e, «3K»*«fc. VMfaw* j*vv^ttv.. .u-tim»r cv>.«iciv.sWóWvtjrsVj.v vi|cl( au~, ... IwtA \<xr<í V»*|ctiL Slcprncv bl hiivhtVjW I \jnr Vvt «*.. M. tó>. ...%„r b «,«. /»vikv<.v>A<vv vvvtywv. ÍV .Vxivv^ ý vur ajLJMix* >Cvf aústefcwrVeíJ^r,.'^ ;W,rv eiticv Secv en aotjcU eirwt,l.i " >c 'ÁlllMíwmc. 4U< a<». vd vc,v..v. b,,.,., h&,«c*e ««S-*Sa»MVWa6M*n VW-nMö!, - j~~rr- fyrJvvlfcA en vintemr. o, f\s„e,'r Oifc verrv V *•, V’ý'c' W_V«o*v« ...C .. UycX. Sr„, veX WtAc . y^rtelattuv, ÍJ vjowfc 'ft^e.r -’f@vy.<r«AA 5 >V"' bréf frd stúlku sem þekkti ódæðismanninn. segir Gerður og bætir við að af- staða hans hafi verið henni óskhjanleg. Beitt ofbeldi og nauðgað „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um því að gögnin sýndu einmitt hvaða mann morðinginn hefur að geyma og studdu ótvírætt það sem ég hef alltaf haldið fram; að hann lygi. Áslaug Perla var beitt ofbeldi og nauðgað áður en hann kastaði henni fram af svölunum," ítrekar Gerður sem segist vera orðin svo þreytt á að komast ekkert áfram í því að taka af öh tvímæh um hvað raun- verulega gerðist. Hún segist ahs ekki hafa kosið að þurfa að fara þessa leið. „Það er mér þungbært að standa í þessu ár eftir ár. Það eru liðin fimm ár síðan Áslaug Perla dó en ef lögð hefði verið áherla á þennan þátt í upphafi hefði verið leikur einn fyrir ákæruvaldið að sýna fram á þetta. Nú kann það að vera of seint. I mál- sskjölum sem standa eiga óhögguð um aldur og ævi er alltaf þessi vafi og Guð einn veit hvernig þetta verð- ur túlkað f framíðinni. Þessi blettur mun sitja fastur og ég get ekki og vil ekki sætta mig við það. Ahar konur geta skilið það en það má vera að karlaveldið í dómskerfinu sjái ekkert athugavert við þessa niðurstöðu." Hún segist eigi að síður vera af- skaplega ánægð með rannsókn málsins að öðru leyti. Eðhsfræðing- urinn sem reiknaði út fallið hafi tek- ið af öh tvímæli um að hún hafi ekki kastað sér niður. Enda er ekki hægur leikur að að ímynda sér hvernig hún hefði átt að kasta sér yfir handrið sem var 119 sm hátt, 50 sm lægra en hún sjálf. Gerður hefur safnað að sér öllum gögnum sem skipta máli, úrklippur úr blöðum og efni úr sjón- varpi. Hún hefur verið vakin og sof- in þegar máhð ber á góma. Sár og reið yfir fréttum af málinu Gerður flettir í gegnum skjala- bunkann og finnur það sem hún leitar að. Tekur upp blaðið og segist hafa setið í stofunni þegar hún heyrði fféttir frá dómsniðurstöð- unni. „Mér brá óskaplega við þessar frásagnir. Á þeim mátti skilja að dóttir mín hefði verið með honum í stigagangínum sjálfviljug og í firétt- inni er rakinn framburður hans, þessa óhugnanlega lygi sem hann bar á Áslaugu Perlu," segir Gerður og svipurinn verður hörkulegur þeg- ar hún rifjar upp þetta kvöld í stof- unni heima hjá sér. Hún segist hafa orðið bæði sár og reið og verið hugs- að th ahra hinna sem heyrðu fréttina og hvaða ályktun þeir sem lftið vissu um morðið drægju af frásögn frétta- manna. „Ég setti mig í spor hlustandans og vissi nákvæmlega hvaða áhrif fréttin hefði haft á mig ef ég væri ókunnug málinu. „Nú, hún var þannig þessi stúlka!" Ég trúi að ein- hver hafi hugsað á þann veg. Ég hringdi strax upp á sjónvarp og reyndi að ná í þann sem bar ábyrgð á fréttinni. Það gekk ekki sem skyldi ______0,*K'vV V CvTS'" en loks fékk ég að tala við þann fréttamann. Hann brást ókvæða við og spurði mig hvort ég héldi að þeir gætu verið inni í öhum málum! Mér varð orðfah og trúði ekki því sem ég heyrði. Framhald samtalsins var í þessum dúr; manninum fannst þetta aht í lagi og það væri bara frekja í mér að ætíast th að þeir vissu hvað þeir væru að tala um og túlk- uðu fréttirnar samkvæmt því. Sjón- varp ahra landsmanna, sem fólk treysti. Ég kvaddi og lagði á. Ég reyndi síðan að ná í Boga Ágústsson daginn eftír en náði ekki í hann," rifjar Gerður upp og leggtn áherslu á að þetta hafi orðið th þess að herða hana enn meira í því að freista þess að nafn Áslaugar yrði hreinsað. Er ekki búin að segja sitt síð- ast orð Meðal annars leitaði Gerður á náðir dómsmálaráðherra sem þá var Sólveig Pétursdóttir en með henni voru aðstandendur þeirra Einars Arnars og stúlkunnar í Keflavik sem myrt var sofandi í rúmi sínu. „Það var ekki til mildls, hún sýndi málum okkar ekki mUdnn áhuga en ákvað fund síðar með okkur þar sem þetta yrði rætt betur. Hún mætti ekki á þann fund þegar tU átti að taka. Það voru mikil vonbrigði að fá þannig móttökur hjá ráðherra dómsmála í landinu," segir Gerður og nefriir að að því hafi verið látíð liggja að hún gerði of mikið úr þessu. „Fólk spyr mig stundum hvort ég haldi að enginn hafi áður misst börn. Ég sé ekki sú eina. Ég veit vel að svo er ekki en þegar barni manns er svipt burt á þennan hátt er svo erfitt að sætta sig við það," segir hún og lyftir öxlunum í uppgjöf. Hún þagnar andartak og í augum hennar speglast vonleysi og sorg. Segist síðan ekki vita hað hún geri næst og kveður sterkt að orði: „Ég get bara ekki staðið á hverju götuhomi og öskrað. Ég verð ekki róleg fyrr en ég hef komið þessu frá mér. Og ég er ekki búin að segja mitt síðasta orð," bætir hún ákveðin og einbeitt við. Gerður hefur eytt síðustu fimm ámm í þetta mál. Fátt annað hefur komist að hjá henni og hún segir að fólk haldi vafalaust að hún sé rugluð eða orðin geggjuð að pakka þessu bara ekki saman og láta þar við sitja. Ásiaug Perla / smekkbuxunurri sem hún klæddist morðnóttina „Eðlisfræðingurinn sem reiknaði út fallið tók aföll tvímæli um að hún hefði ekki kastað sér niður." Kvölin innra með henni er mismikil. Hún segir að stundum Uggi hún og hugsi um morðið aftur og aftur. Spyrji sjálfa sig hvort hún hefði get- að haft áhrif á atburðarásina. Hún veit að morðingi dóttur hennar er að öllum lfldndum farinn að fá helgar- leyfi og hún hugsar um hann gang- andi um göturnar frjáls. „Ég þekki hann í sjón," segir hún hörkulega og bendir á að hún sé svo lítið utan heimilis og vinnu að litíar lflcur séu á að hún rekist á hann. Hrædd um að ég myndi drepa hann „Ég er hrædd um að ég myndi drepa hann ef ég mætti honum. Ég hugsaði það oft fyrst á eftir hvað mig langaði að gera; langaði að fara með hann eins og hann fór með dóttur mína. Mér finnst svo óréttíátt að Ás- laug Perla skuli ekki hafa fengið að njóta lífsins eins og aðrar ungar kon- ur. Hann kom í veg fyrir það; tók sér vald sem hvorki hann né neinn mannlegur máttur hefur völd til að gera. Strax eftir atburðinn fór hann niður til systur sinnar og lagði sig. Þegar lögreglan kom og handtók hann, þá gerði hann það sem hann gat til þess að lenda í átökum við lögregluna í þeim tilgangi að hafa áverka til þess að fela þá áverka sem voru eftir átökin við Áslaugu Perlu. f lögreglubflnum á leiðinni á stöðina eftir að hann var tekinn á heimih systur sinnar á fyrstu hæð í blokk- inni við Engihjalla hæddist hann og hló þegar hann sagði hvernig hún bjargarlaus hrapaði niður. Með smekkbuxurnar sfnar vafðar utan um fæturnar. Hann hótaði lögreglu- mönnunum öllu illu, meðal annars því að hann myndi drepa þá og fjöl- skyldur þeirra," segir Gerður og leggur áherslu á hvert orð. „Skepnuskapinn sýndi hann samt hvað gleggst þegar hann blístr- aði látlaust og myndaði hljóðið sem heyrðist þegar hann kastaði henni niður. Hviiiiss, hviiiis. Þetta gerði hann stöðugt á sjúkrahúsinu þar sem hann blístraði eins og lflctí eftir hljóði fallsins. Þegar verið var að skoða áverkana á lflcama hans á sjúkrahúsinu var hann enn mjög æstur og réðist meðal annars á starfsstúlku sjúkrahússins og barði hana. Er hægt að sýna af sér meiri skepnuskap?" spyr Gerður. Ekki lengur erfitt að tala Ás- laugu Perlu Gerður hefur ekki heldur gleymt frásögnum af viðbrögðum Ásgeirs Inga þegar hann var handtekinn. „Hann sýndi ekki vott af iðrun en gerði í því að fá lögreglumenn til að leggja á sig hendur. Til hvers nema að freista þess að fá mar og áverka til að villa um þegar áverkar á lflc- ama hans voru skoðaðir? Áverkar sem hann hlaut þegar dóttir mín barðist við hann fyrir lífi sínu. Hann notaði hvert tækifæri til að efna til átaka. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hvað þessi maður gerði Ás- laugu Perlu, áður en hann hrinti henni út í opinn dauðann," segir hún og hækkar aðeins róminn. Gerður hagræðir sér í sætinu og þegir góða stund. Hún neitar því að erfitt sé að tala um þetta og rifja þennan harm upp. „Ekki lengur. Þau eru svo mörg tárin sem hafa runnið þessi ár. Mér finnst alltaf gott að tala um Áslaugu Perlu, finnst ég færast nær henni. Oft sit og virði fyrir mér það sem hún teiknaði eða bjó til. Til dæmis dúkkulísurnar hennar héma," segir hún og stendur upp og gengur fram í holið þar sem þær hanga fallega rammaðar inn. Eg dundaði við að raða þeim og ramma inn. Hún var mjög ung þegar hún teiknaði sumar þeirra," segir hún og bendir á fal- legar mótelteikningar af kjólum og dressum. „Hún var alltaf að dunda við þetta," bætir Gerður við og hlær. Hún hlustar líka stundum á dóttur sína syngja með fallegri, sterkri og skærri röddu. Hún lét setja á geisla- disk efni af spólum sem hún fann í dótinu hennar. Nei, hún grætur ekki þegar hún hlustar. Rödd dóttur hennar róar hana og henni líður betur á eftir. En hún fer sjaldan í kikjugarðinn. Segist verða svo leið og sorgmædd þar. Móðurástin nær yfir gröf og dauða Á nætumar þegar Gerður vakir veltir hún fyrir sér hvort einhver leið hefði verið fyrri hana að koma Áslaugu Perlu til bjargar. „Ég veit að þannig hugsanir eru fjarri öllu lagi en ég hugsa samt um það. Ég hugsa líka um hvers vegna hún fór með þessum manni og bara ef hún hefði ekki farið út þetta kvöld. Hefði hún komist inn á Vog strax eins og hana langaði. Ótal svona hugsanir ásækja mig. Auðvit- að veit ég að ekkert af þessu var í mínu valdi. Það er bara svo harka- legt að missa barnið sitt á þennan hátt; tilgangslaust, miskunnarlaust og dýrslegt. Það á enginn að þurfa að lifa barnið sitt og ég mun aldrei sætta mig við það," segir hún ákveðið. Gerður segist vita að missir Ragnheiðar elstu dóttir hennar og stóm systur Áslaugar hafi verið mikill og hún hafi ekki aðeins misst litlu systur sína heldur hafi mamm- an horfið henni að stórum hluta. „Ég ætía ekki að reyna að mót- mæla því; það er hárrétt. Eina barnabarnið mitt, sonur hennar Andri Pétur sem er sjö ára, hefur einnig fengið minna af ömmu sinni," bætir hún við og játar að hún viti ekki hvort eða hvenær hún eigi eftir að ná því að hugsa ekki stöðugt um þessa martröð sem dundi yfir hana fyrir fimm árum. Mig langar svo að geta snúið mér meira að þeim tveimur. Þau eru bara tvö og mig dreymir um að þau eigi eftir að verða hamingjusöm." Móðirin, Gerður, er alltaf til taks rétt eins og allar aðrar mæður þessa heims en þær einar skilja hvers vegna. Nær ekki móðurástin út yfir gröf og dauða? Hún bosir dauflega og kinkar kolli. „Því ætía ég ekki að neita," svarar hún og þagnar stund- arkorn og skiptir um takt. Ósátt í hjarta sínu „Þegar ég horfi fram í tímann sé ég ekki annað en ég haldi mig hérna heima á milli þess sem ég er í vinnu. Helsta ánægja mín er að dunda við að mála, gera eitthvað í höndunum eða horfa á sjónvarp. Ég forðast fólk og hef lokað mig allt of mikið af. Það versta er að þannig vil ég hafa það og langar ekld að breyta því. Ég hef litla ánægju af að fara út, fer snemma að sofa, vakna til vinnu og kem beint heim. Fyrstu tvö, þrjú árin var ég meira eða minna sofandi þegar ég kom því við. í óminnins- heimi leið mér best og hugsunin um Áslaugu Perlu og kvöhn í maganum á mér víðs fjarri. Stundum tókst mér að búa mér til vökuheim sem var fjarri öllum veruleika og staðsettí mig þar. Nú get ég það ekki lengur," segir þessi glæsilega, hávaxna og hæfileikaríka kona og strýkur ljóst hárið frá enninu. Hamingjuhjólið hennar Gerðar fór að hiksta fyrir tæpum tólf árum, drap á sér stundarkorn við og við, en hökti svo af stað í lága drifinu. Brann svo snöggt og óvænt yfir. Á þessari stundu er hún efins um að það eigi eftir að hrökkva almenni- lega í gang að nýju. Um leið fjaraði fótfestan undan henni. Kannski hefur Gerður náð að tylla aftur í annan fótinn. Og hvað veit hún nema sá dagur komi að hún standi föstum fótum í þá báða á ný? „Ekki úr þessu," endurtekur hún undarlega sátt við sitt hlutskipti. í hjarta sínu er hún jafn ósátt við að kaldrifjaður morðingi skuli hafa tekið sér vald til að svipta dóttur hennar, Áslaugu Perlu, því sem hún sannarlega hafði unnið fyrir. Því verður ekki breytt. En hver veit hvað bíður handan við næsta horn? Ekki Gerður Berndsen, hún veit minnst um það. Það hefur hún sannreynt. bergljót&dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.