Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fréttir DV Stefán er heiðursmaöur, fróð- ur, fyndinn og sannur hug- sjónum sínum. Hann kann að meta gott viskl og er mikill Framari. Allt sem Stefán tekur sér fyrir hendur gerir hann vel. Stefán hefur óeðlilega mik- inn áhuga á knattspyrnuHð- inu Luton town. Hann er mikill plottari og ekki eru allir sammála pólitiskum skoðunum hans. „Ég er nú algerlega and- laus þegar kemur að því að lýsa mannkostum og löstum fólks. En ég get sagt að Stefán er heiö- ursmaður og Ijúfmenni. Hann er snjall ræðumaður og það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann vel. Eini gallinn hans sem mér dettur í hug er þessi Luton- áhugi hjá honum. Þetta er ein- hver meinloka hjá honum sem ég hefaldrei skilið." Sverrir Jakobsson, háskólakennari og vinur Stefáns. „Stebbi er auðvitað eins og menn þekkja bæði fróður og fyndinn í meira lagi en hann hefur llka hjarta úr guiti sem er öllu mikilvægara. Síðan kann hann lika vel að meta góð skosk viskí og það er alltaf merki um vand- að fólk. Stebbi er hins vegar ekki gallalaus, hann mætti til dæmis koma meira I vörnina I fótbolt- anum og svo á hann það til að gleyma sér við að plotta - sem erauövitað stórskemmtilegt‘ Sveinn H. Guðmarsson, blaðamaður og vinur Stefáns. „Kostir Stefáns eru nátt- úrulega helst að hann er Framari eins og ég. Mér finnst hann vera málefnalegur, skemmti- iegur og fyndinn náungi. Hann er afburða fróður og sannur hugsjónum slnum þrátt fyrir aö ég sé ósammála þeim. Þar kem ég inn á hans helstu galla sem eru að hann er algerlega út úr kú I sinni pólitík og skiptir þá engu máli hvort það er í lands- málum eða öryggismálum." Siguður Kári Kristjánsson alþingis- maður. Stefán Pálsson er fæddur I Reykjavík 8. apríl árið 1975. Hann er með BA-prófl sagnfræði frá Háskóla íslands og hefurlokið fram- haldsnámi frá Edinborgarháskóla. Stefán stýrir minjasafni Orkuveitu Reykjavlkur, er formaöur Samtaka herstöðvaandstæðinga og I stjórn Iþróttafélagsins Fram aukþess að hafa verið dómari I Gettu betur slðast- liðin tvö ár. Hann er I sambúð með Stein- unni Þórunni Árnadóttur og eiga þau sam- an hálfs mánaðar gamalt stúlkubarn, Óllnu Stefánsdóttur. Krían komin á Raufarhöfn Krían kom til Raufar- hafiiar á sunnudagskvöld- ið. „Jens K Klein var búinn að frétta af kríu í nágrenn- inu og hafði auga með lík- legum stöðum. Þrjár kríur komu svo fljúgandi inn yfir tjömina og settust í hólm- ann klukkan 21.07 í gær- kvöldi og telst það opinber mætingartími. Nú í morg- un leynir sér ekki á hljóð- unum hér í kring, að þær em komnar miklu fleiri en þijár. Ég er svo næsta viss um að ég sá spóa á flögri héma úti á höfðanum á miðvikudaginnvar,'‘ skrif- ar tíðindamaður á raufar- hofn.is. Deilan um Grafarholtið vindur upp á sig. Dagur B. Eggertsson reynir að breiða yfir pólitíska íhlutun sína í málið með tölvupósti þar sem hann talar um „dellu- fréttir“. Guðmundur B. Ólafsson, formaður Fram, segir Dag B. berjast á móti veru Fram í Grafarholtinu og formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir Dag hugsa eins og Árbæingur. Þafi eina sem stendnr í veni fyrir nkkur er Dsnur Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi heldur áfram að beijast fyrir því að hans gamla félag Fylkir fái Grafarholtið undir sína starfsemi. Guðmundur B. Ólafsson, formaður Fram, segir Dag einan standa á móti því að Fram geti hafið störf í Grafarholtinu. „Dellufrétt- ir,“ segir Dagur, ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun um málið. f harðorðum pósti sem Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og fyrr- verandi leikmaður Fylkis, sendi í gær frá sér gagnrýnir hann frétt DV af deilunni um Grafarholt sem birtist um helgina. Þar var fjallað um þann hnút sem hefur myndast vegna samkomu- lags sem borgin gerði við Fram um að liðið fengi aðstöðuna í Úlfarsárfelli nokkru eftir að ÍTR hafði bókað að Fylkir hæfi barnastarf í Grafarholt- inu. Hverfin liggja þétt saman og vilja Framarar sitja einir að öllu Grafarholtinu i stað þess að berjast við annað félag. Dagur berst hins vegar fyrir sift félag og hefur lýst því yfir að Grafar- holtið sé og verði Fylkis- hverfi. Grafarholt- ið skilyrði „Það eina sem stendur í vegi fyrir að við fáum Graf- arholtið er Dagur," segir Guðmundur Dagur B. Eggerts- son borgarfulltrúi Er gamall Fylkismaður sjálfur. B. Ólafsson, formaður Fram. Hann segir það rétt hjá Degi að ÍTR hafi gert samkomulag við Fylki um barnastarfið en vegna þeirrar staðreyndar að Fram fái Úlfarsárfellið, með þeirri íþróttaað- stöðu sem rísa muni þar, telji stjórn Fram fráleitt að tvö félög eigi að berjast um hverfið. „Við höfum sett það sem skilyrði fýrir því að fara upp eftir að við fáum Grafarholtið og erum tilbúnir að hefja þar starf strax í haust." Erfið deila Anna Kristinsdótt- ir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, harmar þá deilu sem upp er komin. „Við viljum ekki hafa þennan ágreining og munum stefna að því að leysa þetta mál á næstu vikum," segir Anna. Hún segir eðlilegt að þegar Fram verði komið með aðstöðu í Úlfarsárfelli muni það einnig þjóna Grafarholt- inu. „Það er ekki rétt sem Dagur hefur sagt að Grafarholtið sé og verði Fylkis- hverfi þótt þeir sjái um barnastarfið í augnablikinu. Ætli ,Það er ekki rétt sem Dagur hefur sagt að Grafarholtið sé og verði Fylkishverfi þótt þeirsjái um barnastarfið í augnab!ikinu.‘ hann hugsi þetta ekki sem fyrrver- andi Árbæjar- búi.‘‘ Ósáttur Dagur í tölvupóstinum segir Dagur sinn þátt í málinu aðeins að greiða úr þeirri óvissu með því að leita staðfestingar á því að samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 2001 sé enn í gildi. Sú samþykkt er enn í gildi og sinnir Fylkir því barnastarfi í hverfinu. Samþykktin var hins veg- ar gerð áður en ákveðið var að Fram færi í Úlf- arsárfellið og vill Fram forðast þá stöðu að þegar félagið komi loks upp í Úlfarsfell verði allt Grafarholt- ið orðið Fylkis- hverfi. simon@dv.is Anna Kristinsdóttir, formaður Iþrótta- og tómstundaráðs Segist vonast eftir sátt í málinu. Ásta Ragnheiður segir svar við fyrirspurn ekki áfellisdóm Þingmaður vill málefnalega umræðu „Ástæðulaust er að taka um- ræðu, eins og fram fór á föstudag- inn á Alþingi um svar ráðherra við fyrirspurn minni, sem áfellisdóm yfir foreldrum barna með athyglis- brest og ofvirkni, eins og sumir hafa gert.‘‘ Þetta kemur fram á heima- síðu Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. Að sögn Ástu þarf að eiga sér stað málefnaleg umræða um ástæður þess að notkun geðlyfja meðal barna hefur aukist jafn mik- ið og raun ber vitni. í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Ástu kom fram að notkun geðlyfja hefði aukist gríðarlega á síðustu árum og eigum við íslendingar nú heimsmet í notkun lyfja tengdum athyglis- bresti og ofvirlcni hjá börnum: „í svona umræðu þarf að fara varlega og er hún vissulega vanda- söm, en engu að síður verð- ur að vera hægt að ræða þessi mál þegar upplýs- ingar koma fram eins og í svari heilbrigðisráð- herra. Annað væri ábyrgðarleysi af stjórnmálamönnum." Ásta segir ennfrem- ur að þrátt fyrir að lyf sem þessi séu mikil- væg fyrir börn sem eru veik og nauðsynleg þeim sé samt sem áður undarlegt að notkun þeirra skuli vera jafn almenn hér á landi og raun ber vitni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Segir umræðuna vanda- sama. Ríkið styrkir menningarhús Staðarblaðið Feykir á Sauðár- króki greindi frá því í gær að rfldð hygðist leggja 280 milljónir króna til byggingar menningarhúss í Skaga- firði gegn því að sveitastjómimar í Skagafirði legðu ffam 40% heildar- upphæðarinnar á móti. Ráðgert er að nota peninginn í viðbyggingu sunnan við Safnahúsið á Sauðár- króki og til endurbóta á Miðgarði í Varmárhlíö. Eftir breytinguna verð- ur Miðgarður fjölnota tónleikahús og gert verður ráð fyrir að bar verði í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.