Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Sport DV Áhorfendur velja mann leiksins Knattspyrnuunnendum gefst færi á að velja besta leikmann leiksins með SMS-kosningu á öll- um leikjum Landsbankadeildar- innar {sumar. Það er Og Vodafone sem stendur fyrir kosningunni en ágóði SMS-skeytanna mun renna til liðanna. Þátttakendur í kosn- ingunni fara sjálfkrafa í pott og verður vinningshafi dreginn út af handahófi. f lok tíambilsins er dregið úr hópi þeirra sem tóku þátt í SMS-kosningunni um sum- arið og verða ýmis verðlaun í boði; áritaðar fótboltatreyjur, GSM-sími o.fl. Þá mun Og Vodafone standa fyrir vali á sérstöku stjörnuliði í sumar og því er ætlað að taka þátt í ýmsu kynningarstarfi s.s. heim- sóknum í knattspyrnuskóla og á sumarnámskeið. Einnig mun fyrirtækið standa fyrir uppákom- um á leikjum í Landsbankadeild- inni þar sem áhorfendur eiga þess kost á að taka þátt og hljóta vegleg verðlaun. lohannsson styður Liverpool Lennart Johansson, forseti Evrópska knattspyrnusambands- ins, er nýjasti talsmaður málstað- ar Liverpool, sem berjast við að vera veittur réttur til að verja titil sinn í meistaradeildinni á næsta ári ef svo fer að þeir sigra í keppn- inni í ár. Johansson er yfirlýstur stuðningsmaður Liverpool og hann hefur einfalda skoðun á málinu. „Við skulum nú bíða eftir því að úrslit liggi fyrir í leiknum í Istanbul. Ef Liverpool vinnur keppnina, myndi það hjálpa mái- stað þeirra í að sækja um undan- þágu. Mér finndist skrítið að leyfa meisturunum ekki að verja titil sinn árið eftir," sagði Johansson. Áður hefur Jolm Toshack, fyrr- verandi leikmaður Liverpool tjáð sig opinberlega um málið og er sömu skoðunar og Johansson. Fyrirliðarnir Allir fyrirtiöar félaganna I efstu deild karla mættu blaðamannafundinn í gær og stilltu sér upp I myndatöku. Þeir eru: Gunnlaugur Jónsson hjá lA, Rikharður Daðason hjá Fram, Kristján Finnbogason hjá KR, Valur Fannar Glslason hjá Fylki, Sinisa Valdimar Kekic hjá Grindavík, Birkir Kristins- son hjá IBV, Páll Einarsson hjá Þrótti, Guð- mundur Steinarsson hjá Keflavík og Sigur- björn Hreiðarsson hjá Val. SPÁIN í HEILD SINNI Sæti Stig 1.FH 279 2. KR ^T'?&MͧÉl 258 3.Valur . - v. 207 4.ÍA 202 | S. Fylkir 193 6. Keflavik ’1'', 'sr 134 7. Fram 117 8. Þróttur 99 9.ÍBV 89 10. Grindavík 72 I „Það er lykilatriði að við sjálfir höfum trú á okkur." Efnt var til blaðamannafundar í Smárabíói í gær þar sem spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kunngjörð. Samkvæmt spánni mun titilinn fara til Hafnarfjarð- ar að loknu móti annað árið í röð en Grindavík er spáð botnsæti deildarinnar. Árleg spá fyrir fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaga í Lands- bankadeildinni var kynnt á blaðamannafundi í Smárabíói í gær. FH var spáð titlinum en fast á hæla Hafnarfjarðarliðsins í annað sætið fylgdi lið KR úr Vesturbænum. Nýliðar Valsmanna hafna í þriðja sæti samkvæmt spánni. Athygli vakti að lærisveinar þjálf- arans Guðjdns Þórðarsonar, Keflvíkingar, höfnuðu í sjötta sæti en nágrannar þeirra í Grindavík verma botnsætið. „Spár eru bara til að hafa gaman af og að mörgu leyti tel ég þessa spá vera ósköp raunhæfa," sagði Guðjón Þórðarson I samtali við DV Sport. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eru öll mjög sterk og mörg lið I deildinni hafa bætt sig miHð og mæta sterk til leiks." „Það er mikið verk að vinna í Keflavík - að styrkja liðið og allt sem að þvístendur." Guðjón fullyrti að að KR og FH væru með langöflugustu leikmanna- hópana í dag. „Ég á hins vegar von á töluvert jafnara móti en menn eru að velta fyrir sér en held samt að það sé raunhæft að álykta sem svo að KR og FH muni beijast um titilinn. Svo var Þrótti spáð frekar neðarlega í deild- inni en liðið hefur gert það mjög gott á vormánuðum og gaman að fýlgjast með hvað Ásgeir [Elíasson, þjálfari Þróttar] er að gera - hann kemur alltaf með skemmtileg fótboltalið," sagði Guðjón og bætti því við að í Keflavík þyrftu menn að huga að ýmsum þáttum. „Það er mikið verk að vinna í Keflavík til að styrkja liðið og allt sem að liðinu stendur. Það gerist ekki á einni nóttu þannig að það er mikil vinna framundan. Það er reyndar langt síðan ég hef verið í deildarbaráttunni þannig að ég þarf að átta mig á því hvernig þetta virkar núna og það skýrist fljótlega." Verjumst og berjumst sem lið Grindvikingum er spáð neðsta sæti deildarinnar en Milan Jankovic, þjálfari liðsins, sagði að það gæfi lið- inu byr undir báða vængi. „Þessi spá gerir það að verkum að við ætlum að sanna að við erum með eitt af bestu liðum landsins og ætlum að leggja allt okkar í það. Okkar tak- mark er að gera betur en í fyrra og ég er alveg viss að með okkar mannskap munum við geta það," sagði Jankovic. „Það eina sem okkur vant- ar er stærri hópur og það er okkar veikleiki. Hópurinn sem við höfum er þó jafn og góður og við munum verjast sem hð og sækja eins og lið." Fáir eiga von á því að nýliðar Valsmanna muni þurfi að beijast fýr- ir tilverurétti sínum í deildinni og lið- inu spáð þriðja sæti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, sagði greini- legt að menn hefðu trú á Valsmönn- um. „Það er hins vegar lykilatriði að við höfum trú á okkur sjálfir," sagði Willum sem fullyrti að menn mættu eiga von á sterkri liðsheild Valsliðs- ins í sumar. „Við leggjum ríka áherslu á hðsheildina og að nýta okkar styrkleika eftir mætti. Við erum einnig með mjög hratt fót- boltahð og ég vona að það geti nýst okkur." Samkvæmt spánni mim titilinn fara í Hafnarfjörð annað árið í röð en FH hampaði sínum fýrsta íslands- meistaratith á síðasta ári eftir að KR- ingum hafði verið spáð tithnum. „Þetta leggst ágætlega í okkur þó svo að við spiluðum ekki jafn vel núna á þessum árstíma miðað við t.d. í fýrra," sagði Heimir Guðjóns- son, fýrirhði FH. „Núna höfum við einhvem tíma til að ná okkur af stað og meistarakeppnin fín æfing fýrir mótið. Við erum ákveðnir í að vera í toppbaráttunni í sumar." Fyrstu leikirnir í undanúrslitum deilda í NBA voru háðir í fyrrinótt Meistarabraqur á San Antonio Spurs Miami Heat vann auðveldan sig- ur á Washington Wizards í iýrrinótt, án verulegs framlags frá lykilmönn- um sínum og fyrrverandi meistarar San Antonio nýttu sér fjarveru Rays Ahen og rúlluðu yfir Seattle Super- sonics, sem gætu orðið án aðalskor- ara síns í næsm leikjum og það veit ekki á gott. Miami Heat náði strax góðri for- ystu gegn Washington Wizards á sunnudagskvöldið, þar sem Shaq- uille O’Neal fór mikinn í sóknarleik- num og virðist hann vera að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið. Þegar tröhið þurfti að fara af vehi vegna villuvandræð, gengu leikmenn Wizards á lagið og jöfiiuðu lefldnn með mikilli baráttu. Það kom því mestmegnis í hlut vara- manna heimaliðsins að klára leikinn og þeir gerðu það með stakri prýði. Mestu munaði um framlag Keyons Dooling, sem skoraði 15 stig í leikn- um og er nú með um 70% skotnýt- ingu í úrslitakeppninni. „Washington-hðið er allt að ein- beita sér að því að stöðva Shaq og Dwayne Wade og þannig fáum við hinir tækifæri til að láta að okkur kveða í sókninni," sagði Dooling eftir leikinn. Meiðsli Kjá Sonics í Vesturdeildinni hófst keppni í annari umferð á leik San Antonio Spurs og Seattle Supersonics, en sá leikur varð aldrei spennandi. Spurs náðu strax forskoti í leikn- um og þegar þeir Vladimir Radma- novic og Ray Allen voru báðir farnir tognaðir af leikvehi í öðrum leik- hluta, gerðu Spurs út um leikinn með því að ná 30 stiga forystu um miðbik leiksins. Lið Spurs slakaði virkhega á klónni í síðari hálfleikn- um og leikmenn liðsins þurftu afar Iítið að hafa fyrir hlutunum á loka- sprettinum þar sem gestirnir virtust hafa gefist upp. „Þetta er gríðarlegt áfah fyrir þá. Að missa Ahen er eins og ef við myndum missa Tim Duncan í meiðsli. Það yrði hræðilegt," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs, sem greinilega hafði mikla samúð með kollega sínum Nate McMihan hjá Seattle, sem gæti þurft að vera án síns besta manns í næsta leik. Popovich hrósaði sínum mönnum fýrir frammistöðuna í leiknum. „Tony Parkervar frábær í kvöld. Hann var.ágengur og keyrði inn í teig þeirra hvað eftir annað," sagði þjálfarinn Auðvelt hjá Miami og San Antonio Leikmenn Seattle virkuðu hrein- lega ekki tilbúnir í slaginn gegn Spurs í fyrsta leiknum og létu slá sig algerlega út af laginu. Meiðsh Ray Allen eru ekki tahn mjög alvarleg, en þó getur enginn sagt til um hvenær hann nær sér að fuhu og þangað tíl á liðið ekki möguleika í San Antonio. Hið sama má segja um hð Was- hington, en eini möguleiki þeirra liggur í að keyra upp hraðann við hvert tækifæri sem gefst, en lið Mi- ami er að öhum líkindum einfald- lega númeri of stórt fýrir þá. Eins og þessi tvö einvígi fara af stað, má í besta fahi búast við að Washington og Seattle vinni einn leik í rimmum sínum við sér sterkari hð. baidur@dv.is | Á fljúgandi ferð Manu Ginobili og félagar hjá San Antonio Spurs eru líklegirtilafreka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.