Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Síða 39
DV Síöast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl2005 39 Leynilegu fangelsin í Afganistan Fréttamenn segja að í höfuðborg Afganistan, Kabúl, sé nú mikil gull- öld fyrir fjárfesta og braskara sem eru á höttunum eftir arðgæfum samningum um fjarskiptakerfi, vatnsveitur og aðra mannvirkjagerð. Þetta hefur leitt af sér þvflika sprengingu í húsnæðisverði að Kab- úl er orðin næstum því eins dýr borg að koma sér fyrir í og Tólá'ó eða London. En utan höfuðborgar (og stund- um innan hennar líka eins og ís- lenskir friðargæslifliðar vita) rflcja óöld og lögleysur, sumir fréttamenn segja ástandið verra en á dögum Talíbana. Undarleg „lýðræðisþróun" Því er gjarna haldið á lofti að ver- ið sé að byggja upp lýðræði í Afgan- istan. En Bandarflcjamenn, sem hafa vel búið 17 þúsund manna Uð í land- inu, eru sakaðir um að nota hið sér- stæða ástand í landinu til að gera Afganistan að einskonar miðstöð fangelsakerfis sem á sér útibú víða um heim. Þar eru þeir sem Banda- rflcjamönnum dettur í hug að gruna um aðild að hryðjuverkasamtökum hafðir í haldi án þess nokkrar upp- lýsingar séu um þá gefiiar og látnir sæta pyntingum að því er talið er. Haft er eftir Michael Posner, fulltrúa bandarísku mannréttindasamtak- anna Human Rights First, að fang- elsin í Afganstan séu „algjörlega utan við alþjóðleg lög og rétt, og þau eru ekki nema hluti af mun stærra og skuggalegra neti fangelsa sem við erum rétt byrjaðir að átta okkur á“. Talsmenn mannréttindanefndar Afgana sjálfra, sem upphaflega var komið á fót til að rannsaka glæpi innlendra herstjóra og tryggja ffarn- gang kvenréttinda, segjast nú ekki hafa annað að starfa en taka við kvörtunum um framgöngu banda- ríska hersins. Dr. Rafiullah Bider segir í samtali við breska blaðið Gu- ardian: „Þeir hafa handtekið þús- undir manna og haldið í fangelsi. Þeir sem sleppa segja að þeir hafi setið inni með erlendum föngum sem fluttir hafa verið til Afganistan til að sæta yfirheyrslum. Enginn er ákærður. Enginn er nafngreindur. Engir fulltrúar frá alþjóðasamtökum fá aðgang að þessum fangelsum Bandarflcjamanna". Munu þau vera hátt á þriðja tug og veit enginn hve margir gista þau. Ýmsir afganskir áhrifamenn, meira að segja ráðherr- ar, hvísla því að breskum frétta- mönnum (sem sumir hafa lent í klónum á bandarískri herlögreglu, einkum þeir sem hafa asískt útlit), að þeir séu búnir að missa alla trú á Árni Bergmann segir Bandaríkjamenn brjóta mannréttindi á föngum sem þeir feli utan iögsögu eigin lands. Kjallari Þar eru þeir sem Bandaríkjamönnum dettur í hug að gruna um aöild að hryðju- verkasamtökum hafðir í haldi án þess nokkrar upplýsingar séu um þá gefnar og þeir látnir sæta pyntingum að því er talið er. lýðræðistali Bandaríkjamanna. Það er, segir einn slflcur, verið að „breyta Afganistan í stórt bandarískt fang- elsi." í stað Guantanamo Þessar fregnir frá Afganistan eiga sér þá skýringu að það land og nokk- ur önnur eru látin koma í staðinn fyrir „aðstöðuna" sem Bandaríkja- menn komu sér upp árið 2002 í her- stöð sinni í Guantanamo-flóa á Kúbu. Þar töldu þeir sér óhætt að beita hörkulegustu aðferðum gegn föngum - sem höfðu flestir verið teknir í Afganistan og voru sakaðir um aðild að Ai Queda - og brjóta með margvíslegum hætti gegn regl- um réttarrflds. Vegna þess að til Gu- antanamo næðu hvorki ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar né heldur Genfarákvæði um meðferð stríðsfanga. Þetta breyttist með úr- skurði hæstaréttar Bandarflcjanna í fyrrasumar, en samkvæmt honum var hægt að taka fyrir í réttarhöldum í Bandarflcjunum sjálfum mál er vörðuðu stöðu þessara fanga og meðferð á þeim. Það þurfti því að flytja hina ljós- fælnu meðferð á föngum í margum- ræddu „stríði gegn hryðjuverkum" út fyrir eiginlega bandaríska lög- sögu. Síðan hefur í vaxandi mæli verið gripið til þess fangelsakerfis sem Bandarflcjamenn höfðu verið að byggja upp næstliðin þrjú ár - utan við evrópskt og bandarískt réttar- kerfi. Eins og sést t.d. á því að í mars sem leið tilkynnti Pentagon að flytja ætti um helming þeirra fanga sem eru í Guantanamo til fangelsa í Afganistan og Saudi Arabíu. „Réttvísi með hraði". Síðan árásin var gerð á tmnana tvo í september 2001 hefur það ver- ið ein helsta aðferð Bandaríkja- manna í „stríði gegn hryðjuverkum" að fangelsa hvern mann sem grun- aður er um einhverja aðild að hryðjuverkasamtökum. Samið hefur verið við fangelsisyfirvöld í ýmsum löndum um að taka við þeim og komið upp leynilegum yfirheyrslu- miðstöðum CIA þar og í tengslum við bandarískar herstöðvar. Þetta fangelsakerfi er í felum og engar upplýsingar um það fáanlegar. Grunaðir menn „eru í meðferð" á tugum staða í Pakistan, Úzbekistan, Jórdaniu, Egyptalandi og Malasíu - en einkum þó í Afganistan. Tala þessara „draugafanga" eins og þeir eru kallaðir er lfldega um tíu þús- und. Með þessu móti hefur fundist að- ferð til að koma á „réttlæti með hraði" eins og Alberto Gonzales, einn af ráðgjöfum Bush kemst að orði - með öðrum orðum: til að komast hjá reglurn réttarrflcja. Þess vegna eru draugafangar faldir í löndum þar sem mannréttindi eru lítt virt - væntanlega telja ráðamenn þeirra að með því að gera Ameríkön- um slflcan greiða muni þeir frekar komast upp með ails konar mann- réttindabrot gegn eigin þegnum án afskipta Vesturveldanna. Og þeir sem hafa sloppið úr meðferð í þess- um leynifangelsum hafa nákvæm- lega sömu sögu að segja og þeir fáu sem hafa sloppið úr haldi frá Guant- anamo og myndirnar frá Abu Ghrai, fangelsinu illræmda í Badgad, sýndu: sögu illrar meðferðar, niður- læginga og pyntinga. ■ f m mcrguny ;; . Nokkur vlndjir Skin og skúrir er dagskipun veðurfræðinganna (dag. Mesta glætan og mildustu hitatölurnar eru sagðar verða á Austurlandi. Þar geta menn spókað sig um áhyggju- , - lausir utandyra. tkur **' £3 «* ' Gola £3 5 «« „ Nokkur vindur f Gola Nokkur vindur t2> €3 Gb Nokkur vindur 2t»f/ Nokkur vindur Gola , 10 Nokkur vindur ♦ *' Strekkingur Nokkur vindur Kaupmannahöfn 12 París 15 Alicante 28 Oslo 12 Berlín 11 Milanó 17 Stokkhólmur 12 Amsterdam 10 NewYork 21 Helsinki 13 Madrid 22 San Francisco 18 London 15 Barcelona 21 Orlando/Flórída 30 ..Cb Cb Qö> Qib <&> 13 Sólarupprás Sólarlag ( Árdegisflóð 0730 í Reykjavík Reykjavík Slðdegisflóð 19.47 0439 22.22 Jakob Bjarnar Grétarsson ® Ljóst er að sjón- varpsstjörnurnar Þórhallur Gunnars- son og Svanhildur Hólm þurfa að kom- ast í sumarfrí lflct og allur almenningur. Þær sögur heyrast að það séu ekki neinir nýgræðingar sem eigi að leysa þau af. Brynhildur Ólafsdóttir og Egill Helgason hafa verið nefnd til að fylla skarðið með- an Þórhailur og Svanhildur njóta sól- ar og sumars. Koma þessar sögu- sagnir nokkuð á óvart, einkum hvað varðar Egil sem er vanur að taka sér langt sumarfrí til að safna kröftum fyrir veturinn... • SigmarVilhjálmsson, Simmiíldol, heftir verið ráðinn sem sérlegur verkeín- isstjóri Idol-þáttanna sem bendir ótvírætt til þess að þriðja sería þessara vinsælu sjón- varpsþáttaraðar verði að veruleika. Talað hefur verið um að breytingar kunni að verða í röðum dómaranna en vilji er fyrir því að Einar Bárðarson komi þar iim sem dómari enda hefur hann sýnt og sannað að hann veit hvað virkar og hvað ekki í poppinu. Hvort Einar bætist við eða verði hluti af nýju dómaratríói er hins vegar ekki vitað... • Og enn um sjónvarpsmenn. Síð- asti þáttur „Þú ert í beinni" á Sýn stendur nú fyrir dyr- um enda hafa Valtýr Bjöm Valtýsson og Böðvar Bergsson nú horfið í blaðabrans- ann - em nú starfs- menn Karls Garöars- sonar á Blaðinu. Þeir munu þó vera að gæla við að stofna til útvarpsþáttar á XFm. Þriðji maður- inn, og alls eklá sá sísti, Hans Steinar Bjamason, stjómar hins vegar tækn- inni á Talstöðinni og mun væntanlega láta til sín taka á Sýn í ná- inni framtíð. Enda fáir eins vel að sér í íslenska boltanum og einmitt hann... • Reyndar er það svo að allur fjöl- miðlageirinn er á fleygiferð. Á RÚV em sviptingar og þannig mun Sig- tryggur Magnason, sem hefur haft yfir Dægurmálaútvarp- inu að segja, hafa sagt upp störfum og er á leið á Fréttablað- ið. Er meiningin að hann taki að sér menningarritstjóm þar á bæ. Þar er fyrir nokkur fjöldi fyrrverandi RÚV- ara og útvarpsmanna: Bjöm Þór Sig- bjömsson, Sveinn Guðmarsson, Jó- hann Hauksson og Sigurður Þór Sal- varsson. Allir þessir láta svo einnig til sín taka á Talstöðinni... • Ef að lflcum lætur mtm Útvarps- ráð loks koma saman í dag en þar hefur ekki verið haldinn fundur síð- an 5. aprfl, eða þegar loks var að slota fárviðr- inu í tengslum við fféttastjóra- stöðuna. Til umfjöllunar verður meðal annars laus staða fréttaritara á Austurlandi og herma heimildir að mælt verði með Ágústi Ólafssyni sem einmitt var fréttaritari Stöðvar 2 þar eystra á sínum tíma. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ágúst taki að sér starfið sök- um þess að hann hefur starfað að fjölmiðla- og markaðsráðgjöf fyrir mörg af stærri fyrirtækjunum fyrir •austan sem einn af eigendum At- hygli. En á móti kemur að fáir eru jafn reyndir á þessu sviði og um leið jafn mörgum hnútum kunnugir á Austurlandi og Ágúst...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.