Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
bO títA Fra því að DV var endurreist í nóvember 2003 hefur blaðið verið duglegt við að segja
^ fréttir af íslenskum raunveruleika sem aðrir fjölmiðlar kæra sig ekki um. Gott dæmi
um þetta eru fréttir af komu Vítsengla frá Norðurlöndunum í fylgd íslenskra manna
'|| sem stöðvaðir voru í Leifsstöð. Annar íslendinganna sem voru með Vítisenglunum i
a* för réðst við þetta tækifæri að lögreglunni nefbraut einn lögregluman. Sá þorði ekki
• einu sinni að kæra málið. Á næstu vikum mun Helgarblað DV fjalla um nokkur
þessara mála, þar sem aðrir Qölmiðlar þögðu þegar DV þorði.
Helís flngels á Islandi
Meintum Vftisenglum vísað úr landi
*eK~£?— SsSœ
<æa
Mótorhjólafélagsskapurinn
Hell's Angels hefur lengi þótt vera
með þeim hættulegri. Hell's Angels
stjórnar fíkniefhamarkaðnum í mest
allri Vestur-Evrópu og glæpastarf-
semi þeirra teygir sig víðar. Á Norð-
urlöndunum hafa tveir hópar, Hell's
Angels annars vegar og Bandidos
hins vegar, háð baráttu um yfirráð á
fíkniefnamarkaðnum. Þessu hefur
fylgt talsvert ofbeldi og nokkur morð
eru framin á hverju ári sem rekja má
til hópa á borð við Vítisenglana. Þeir
hafa reynt að leggja undir sig heilu
bæjarfélögin og skapa ótta hvar sem
þeir sjást.
DV leiðandi í umfjöllun
DV tók af skarið síðari hluta árs-
ins 2003, þegar nokkrum Vítisengl-
um sem ætíuðu að koma hingað til
lands var vísað úr landi, og hóf að
fjalla um hættuna sem steðjaði að
íslensku samfélagi ef samtökum á
borð við Hell's Angels væri leyft að
koma sér hér fyrir. Nokkrum dögum
síðar, föstudaginn 7. desember,
komu svo níu Vítisenglar frá Noregi
til landsins í fylgd tveggja íslend-
inga, þeirra Jóns Trausta Lúthers-
sonar og Brynjólfs Þórs Jónssonar,
meðlima í mótorhjólaklúbbnum
Fáfni. Norðmennirnir voru stöðvað-
ir af lögreglu við komuna til landsins
þar sem margir þeirra voru með
fjölda brota á sakaskrá. Þar fyrir utan
vildu íslensk lögregluyfirvöld koma í
veg fyrir að mennirnir kæmust inn í
landið þar sem samtökin sem þeir
tilheyra stjórna eiturlyfjadreifingu á
Norðurlöndunum með harðri
hendi, samkvæmt upplýsingum er-
lendra lögregluyfirvalda. DV ákvað
að fylgja málinu rækilega eftir á
meðan aðrir fjölmiðlar létu eins og
þetta skipti litíu sem engu máli.
Morgunblaðið 8.
desember 2003
Fréttir Morgun-
blaðsins af mál-
inu Stutt og skorin-
ort grein um komu
I Vltisenglanna.
Þetta varþað eina
I sem Morgunblaðið
birti um málið.
Ótti eða
áhugaleysi
fjölmiðla
DV var í Leifs-
stöð þegar Vft-
isenglarnir
komu til iandsins. Þar brut-
ust út átök þegar Jón
Trausti Lúthersson sló til
lögreglumanns sem nef-
brotnaði við höggið. Fjölda
lögreglumanna þurfti til að
yfirbuga manninn sem var
handtekinn á staðnum.
Daginn eftir birti DV ítar-
lega frétt um málið þar sem allar
staðreyndimir vom lagðar á borðið
og birtar myndir af atburðinum.
Fréttir annarra fjölmiðla af
þessu, sem vissulega verður að telj-
ast með því fréttnæmasta sem gerð-
ist þessa vikuna, vom aftur á móti
fyrirferðarlitíar. Málið hafnaði á for-
síðu DV á meðan Morgunblaðið
sagði frá því í smágerðri, myndlausri
frétt á baksíðu. Þar kom lítið annað
fram en að meintir Vítisenglar hefðu
verið stöðvaðir og einn íslendingur
handtekinn. í raun var aðeins vitnað
til upplýsinga frá sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli og það sama var
uppi á teningnum hjá Fréttablaðinu.
Ekkert var minnst á nefbrotna lög-
reglumanninn. Um ári síðar kom
svo á daginn að lögreglumaðurinn
hefði ekki þorað að kæra nefbrotið
af ótta við hefndaraðgerðir. Á það
var ekki minnst einu orði í öðrum
ljölmiðlum á meðan DV sagði frá því
í bæði máli og myndum.
Mörgum spurningum enn
ósvarað
Með því að birta fféttatilkynning-
ar frá lögreglu og sýslumanns-
embættinu á Keflavíkurflugvelli litu
Ryskingar í Leifsstöð
Jón Trausti Lúthersson
kom ásamt Brynjólfí Þóri
Árnasyni, félaga slnum úr
mótorhjólaklúbbnum
Fáfni, til landsins ásamt
I nokkrum meðlimum
Hells Angels. Við komuna
I til landsins lenti hann I
I átökum við lögreglu-
j menn og nefbraut einn
S þeirra. Aðeins var lltillega
i minnst á málið I öðrum
1 fjölmiðlum. ________
Frettablaðið 8. og 9. des-
ember 2003
Fréttir Fréttablaðsins af
málinu Birt var stutt frétt
daginn eftir komu vitisengl-
annaþar sem ekkert kom
fram annað en að mennirnir
hefðu verið stöðvaðir og ís-
lendingur sem varmeð þeim
íför handtekinn. Daginn eftir
birtist grein um að Vítisengl-
unum hefði verið vísað úr
landi og þar með varþvi
málið lokið að hálfu Frétta-
blaðsins.
flestir fjölmiðlar á það sem svo að
umfjöllun af komu Vítisenglanna
hingað væri lokið. Allir nema DV.
Næstu daga, vikur og mánuði á eftir
var málið skoðað enn frekar og nýjar
mikilvægar upplýsingar komu fram.
Rætt var við Rúnar Ben Maitsland,
einn forsprakkanna í Stóra fíkni-
efnamálinu, sem sagðist hafa verls-
að með fíkniefni við Vítisengla og
skemmt sér með nokkrum þeirra
hér á landi fyrir nokkrum árum
áður. Viðtal birtist við Brynjólf Þór
Jónsson, tals-
mann mótor-
hjólaklúbbs-
ins Fáfiiis,
sem var með
Vítisengl-
unum í
för
við
kom-
una til
landsins. Þá kom
einnig fram að hæst setti maðurinn í
fíkniefnadreifingu Vítisengla í V-
Evrópu hefði komið hingað til lands
ári áður til að kynna sér aðstæður.
DV hélt áffarn að grennslast fyrir
um Vítisenglana og tilganginn með
heimsókn þeirra hingað til lands
enda var mörgum spurningum
ósvarað. Viðtöl birtust við Troels Ul-
rich, blaðamann og sérffæðing
Ekstra Bladet í Danmörku um mál-
efhi mótorhjólagengja, og kollega
hans hjá hinu norska Dagbaldet,
Gunnar Hulpgreen. Þeir fullyrtu að
Hell's Angels hefðu
þegar skotið rót-
um á íslandi og
flest fíkniefnavið-
skipti færu í gegn-
um þá. Þrátt fyrir
þetta létu aðrir
Atok á ritstjórn DV Ritstjórn DVhéltáfram
að fjalla um málefni Vítisengla og íslenskra
mótorhjólagengja sem endaði með óvæntri
heimsókn þeirra I húsakynni DV. Myndin var
tekin að heimsókninni lokinni.
ÁV-
.. V
Norsfcir Vitisensuur ráóa ráöum sinum
yficr flréttafiutningi af Islandsferö
Vinir Fáfnis vildu
ekki fréttir
***•*&. ■wrt'—Ma» »mU sttf—
&*;*?!"**+*•*'» ?~?*J***'*+***
íslenskir fjöl-
miðlar málið afskiptalaust og eina
fréttin sem birtist um málið annars
staðar en í DV var í hinu norska Fir-
daposten.
DV þorir
Þegar líða tók á árið 2004 birtust
nokkrar fréttir tengdar komu norsku
Vítísenglanna eða íslendinganna
sem með þeim voru í för á síðum
DV. M.a. kom í ljós að skömmu eftir
að meðiimunum níu var vísað frá ís-
landi upplýsti lögreglan í Noregi um
smygl á tíu kflóum af hassi sem þeir
tengdust. Fréttir birtust af Jóni
Trausta Lútherssyni og öðrum Fáfn-
ismönnum sem endaði með óvæntri
heimsókn þeirra á ritstjórn DV. Þeir
sögðust vera mættir til að ræða
myndbirtingar við ritstjóra blaðsins,
en heimsóknin endaði með því að
fréttastjóri var tekinn kverkataki.
Dæmin hér að ofan eru aðeins
brot af þeim málum þar sem DVhef-
ur þorað að taka af skarið og fjalla
um málin af fullum þunga.
■ iö. aesemoer
og fólk sem hafði reynslu afþeim þersónulega svo eitthvað sé nefnt.