Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ2005 Helgarblað DV Sigríður Harðardóttir og Magnús Magnússon áttu sér þann draum að flytja í sveit með hrossin sín. Fyrir réttu ári bauðst þeim jörð og þá var að hrökkva eða stökkva. Þau stukku og búa nú að Hallanda, skammt fyrir aust- an Selfoss. Kostina við að búa í sveit- inni segja þau ótvíræða þrátt fyrir að þau sæki vinnu daglega til borgarinnar. „Við höfum ekki eitt augnablik séð eftir að hafa flutt í sveitina. Kostirnir vega svo miklu þyngra. Eini ókosturinn er aksturinn í vinnu," segir Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri á Landspítala Kópavogi. Sigríður og maður hennar Magnús Magnússon hafa búið öll sín búskaparár í Hafnarfirði. Fyrir réttu ári keyptu þau jörðina Hallanda skammt fyrir austan Sel- foss, settu íbúðina sína á sölu og fluttu austur. „Drauminn um að flytja í sveit höfðum við lengi alið með okkur. í því sá ég möguleikann á að samræma sumarbústað, hesta- mennskuna og heimilið. Það kom ekki annað til greina en búa það nærri höfuðborginni að við gætum sótt vinnu. Þegar við fréttum síðan af þessari jörð til sölu hugsuðum við okkur ekki lengi um og stukkum á tækifærið," segir Sigrfður. Allar frístundir í hrossin Hún bætir við að þau hafi hvort eð er verið allar helgar fyrir austan þar sem hestarnir hafi verið í haga- beit. „í hvert sinn sem við þurftum að fara heim leiddist okkur að yfir- gefa sveitina og hugsuðum með okkur hvað það væri nú æðislegt að búa bara í kyrrðinni," útskýrir hún en þau Sigríður og Magnús eru mik- ið hestafólk og allar þeirra frístundir hafa'í gegnum árin verið helgaðar hrossunum. íbúðarhúsið á Hallanda var tví- skipt parhús en hinn endann keypti kona sem flutti um svipað leyti og þau. Hún undi hins vegar ekki í sveitinni og flutti burtu fyrir haust- ið. Aftur gripu þau Sigríður og Magnús tækifærið og keyptu henn- ar hluta. „Við höfðum ekki neitt að gera með þann hluta. Okkar hluti hússins var meira en nógu stór fyrir okkur tvö. Ég var á hinn bóginn smeyk við þá nágranna sem við fengjum og tók ekki þá áhættu," segir Sigríður hlæjandi og bætir við að vissulega hefði það getað orðið besta fólk. „Ég sá möguleika á hvernig ég gæti notað viðbótarpláss og við hefðum líka séð eftir því að láta tækifærið ganga okkur úr greip- um," bendir hún á. Lítið, sætt og notalegt gisti- heimili í vetur hefur Sigríður sem er þekkt fyrir atorkusemi látið hendur standa firam úr ermum og hefur inn- réttað og komið á fót gistiaðstöðu fyrir allt að átta manns í þeim enda sem þau keyptu síðar. „Já, mér fannst tilvalið að reka í endanum h'tið, sætt og notalegt gisti- heimili. Það er fyrst og fremst heim- Uislegt en þar em þrjú svefnherbergi, bað, stór stofa og eldhús. Ég hef hugsað mér að leigja þetta út til hópa en ekki eitt óg eitt herbergi," segir hún og bendir á að þetta sé tilvalið fyrir fjölskyldur sem vilji koma að veiða, fara á hestbak og njóta sveita- sælunnar í rólegheitum. „Þessi aðstaða ætti einnig að geta komið stórum hópum að notum því við húsið er góð aðstaða fyrir tjald- vagna og tjaldstæði auk þess sem stór pailur er við húsið með heitum Afslöppuð og ánægð í sveitinni Sigríður furðar sig mestdað hafa ekki komið sérf sveitina fyrir iöngu. potti," segir hún og bendir á að að- staðan í kringum húsið sé tilvalin fyrir ættarmót. Vakna snemma og tygja sig til vinnu Þau hjón ætla að vinna áfram en gistiheimilið verður aukabúgrein hjá þeim. „Við sjáum bara til hvern- ig þetta gengur. Ef ég sé ffarn á að anna ekki eftirspurn má vel vera að ég hugsi minn gang upp á nýtt,“ seg- ir hjúkrunarfræðingurinn brosandi. Þetta ár sem þau Sigríður og Magnús hafa búið fyrir austan og sótt vinnu á hverjum degi til borgar- innar, hafa þau einu sinni verið veð- urteppt. Hún bendir á að veturinn hafi verið einkar slæmur en ólíklegt sé að þeir verði tveir slæmir í röð. „Ég hef enga trú á að svo verði. Þetta er ekki svo langt en við vöknum upp úr sex á morgnana og gefum okkur rúman tíma. Vanalega leggjum við af stað um áttaleytið en Magnús vinnur á Höfðanum en við erum rétt um háifa klukkustund þangað. Mesti tíminn fer í akstur innanbæjar en, umferðin er oft þung í Reykjavík á morgnana," segir hún en þau eru bæði mætt fyrir klukkan átta í vinnu. Sigríður vinnur til fjögur en Magnús til fimm. Klukkustundina notar hún til að fara í ræktina en síðan sækir hún bóndann og brun- að er aftur austur. „Á leiðinni kaup- um við í matinn en ég er alltaf óskaplega fegin þegar við erum komin heim í kyrrðina í sveitinni," segir Sigríður sem finnur betur en áður fyrir Iátunum og stressinu í borginni. „Helgarnar eru síðan yndislegar," bætir hún við og ljóm- ar í framan. Heimakær með hrossin í tún- inu „Það er ýmislegt á sig leggjandi fyrir þau forréttindi að búa í sveit- inni. Eini ókosturinn er aksturinn en ég get ekki sagt að við eyðum meira bensíni en þegar við bjugg- um í Hafnarfirði. Þá var maður alltaf að skreppa eitthvert og við fórum náttúrulega á hverju kvöldi í hesthúsið og um helgar austur þar sem hrossin voru £ hagabeit. Nú höfum við þetta allt í túninu hjá okkur og erum svo afslöppuð og ánægð að við nennum ekki að hreyfa okkur. Og vanalega drífum við okkur beint heim og erum óþreyjufull að komast af stað," seg- ir hún hlæjandi, hristir höfuðið og bætir við að hún sé mest hissa á að hafa ekki löngu fyrr komið sér í burtu úr borginni. Sigríður segist líklega hafa verið að bíða eftir að synir þeirra færu að heiman. „Nú erum við bara tvö en þeir koma í heimsókn og það er alltaf jafii gaman að fá þá. Hér á Hallanda unum við okkur í framtíðinni. Fólkið í sveitinni er einkar þægilegt en við erum búin að fara á þorrablót og auðvitað gengum við strax í liesta- mannafélagið," segir hún og leggur áherslu á að þetta síðasta ár hafi ver- ið ótrúlega gott. „Ég gæti ekki hugsað mér að flytja til baka og ég hef aldrei svo mikið sem augnablik séð eftir þessu. Ekki einu sinni á leiðinni í vinnu í kulda og myrkri. Það eru smámunir miðað við allt sem sveitin gefur með náttúruna allt í kring." bergljot@dv.is Sætt og notalegt gistiheimili í öðrum endanum Sigríður hefurlátið hendur standa fram úr ermum við að út- búa gistiaðstööu I öðrum enda íbúðar- hússins. Þar geta alltað átta manns gist i uppbúnum rúmum, þar er stofa og eid- hús en auk þess aðstaða fyrir tjaldvagna, tjaldstæöi, sólpal/ur og heitur pottur. fllsæl:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.