Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ2005 Lesendur DV Sex daga stríðinu lauk Þennan dag, árið 1967, lauk hinu svokallaða sex daga stríði milli ísra- els og Palestínu. Það hófst 6. júní árið 1967 með árás ísraelsmanna á nágrannaþjóðir sínar, en mikil spenna hafði ríkt á milli þeirra. Árás- in var til komin vegna ítrekaðra hót- ana frá Egyptum og Sýrlendingum. Stríðið var mikill sigur fyrir ísraela, en mannfall þeirra var ekki mikið. Talið er að mannfall í stríðinu hafi verið innan við þúsund manns, en arabaríkin misstu um 25 þúsund manns. Land Palestínumanna var hertekið af ísraelum í stríðinu og var það Gazasvæðið og Jórdaná vestan- megin. Mikil spenna hefur nánast alla tíð síðan ríkt milli ísraels og ná- grannaþjóða þeirra, en ísraelar nutu alþjóðlegs stuðning til árásinnar. Landtakan var mikill missir fyrir Palestínumenn, en þeim hafði verið úthlutað rúmlega helmingi af land- svæði Palestínu af Sameinuðu þjóð- unum, tuttugu árum áður. Ástand þjóðanna í dag er litlu skárra en á tímum sex daga stríðsins. ísraels- menn halda enn herteknum svæð- um sínum, þrátt fyrir ítrekaða gagn- rýni frá þjóðum víðast hvar úr heim- inum. Alþjóðlegar kröfur og tilskip- anir hafa verið lagðar fram en lítið virðist getað haggað ísraelsmönn- um. Úr bloggheimum X'ian? „Ég fór I kínverskt nudd ígær meö þeim Valgeiri og Stein- grimi. Það var sérstakt að leyfa smávöxnum kinverja að ganga á bakinu á sér, lemja fast á lappirnar og toga loks I fingurna svo fast að það small í þeim. Menn voru ekki sammá/a um gæði þjónustunnar, en ég var svona ágætlega sáttur með þessa llfsreynslu, er hinsvegar ekki viss um að ég geri þetta að vikulegri rútínu, liklegast að- eins ofdýrt til þess..." Jón Bjarki Magnússon. www.jonbjarki.blogspot.com — Þú sem veist allt! „Þú sem veist allt, hvar er Oddi spurði maðurinn sem bankaði á gluggann hjá mér á bllastæÖinu beintfyrir framan Odda ímorgun. Þetta minnti mig óþægilega mikið á fyrsta skóladaginn minn... say no more Ég vildi hins vegar að ég hefði vitað meira þegar ég fórog keypti bremsudiskana hjá Bílanaust I dag. Ég leit út eins og staðal- týpan sem menn setja upp afkonum þeg- ar talað er um bíla. Ég vissi ekki árgerðina, vélarstærðina né biinúmerið (skeikaði reyndar bara um eina tölu). ÚFF! mikið var gott að geta hringt I Frey og fengið réttar upplýsingar." Auður Lilja. www.kommunan.is/audur Einusinni var „Éfég gæti fariö aftur I tlm- ann.........hefði ég aldrei fengið mér visa kort.... ákveð- inn aðili átti þessa snilldar setningu I kvöld!" CuðnýÞóra Cuðmundsdóttir. www.blog.central.is/gudnythora „Ég verð að hættta... ...aðskrifa um kúk.Aumingja mamma hringdi áðan. Sagðist ekki lengur geta lesið bloggið mitt fyrir dónalegheitum, hvað þá litið framan í annað fólk.„Ég meina mamma og pabbi hans Óla lesa bloggið þittjó- hannes, svo eru linkar út um allt og fullt af fólki sem les þetta og og og.. Mamma var bara orðlaus. Það hefur gerst sirka þrisvar á slðastliðnum þrjátiu árum eða svo. Svo skaut ég þvi inn hvort hún hefði séð son sinn I mogganum?:„Jesús minn Jó- hannes þúmátt ekki skrifa neitt svona dónalegt I blööin...!!! Gvöööööð..!!!„ Neinei mamma min ég skal ekki verða þér til skammar I mogganum. Þú getur ennþá horft framan I fólkið sem les bara prent- miðlana. En því miður, þú veröur vlst að finna þér nýja vinilstaðinn fyrir þá sem lesa netið. Tala nú ekki um efþeir hafa komist I klámóperuna. úff." Jóhannes Þór Skúlason. www.blog.central.is/obsidian Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum liðandi stundar. kelandair er ekki traust fyrirtæki Inga Fríöa skrífar: Mig langaði að tala um Icelandair. Málið er það að ég flaug á milli London Heathrow og Islands í febrúar 2000 og tapaði þá troðfull- um svörtum ruslapoka af ýmsu dóti. Ég þurfti að gefa skýrslu um hvað var í pokanum sem ég geirði. Hann fannst í einhverju landi en aldrei fékk ég pokann né bætur fyrir það sem var í honum. Lesendur Ég flaug síðan á milli Glasgow og íslands 8. maí síðastliðinn og var með það mikinn farangur að ég þurfti að borga 30 þúsund krónur í yfirvigt. Flugfélagið tapaði þrjátíu lítra Samsunite-ferðatösku fyrir mér á því ferðalagi. Ég lét vita af því á flugvellinum og var sagt að hafa samband daginn eftir. Ég hringdi aftur þegar ég kom heim og þá þurfti ég að gefa skýrslu í gegnum símann vegna þess að það var ekki tekin skýrsla af mér uppi á flugvelli eins og átti að gera. Mér var sagt að ég fengi töskuna innan sólar- hrings, ég gaf skýrslu og greinargóða lýsingu á því hvað var í töskunni. Síðan var ég spurð að því hvort ég væri tryggð. Ég hélt það nú því ég hafði keypt miðann með VISA. Ég komst hins vegar að því að þar sem ég er með almennt VISA-kort þá tryggir það ekki farangurinn. Ég lét Icelandair vita og þeir heimtuðu kvittanir fyrir því sem ég hafði keypt í ferðinni. Ég var ekki með þær þar sem ég er ekki vön því að geyma kvittanir þegar ég versla erlendis, en þeir báðu mig að sanna að ég hefði haft peninga út, báðu um yfirlit bæði á debet- og VISA-kortinu. Ég skilaði öllu þessu inn en það kom hins vegar babb í bátinn þegar ég átti að fá tjónið borgað. Þá var sagt við mig að ég væri ekki tryggð, ég hefði ekki tilkynnt á flugvellinum að taskan væri týnd og að það hefði ekki týnst taska á milli Glasgow og íslands í heila mannsævi. Mér leið eins og svikara. Ég sannaði allt sem ég þurfti að sanna en þegar kom að því að borga þá var sagt við mig að ég fengi ekki neitt. Ég tapaði því 180 þúsund krónum en fyrirtækið held- ur áfram að auglýsa sig sem traust fýrirtæki. Ég vil fá það sem þeir týndu árið 2000 og ég vil fá það sem þeir týndu 8. maí, en því miður er ég bara núll í þeirra augum. Ef einhver þekktur hefði verið í minni stöðu þá væru þeir búnir að borga strax. Ég mæli með því að þið snúið viðskiptum ykkar til Iceland Express og séuð ör- ugglega tryggð. í daqr árið 197íTlést stórleikarinn John Wayne eftir erfiða baráttu við lungnakrabba Ráðist inn á Palestínu Flermenn gera sig klára fyrir árásina, sem markaði upphafið að sexdaga stríðinu. Sylvía Dögg Halldórsdóttir spáirí trú, vald, heimsku og heila þvott. Myndlistaneminn segir Ríki og kirkja - úrelt Maður spyr sig nánast daglega hvað sé að gerast í heiminum, ef ekki þrisvar á dag. Nú er það meðal ann- ars hin endalausa fáfræði í Bannaríkj- unum eins og ég kýs að kalla þau. Um 40% segja í skoðunarkönnun sem AP-fféttastofan gerði, að trúarleið- togar eigi að reyna að hafa áhrif á þá sem fara með valdið! Með öðmm orðum, að ríki og kirkja eigi að hald- ast í hendur. Ég er ekki viss hvar fólk byrjar að trúa. Ekki trúir fólk á sjálft sig, virðist vera, sem er engu nema hræðsluáróðri Bannaríkjaforseta að kenna, segi ég, svo við gleymum ekki hinum heilaga boðskap sem kennir okkur að við brennum í helvíti ef við ekki fylgjum vegi Guðs. Því er öllu einfaldara fyrir einfeldinginn að setja örlög sín í hendur himnaföður. Hinn almenni Bandaríkjamaður segir trúna sér mjög mikilvæga og að- eins sorgleg tvö prósent trúa ekki á Guð! Ég veit ekki hvar ég fór á mis við heilaþvottinn, eða fékk sjálfstraust til að trúa á eingöngu á sjálfa mig og móður náttúm. En þetta virðist vera svipað og í gamla daga - taktu trúna eða sverðið - miðað við geðveikina sem er við fýði í heiminum daglega úti um allt finnst mér ekki skrítið, svo sem, að fólkhugsi sig tvisvar um áður en það afneitar hinni svörtu metsölu- bók allra tíma með reglum lífsins. Þó það væri ekki nema til vonar og vara að vera „trúaður". Ríki og kirkja mega ekki haldast í hendur því kirkjan endurspeglar ekki nútímann, hvað þá nútímamanninn! Úrelt? Já! Eina hlutabréfið er í menningararfleifð Jónasar Hallgrímssonar „Nú hvað, er það ekki mikill heiður?" segir BCristinn H. Gunnars- son þingmaður Framsóknarflokks- ins þegar DV tilkynnti honum að hann hefði verið valinn maður dags- ins. „Við þingmennirnir erum að sumu leyti komnir í sumarstörf og menn í hinum og þessum verkum út um allar grundir. Við höfum líka verið að tala um málefnin í okkar hópi og ég vonast til að með haustinu sjái þess merki í samstillt- um og ákveðnum málefnaáherslum. Nú var ég að koma af stjómar- fundi hjá Tryggingastofiiun Ríkisins en við vomm á löngum fundi í morgun. í dag liggur leiðin norður á Akureyri þar sem ég verð viðstaddur brautskráningu stúdenta frá Há- skólanum á Akureyri á laugardag, og á sunnudag er áformað að vera á Hrauni í Öxnadal, þar sem Jónas Hallgrímsson fæddist. Þar ætía að hittast hluthafar í hlutafélaginu Þetta er eina hluta- bréfið sem ég á, og eini arðurinn sem ég tek er tengdur menn- ingu. Hrauni í öxnadal efh. sem er hluta- félag um minningu og arfleifð Jónasar, svona menningartengt fé- lag. Þetta er eina hlutabréfið sem ég á, og eini arðurinn sem ég tek er tengdur menningu. Það má segja að þarna sé manngildið ofar auðgildi. Þetta er hlutafélag sem gengur ekki út á gróða, heldur það að eiga jörð- ina Hraun í Öxnadal Hallgrímssonar. Ég held að það sé ekkert ákveðið þak á fjölda hluta- bréfa í þessu félagi og ef einhvern langar að kaupa í því held ég að það sé öllum opið. Næsta verkefni er að flytja, en við hjónin vomm að kaupa hús í Bol- ungavík af fýrrverandi alþingis- manni Karvel Pálmasyni. Við emm aðeins byrjuð að pakka niður bú- slóðinni og mála nýja húsið og gera fínt í kringum okkur þar áður en við flytjum inn. Ætíi maður reyni ekki að fara svo að vinna í nýja garðinum og ganga á fjöll, það er allaf vinsælt og svo kannski situr maður lappirn- ar upp í loft á kvöldin til að fá smáhvíld." Kristínn H. Gunnarsson nennti ekki að svara ásökunum flokkssystur lofti minn- tngu Jónasar um að hrakfarir Framsóknarflokksins væru sér að kenna. Kristinn hefur verið umdeildur innan floktelns vinsældir Kristins hafa aldrei verið meiri hjá almennumflokksféog- i, þótt hann sé ekki alltaf vel liðinn innan þlngflokksins. Kristinn er ’ * „ / •__' am • Cilfri Fnik. Framsóknarmaður ársins á hrifla.is og f Sllfri Egils.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.