Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Page 13
UV Fréttir LAUGARDACUR 18.JÚNÍ2005 13 iffSP í felum fyrir vandamálinu Þegar mál eins og þetta kemur upp í fallegu í]öl- skylduhverfi í Reykjavík myndi maður fyrirfram bú- ast við því að skóli, kirkja og foreldrar myndu sam- einast um aðgerðir tii að reyna að leysa vandamálið á sem farsælastan hátt og möguleiki er í svona máli. í þessu tilviki virðast þessir aðilar þó loka augunum fyrir vandamálinu. Formaður foreldrafé- lagsins í skólanum í hverfinu skellti til að mynda á blaðamann DV rétt áður en hún hreytti út úr sér að hún vildi ekki tala um þetta mál. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir náðist ekki í hana aftur. Skólastjórinn í skólanum gat ekki heldur gefið sér tíma til að ræða við blaðamann þar sem hann var að mála. Prestur- inn í hverfinu var einnig á hraðferð, en virtist ekki kannast við málið. Það virðist því vera að í stað þess að horfast í augu við vandamálið loki þetta fólk frekar augunum og voni að vandamálið hverfi. Ekki öll kurl komin til grafar „Ég lét vita af grun um misnotkun á dóttur minni fyrir fimm árum. Þá komst ég að því að hann hafði tekið hana og klætt úr öllum fötum og rassskellt tveimur árum áður," segir móðir tveggja stúlkna sem nú eru til meðferðar í Barnahúsi vegna meintrar mis- notkunar af hálfu barnaníðingsins í Smáíbúðahverf- inu. Móðirin segir að dætur hennar tvær sem nú eru tíu og sautján ára gamlar hafi verið vinkonur dætra níðingsins enda búið í sömu götu og sótt sama skóla. „Ég hafði ekkert f höndunum sem ég gat byggt kæru á, en eftir þetta fengu dætur mínar ekki að fara heim til mannsins nema undir eftirliti. Þær sýndu heldur ekki áhuga á að fara þangað og áður en ég vissi nokk- uð þótti mér það einkennilegt," segir móðirin. Þegar myndir af annarri döttur hennar fundust í tölvu mannsins beið hún ekki boðanna og kærði níðing- inn. Móðirin segist hafa rætt við fleiri mæöur í göt- unni og að grunur leiki á að fleiri börn hafi orðið fyrir misnotkun af hálfu mannsins. „Það er ótrúlegt að hann skuli getað gengið inn á heimili sitt aftur eins og ekkert hafi í skorist. Dætur mínar þurfa að búa við að hann sé í næsta húsi og geta alltaf átt von á að rekast á kvalara sinn. Enn furðulegra er að á heimili hans eru dætur hans, alveg óvarðar. Það er staðreynd að ef hann hefur misnotað önnur börn þá eru meiri líkur en minni á því að hans eigin dætur hafi orðið fyrir misnotkun líka. Mér finnst Barnaverndamefnd ekki hafa staðið sig í stykkinu í þessu máli og get ekki séð að hún hafi hagsmuni barnanna í fyrirrúmi." Konan segir að nú gangi barnaníðingurinn um og horfi beint í augu annarra foreldra í götunni eins og ekkert hafi í skorist. Það megi heita mikil ósvífni enda hafi hann viðurkennt brot sín. „Hver getur sagt að hann haldi ekki áfram að misnota börn og þrátt fyrir að foreldrar í götunni hafi rætt við böm sín og varað við honum? Auk þess sem bamanna sé sérstaklega gætt. Það er óverjandi að hafa manninn í næsta húsi á meðan dætur mínar eru í meðferð hjá sálfræðingi og viðtölum í Barnahúsi," segir þessi móðir, sem ótt- ast mjög að ekki séu öll kurl til grafar komin í þessu skelfilega máli í Smáíbúðahverfinu. I Fjölskylduhverfi Smá- I búðahverfið virðist við fyrstu I sín vera fullkominn staður til I að ala upp börn. En undan- I farin ár hafa börn og foreldr- I ar lifað ístöðugum ótta við I barnaníðing sem býr í hverf- I inu. Þrátt fyrir fjórar kærur I gengur maðurinn enn laus. ? ■ 1 Barnaníðingur Misnotaði fjórar stúlkur og var með tugi barnaklámmynda I tölvunni smmAö sögn ibúa gengur hann glottandi um hver ið og skelfir börn og foreldra. Myndin er gerð óskyrð I til að vernda hagsmuni þolenda hans. FB M I ■ ■ ~T Móðirín sem féllst á að koma í viðtal í DV er ekki nafngreind vegna hagsmuna fórnaríambsins. Nánar er fjallað um stefnu blaðsins í leiðaranum á síðu 2. Uppboð á óskilahrossi Uppboð á óskilahrossi fer fram lau- gardaginn 25. júní 2005 kl. 12:30 við hes- thús hjá Stekkjarhól í Nesjum. Um er að ræða ómarkaða tveggja til þriggja vetra hryssu, og án allra auðkenna og örmerkja. Sýslumaðurinn á Höfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.