Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 18. JÚNl2005 Helgarblað DV Blaðamaður DV hitti Jamie Koufman á Hótel Nordica. Yfir morgunverði lýsti Dr. Jamie Koufman baráttunni við sjálfan sig. Hann fæddist sem strákur sem vissi alltaf að hann væri stelpa. Fyrir íjórum árum lagðist hann undir hnífinn og byrjaði fjögurra ára strembið ferli. í dag lifir hún hamingjusömu lífi. Hún hefur loksins fengið að vera hún sjálf. Stelpan sem hún vissi alltaf að hún væri. ■ /,' Jamie Koufman Erstödd á Islandi vegna norræns „ háls-, nef- og eyrnaþings „Fyrir þá karlmenn sem ekki skilja þetta, þá krefst það meira hugrekkis að gangast undir svona pínlega aðgerð en nokkur maður gæti hugsað sér. Að klífa Mt. Everest og að komast á tunglið er eins og tjaldútilega í samanburði við það sem ég hef gengið í gegnum," er það fyrsta sem Jamie Koufman segir við blaðamann DV yfir morgunverði á Nordica. En Dr. Jamie Koufman er stödd hér á landi við norrænt þing háls-, nef- og eyrnalækna. Fólkið í kringum okkur hlustar með öðru eyranu á Jamie tala, og veit ekki alveg hvemig það á að haga sér. Jamie lætur það eldd á sig fá. „Ef þessum manni eða konu finnst ég furðuleg, til helvítis með þau. Ég er hamingjusöm,“ bætir Jamie við. Jamie Koufman er af rússneskum ættum og ættingjar hennar komu til Boston auralaus með ekkert annað í farteskinu en drauma um betra líf í Bandaríkjunum. Afi hennar var höfuð fjölskyldunnar. Byggingaver- taki án menntunar. Hans heitasta ósk var sú að öll börnin í fjölskyld- unni menntuðu sig. Var giftur í 17ár Frá fimm ára aldri byrjaði Jamie að máta kjóla móður sinnar ásamt vinkonu sinni. „Vá, var það fyrsta sem kom út úr mér þegar ég mátaði kjól af mömmu. Mamma tuskaði mig alltaf til þegar hún fann í mig í kjólum af henni. Þegar ég var átta ára var þetta orðið mjög alvarlegt vandamál. Mér var bannað að eiga vinkonur. Ég byrjaði að leika stráka- hlutverkið og ég gerði það mjög vel,“ segir Jamie. Hann missti fjölskyld- una sfna ungttr og flutti til frænku sinnar og ffænda á táningsárunum. f felum stundaði hann hommaböð- in og segir að hann hafi fengið lífs- tíðarfélagsaðild. „Ég var eldheitur Faxafióahafnir Associated Grundartangi : útboð_______________________ Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í stálþil og stagefni fyrir endurbyggingu hafnarbakka í Vesturhöfn. Útboð efnisins var auglýst á Evópska efnahagssvæðinu þann 25. maí sl., merkt FAX0105. Útboðið nefnist: Vesturhöfnin, Reykjavík Harbour Steel Sheet Piling and Anchorage Material Áætlað magn efnis er: Stálþil: 4000 tonn Stagefni: 500 tonn Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Hönnunar að Grensásvegi 1, frá og með þriðjudeginum 21. júní n.k. á 3000 kr hvert eintak. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. júlí, n.k. kl 10:00. HÖNNUN þá,“ segir Jamie og hlær og bætir við: „í menntaskóla deitaði ég aðalklappstýruna. Innst inni langaði mig að vera hún.“ Víetnamstríðið skall á og Jamie ákvað að leggja stund á læknisfræði. Bandarísk yfirvöld gerðu undan- þágu gegn herskyldu ef nemendur lögðu stund á læknisfræði. „Ég byrj- aði í læknisfræði. Ég kynntist konu. Gifti mig og var giftur í 17 ár. Okkur kom aldrei vel saman. Við rifumst mikið, en ég fór ekki frá henni vegna bamanna," segir Jamie. Koufman-fjölskyldan flutti til Norður-Karólínu 1986. Koufrnan varð framsækinn og fjölliæfur lækn- ir og opnaði fyrstu miðstöð tileink- aða raddböndum í Bandaríkjunum þar sem hann hjálpar fólki alls stað- ar að úr heiminum. Hann kynnti einnig vélindabakflæði fyrir lækna- stéttinni 1983. Lét laga fæðingagalla Hjónabandið gekk ekki og Jamie sótti um skilnað. Hann hafði verið fyrri eiginkonu sinni ótrúr með karl- mönnum. Ári seinna gifti Jamie sig aftur. Hann hafði fundið sálufélaga sinn í Mörshu, sem var læknaritarinn hans á þeim tíma. Marsha átti tvö ung böm úr fyrra sambandi. „Ég ætt- leiddi þau. Við vomm hamingjusöm fjölskylda. Við áttum stórt og fallegt hús. Ég sá fyrir henni. Ég var 35 ára prófessor og læknir. Þetta var full- komið líf. En það ólgaði inn í mér eins og eldfjall. Ég var alltaf á netinu að stunda netkynh'f. Ég hugsaði með mér: „Þetta gengur ekki upp svona.“ Ég sagði konunni minni að ég væri hommi. Ég hellti mér út í þann heim, en það var ekki.fyrir mig. Ég var klæðskiptingur um tíma, nema í vinnunni. Þegar vinnutímanum lauk var ég alltaf í kvenmannsföt- um,“ segir Jamie. Hann leitaði lengi að sjálfum sér og í gegnum netið fann hann grein um diethylstilbestrol (DES), sem eru lyf gefin af læknum frá árunum 1938 til 1979 til að auka estrógenmagnið í konum sem misst höfðu fóstur. Móðir Jamie hafði einmitt tekið þessi lyf og segir Jamie þau vera orsök þess að hann sé kynskipting- ur. Hægt er að finna margar rann- sóknir um DES á vefsíðu „Center for disease control" og tengsl þess við kynskiptinga. „Ég vissi að mig lang- aði að vera kvenmaður. Ég var búinn að komast að því að ég væri kyn- skiptingur. Þá spurði ég sjálfan mig hvað ég ætti að gera í málunum. Ég byrjaði að lesa mig til, tala við kyn- skiptinga og ég ákvað að taka það skref að verða kona það sem eftir er í fótbolta Jamie tók þátt I öllum Iþróttum i menntaskóla. Fyrirsaeta Jamie pósaði oft fyrir myndavélina á sln- umyngri árum. Massaður Jamie Fyrir aðgerð ! Svona leitJamie var body-builderá i — slnumtíma. ? ut fynr aðgerðma. BK I Klæðskiptingur Jamie dressaði sig uppsemklæð- skiptingur viö hvert tækifæri. Ballettdansari Hættil ballett vegna meiðsla. Fannst æðislegt að vera " fþröngu buxunum. án þess að skammast mín fyrir það,“ segir Jamie með tárin í augunum. „Þegar fólk spyr mig hvort ég hafi verið karlmaður, segi ég alltaf nei. Ég hef alltaf verið kona. Ég beið bara of lengi með að láta laga fæðingargall- ana,“ segir Jamie og þurrkar tárin. Skipti um heima Fyrir fjórum árum byrjaði hún í hórmónameðferð. Svo byrjaði hún í andlitsaðgerðum. „Þegar ég horfi til baka var þetta það pínlegasta og sársaukafyllsta reynsla sem sem ég hef nokkurn tímann upplifað. ímyndaðu þér að láta rífa allar negl- urnar af þér á nokkrum klukkutím- um til þess að setja þær aftur á og rífa þær aftur af. Þetta er lífsreynsla sem fólk myndi svipta sig lífi yfir. Þeir brutu öll bein í andlitinu mínu, t.d. kjálkann og nefið og bein í enn- inu. Eftir þá aðgerð gerðist eitthvað innan í mér. Ég vissi að ég myndi aldrei verða sama manneskjan. Ég fór úr karlmannsheiminum yfir í kvenmannsheiminn." Allar tilfinn- ingar Jamie breyttust snögglega. „Sem karlmaður var ég hvass, vondur, hæðinn, krefjandi og til- finningalaus. öll þessi persónu- einkenni hurfu eins og dögg fyrir sólu. í ár þurfti ég að lifa sem kona og fór síðan í lokaaðgerðina þar sem kynfærunum var breytt. Það var ekk- ert mál. Nú er allt á réttum stað,“ segir Jamie og hlær. í dag er Jamie í sambandi með manni. Þau eru hamingjusöm saman. Hana langar til þess að grennast meira og fara niður í 60 kíló. Henni finnst hún ennþá of mössuð. Synir hennar og fjölskylda eru búin að sætta sig við breyting- arnar þótt þær hafi verið erfiðar fyrir þau. „Auðvitað hafa bömin mín misst föður sinn og syrgja hann. En ég eignaðist bamabarn um daginn. Sonur minn og kona hans vom ekki viss hvað barnið ætti að kalla mig. Þá sagði ég í gríni: Hann getur kallað mig „tranny" í staðinn fyrir granny". Þeim fannst það þó ekki fyndið," segir Jamie hlæjandi. „En það em allir sáttir, líka frænkur og frændur. Ég er nánari þeim núna en ég hef nokkurn tím- ann verið." En Jamie tekur það skýrt fram að það sem skiptir hana mestu máli er umræðan um kynjaskiptin. „Börn em alin upp í bleiku eða bláu. Með dúkku eða bolta, í pilsi eða buxum. Ég hef lifað í báðum heim- um. Ég veit hver forréttindi karl- manna em. Stúlkum er kennt að þær þurfi að vera grannar og líta vel út til þess að ganga vel í h'finu. Konur þurfa að hætta að vera svona undir- gefnar og aðþrengdar. Við þurfum að koma saman og taka völdin, sér- staklega í pólitík. Testósterón er hættulegt. Við, konur, erum mála- miðlarar sem þurfum að binda enda á ofbeldi karlmanna í heiminum. Konur þurfa að hætta að labba með- fram mörktmum. Ég kalla þetta samúðarfullan femínisma," segir Jamie. Jamie Koufman hefur gefið út heimildarmynd um breytingu sína sem kallast „In Broad Dayhght" og er hún í þann mimd að klára bók um kynskiptinga. Jamie býr í Winson- Salem í Norður-Karólínu þar sem hún vinnur og kennir. „Ég hef eign- ast fleiri vini á síðustu þremur árum en ég hef gert alla mína ævi. Ég er betri læknir og betri hlustandi. Þetta er ekki hfsstfll. Þetta er ég. Það er fullt af fólki sem skilur þetta ekki en ég er orðin heil núna. Það er eitt- hvað sem margir geta látið sig dreyma um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.