Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Page 27
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 27
Elín Hermannsdóttir fann til fæð-
ingarþunglynidis skömmu eftir
fæðingu Best leið henni í rúminu með
breitt upp fyrir höfuð. Hún gat ekki talað
við neinn þvl hún skammaðist sln, þvl
nýbakaðri móður átti að llða vel og vera
hamingjusöm. Lykillinn varað viður-
kenna vandann og hætta að loka sig af.
Heim kom Elín með góð áform í
huga. „Það var mikill léttir að geta
talað um þetta við einhvem. Þegar
ég var búin að segja fólkinu mínu og
manninum hvemig mér virkilega
leið var eins og af mér væri tekinn
níðþungur baggi. Yfirbragð mitt létt-
ist og við það að taka ákvörðun um
að vinna í að bæta b'ðan mína var
helmingur vandans horfinn," segir
Elín og leggur áherslu á að þetta hafi
ekki allt komið af sjálfu sér. Hún hafi
heilmikið haft fyrir því að ná heilsu.
Fór út á meðal fólks
„Ég byrjaði á að fara út á meðal
fólks en loka mig ekki af. Þá tók ég á
til að vakna snemma á morgnana og
vinna verkin í stað þess að láta allt
bíða. Það bætti síðan bðan mín mik-
ið þegar ég var ánægð með sjálfa mig.
Fólkið mitt tók þátt í þessu með mér
og hvatti mig og stóð með mér.
Ég fór að heimsækja afa og ömmu
sem eru mikið heima, fór í kirkjuna á
mömmumorgna og blandaði geði við
aðrar mæður. Maðurinn minn hvatti
mig líka og stóð með mér og allt þetta
varð til að ég náði mér upp úr þessu
þunglyndi sem var að fara með mig
og hefði getað endað með því að
verða slæmt viðureignar og jafnvel
varanlegt," segir hún ánægð með
hvað áunnist hefur.
Ekki til að skammast sín fyrir
Geðlæknirinn var áfram í sam-
bandi við Elínu og studdi hana. „Ég
gat abtaf hringt og hún fylgdist með
mér. Það var mjög gott að fá hjá
henni uppörvun og staðfestingu á
að ég væri á réttri leið. Með tíman-
um náði ég tökum á skömminni og
veit núna að þetta er ekki neitt til að
skammast sín fyrir. Þetta getur hent
allar konur, líka mig, en það var
einmitt það sem ég hugsaði: Þetta
kemur ekki fyrir mig.“
Elín segist abtaf verða að gæta sín
að detta ekki niður aftur. Stundum
komi dagar sem séu erfiðari en aðrir
en fyrst og síðast verði hún sjálf að
vinna að bættri heUsu. Það geri það
enginn fyrir hana.
„Ég get átt við þetta að stríða eitt-
hvað áfiram en nú veit ég hvemig ég á
að taka á þessu og vinna mig frá
þunglyndinu. Ég valdi þessa leið en
ég hefði auðveldlega getað tekið lyf.
Það hefði kannski gert mér þetta auð-
veldara en á meðan mér gengur vel
svona er ég tilbúin til að leggja þessa
vinnu á sjálfa mig,“ segir hún glað-
lega og tekur fram að hún segi frá
þessu í þeirri von að geta hjálpað
öðrum konum sem eiga við það
sama að etja.
Ánægð með lífið Þeirsem
, - ----------muna
eftir Ingibjörgu úr Tantra-þáttun-
um sjá hversu mun betur hún lltur
út I dag. Sjálf segist hún hafa mun
meira sjálfstraust endahafihún
aðeins verið skugginn afsjálfri sér
þegar henni leið sem verst.
DV-mynd Heiða
get rekið hann í burtu."
Tantra bjargaði sambandinu
Ingibjörg á eldri son frá fyrra
hjónabandi. Sá er í dag 27 ára og
kominn með sína eigin fjölskyldu.
Hún segist aldrei áður hafa uppUfað
svona þunglyndi og fann fyrir engu
þegar eldri sonurinn fæddist.
Eins og margir muna vom Ingi-
björg og eigmmaður hennar áberandi
á tíma þegar þau tóku þátt í fram-
leiðslu á Tantra-sjónvarpsþáttunum
sem vom f umsjón Guðjóns Berg-
mann. Framleiðsla þáttanna fór fram
í kringum 2001 en þá var Ingibjörg
einmitt að byrja að vinna í sínum
málum. Hún segir þættina hafa hjálp-
að sér heilmikið og ekki síst hjálpað
þeim hjónum að vinna í sínum mál-
um og byggja samband sitt upp aftur.
„Þetta var ofsalega góður tími þó
hann hafi verið erfiður líka. Tantra
breytti alveg heimiUslífinu og okkar
sambandi. Við lærðum ákveðna sam-
talstækni og tUeinkuðum okkur hana.
Ég hafði alltaf verið að leita að söku-
dólg og því var þetta stórt skref fyrir
mig. Tantra snýst nefnilega ekki bara
um kynlíf, það er algjör misskilning-
ur, og það er ekkert í þessu sem kall-
ast klám. Þetta snýst eingöngu um
samskipti hjónanna," segir Ingibjörg
ákveðin.
Framtíöin björt
Ingibjörg segist hafa haft stöðugt
samviskubit yfir að hún hugsaði ekki
nógu vel um Utla drenginn sinn. Hún
segist þó ekki hafa verið áhugalaus
gagnvart baminu því hún passaði
upp á að hann vanhagaði ekki um
neitt. „Ég þjáðist af samviskubitinu og
geri enn að vissu leytí. Sálfræðingur-
inn lét mig vinna úr þessu því ég
kenndi mér um hvað hann var seinn
að byrja að tala en í dag veit ég að
veikindi eru engum að kenna.“
LitU drengurinn er nú orðinn 7
ára. Hann hefur verið í sumarbúðum
síðustu vikuna og Ingibjörg er spennt
að fá hann heim. Hún horfir fram á
bjarta framtíð enda ákveðin í að leyfa
þunglyndinu ekki að ná yfirhöndinni
aftur. „Ég og sonurinn erum á leið tíl
Danmerkur að heimsækja eldri son
minn og fjölskyldu hans en þau eru
nýfluttþangaðút." indiana&dv.is
Þuríður Ósk Elíasdóttir lokaði sig af í heilt ár og þagði við alla
um líðan sína. Fyrir tilviljun fór hún að taka fæðubótarefni og
lifnaði við að nýju eins og blóm að vori. Síðan hefur allt geng-
ið henni í haginn og hún finnur ekki til þunglyndis lengur.
I Þuríður Ósk, hamingjusöm og
ánægð Það stóðst ekki væntingar henn-
ar að verða móðir og hún fann til dep-
urðar,sektarkenndar og skammar. Hún
I kynntist fæðubótarefni og það var lausn-
in fyrir hana. Slðan hefur hún ekki fundið
til þunglyndis eða kviða, hefur aldrei liðið
betur, ein með þriggja ára son sinn.
Liímii rið eins og
tlém sð nri
„Mér leið ofsalega vel á með-
göngunni en nokkrum dögum eftír
að sonur minn fæddist fór ég að
finna fyrir fæðingarþunglyndinu.
Það stóðst alls ekki þær væntingar
sem ég hafði gert mér, að eignast
bamið," segir Þuríður sem á þriggja
ára son og var Uðlega 22 ára gömul
þegar hún eignaðist hann.
Áttaði sig fljótt á hvað var að
Hún segist fljótlega hafa gert sér
grein fyrir að um fæðingarþunglyndi
væri að ræða en ekki haft orð á því
við neinn. „Mér fannst bðan mín
fjarri því sem ég taldi að hún yrði. Ég
skammaðist mín fyrir hvemig mér
leið og beið eftir að þetta ástand
gengi yfir," segir hún og bætir við
sektarkenndin yfir því að finna ekki
til þeirrar miklu gleði sem aUir hafi
talað um að hún ætti að finna, hafi
verið einna verst.
Þuríður segist hafa komið vel út úr
öUum prófum sem lögð vom reglu-
lega fyrir hana í tengslum við fæðing-
una. „Ég vissi nákvæmlega hvemig
ég áttí að svara til að þau kæmu fínt
út. Líklega hef ég svarað spurningun-
um eins og mér áttí að bða en ekki
eins og mér raunverulega leið. En
það var aUs ekki vegna þess að ég
vildi vera óheiðarleg, heldur var það
ómeðvitað," útskýrir hún.
Forðaðist fólk
Þuríður var á þessiun tíma í sam-
búð. Kærastinn hennar vann mikið
og tók ekki eftír neinu. Hún segist
hafa forðast að vera innan um fólk
og þótt best að vera ein heima með
drenginn. Henni þóttí erfitt að vinna
heimiUsverkin en hún lagði áherslu
á að hafa abt sem viðkom drengnum
ílagi.
„Foreldrar mínir bjuggu útí á
landi og áttuðu sig ekki á hvað var að
gerast og ég ræddi ekki bðan mína
við vinkonur mínar. Þetta fyrsta ár
gerði ég btíð fyrir sjálfa mig og dratt-
aðist áfram. Hlakkaði ekki til neins
og gerði ekki meira en ég komst af
með að gera. Enginn sagði neitt við
mig eða minntist á að ég þyrftí að
gera eitthvað fyrir sjálfa mig."
Sonurinn var orðinn rúmlega
ársgamaU þegar æskuvinkona Þur-
íðar bauð henni á Herbalife-kynn-
ingarfund. Hún var ekki búin að sitja
fundinn lengi þegar hún áttaði sig á
að það sem þar væri á boðstólum
væri einmitt það sem hún þyrftí. „Ég
keyptí strax á þessum fundi það sem
ég þurftí tíl að létta mig og eins tU að
vinna á depurð. Ég var ekki búin að
taka það lengi þegar ég fann árang-
urinn. Líklega ekki nema nokkra
daga," segir hún ánægð og hrifin.
Fæðubótarefni breytti öllu
Frá þessum degi í byrjun árs 2003
hefur líf Þuríðar tekið mUdum
stakkaskiptum. Hún sleit skömmu
síðar sambandi við barnsföður sinn.
Vorið var í nánd og hún Ufnaði öU
við.
„Eftír nokkrar vikur hafði ég
misst átta kíló og útíit mitt var aUt
annað. Þá fóru vinkonur mínar og
ættingjar að tala um breytinguna á
mér. Eg heyrði hvað fólki hafði fund-
ist þetta fyrsta ár, en enginn hafði á
orði við mig þá að kannski væri ekki
aUt í lagi. Utlit mitt gjörbreyttist, ég
var ánægð og brosandi, leit miklu
betur út og var farin að hugsa betur
um mig. Ég get líkt þessu við blóm
sem legið hafði í dvala en verið tekið
og fært í birtuna og vökvað. Það fór
að blómstra. Þannig leið mér," út-
skýrir Þuríður glöð og ánægð með
heUsu sfna og bðan þessa dagana.
Aldrei liðið betur
Henni hefur aldrei bðið betur,
,Ég var ekki búin að
taka það lengi þegar
ég fann árangurinn.
Líklega ekki nema
nokkra daga
segist hlakka tU hvers dags og bða
ótrúlega vel. í vor keyptí hún sér
íbúð, vinnur aUan daginn og notar
tímann á kvöldin tíl að annast við-
skiptavini sína sem kaupa hjá henni
sama fæðubótarefnið og hjálpaði
henni. „Mér finnst æðislegt að ráða
mér sjálf og vera ein með syni mín-
um. Við höfum það eins og best
verður á kosið," segir Þuríður ljóm-
andi af hreystí.
Þau ráð sem hún getur gefið öðr-
um sem eiga við fæðingarþunglyndi
að stríða er að loka sig ekki af með
vandann. Tala um bðanina við ljós-
mæðurnar og aðra sem hægt er að
treysta. „Fæðingarþunglyndi er ekki
tU að skammast sfn fyrir. Væntíngar
manns tU fæðingarinnar og btla
bamsins standast ekki aUtaf það
sem maður hefur heyrt. Konur upp-
lifa þessa hluti ekki endUega aUar á
sama hátt. Það er engin ástæða tíl að
hafa sektarkennd þó að manni líði
ekki eins og hinum. Og konur eiga
ekki að skammast sín. Taka á vand-
anum strax. Ég veit ekki hvar ég
hefði endað ef ég hefði ekki einmitt
á þessum tímapunktí kynnst þessu
bætiefni og náð heUsu á ný," segir
Þuríður sem er nú 26 ára, sjálfri sér
næg og hamingjusöm.
Frægar með fæðingarþunglyndi
Sadie Frost, fyrrverandi eiginkona leikararns Judes Law, þjáðist af
fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist eitt barna sinna. Hún
vann sig frá þvl og er heil heilsu nú.
Brooke Shields þjáðist afslæmu fæðingarþung-
lyndi í kjölfar fæðingar dóttur hennar og Rowans
árið 2003. Hún íhugaðijafnvel sjálfsmorð. Leikkon-
an segir frá þessu I bókinni Down Came The Rain: My
Journey Through Postpartum Depression. Hún er tæplega fertug
að aldri nú og hefur lýst þviyfir að hún vilji eignast fleiri börn.
Natasha Hamilton, einn meðlima breska stelpna-
bandsins Atomic Kitten, þjáðist affæðingarþunglyndi eftir aö hún
eignaöistson sinn Josh fyrir fáum misserum. Hún sagði það hafa
lýst sér í grátköstum auk þess sem allt hafi farið i taugarnar á
henni en hún hefureinnig átt við átröskun að stríða.
Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir sagði frá þvi í við-
tali hér ÍDVÍ fyrra að hún hefði verið þjökuð affæðingar-
þunglyndi eftir barnsburð fyrir nokkrum árum. Hún eignaðist þá
stúlku sem fæddist með mjög sjaldgæfan sjúkdóm, auk þess sem
faðir hennar lést um svipað leyti. Ólafía náði sér afþunglyndinu og
segir að það hafí styrkt sig frekar en hitt.