Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 3

Freyr - 01.05.1949, Blaðsíða 3
Frá Ræktunarfélagi Norðurlands Rúmlega 20 ár voru liSin frá stofnun Ræktunarfélags Norðurlands þegar Ólafur Jónsson, tilraunastjóri, og framkvæmdastj. félagsins kom þangað. Ólafur hafði naumast lokið prófi í al- mennum búfræðum við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, er hann var ráðinn starfsmaður Ræktunarfélagsins, árið 1924. Á fyrstu árum Ræktunarfélagsins voru miklar athafnir þar svo orð fór af vítt um og var eftirtekt veitt, en árin áður en Ólaf- ur tók þar við stjórn hafði á ýmsu oltið um reksturinn og sumir þættir starfseminnar voru mjög í molum. Aðrir voru ræktir með sóma, sérstaklega garðyrkjan. Þegar Ólafur hóf störf sín hjá félaginu tók hann strax til óspilltra málanna. Fyrst þurfti að reisa fjárhaginn úr þeim vanda, er hann var í staddur og svo að skipuleggja verkefni þau, sem þá þótti viðeigandi að taka til meðferðar. Það mundi allt of mikið mál að rekja í stuttri grein í Frey þó að ekki væri hreyft við nema nokkrum þeirra verkefna, sem til meðferðar hafa verið í Ræktunarfélagi Norðurlands aldarfjórðung þann, sem Ólaf- ur hefir dvalið þarna og stýrt framkvæmd- um. En svo vel vill til, að sitt af hverju er skráð um það, sem þar heíir verið aðhafst og um árangur starfanna má lesa í Ársriti Ræktunarfélagsins, en það hefir komið út reglulega á hverju ári, eða annað hvort ár, eftir því sem ástæður hafa leyft. Galli er það nokkur, að Ársritið er í höndum allt of fárra manna. Ræktunarfélag Norðurlands hefir ætíð verið einskonar „búnaðarsam- band bænda“ á Norðurlandi, meðlimir þess fengu þetta rit og fá það enn, en fáir eru meðlimir þeir, sem búa í öðrum fjórðung- um landsins. Fyrir þá, er óska að kynna sér þann þátt búnaðarsögu okkar, um síðasta aldarfjórð- ung, sem ofinn hefir verið í vefstól Rækt- unarfélagsins, eru ársritin góð heimild, og eiginlega sú bezta sem til er frá þessum hluta landsins, á því sviði er varðar jarð- yrkju og jurtarækt. Strax eftir að Ólafur kom til starfs hjá Ræktunarfélaginu hóf hann undirbúning

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.