Freyr - 01.05.1949, Page 6
150
FREYR
• við 70—80 hestburði af ha við notkun
alhliða áburðar.
En það sem vekur sérstaklega eftir-
tekt í tilraunum þessum, er, að við á-
framhaldandi tilraunir fór wppskeru-
rýrnunin ekki vaxandi á fosfórlausu
reitunum. Ólafur gefur þá skýringu á
þessu merkilega fyrirbæri, að hér sé
líklega nægilegur fosfór í jarðveginum
en hann sé bara svo fast bundinn, að
upplausn hans sé ekki nógu ör til að
fullnægja þörfum jurtanna lengra en
að vissu magni uppskeru, af því að
vaxtarskeiðið er takmarkað. í góðum
(hlýjum) sumrum hefir fosfórskortur
jafnan virzt minni en þegar miður
sumrar og má því álíta, að upplausn
hafi þá verið meiri til jurtanæringar.
3. ífaZí-áburðartilraunir hafa verið gerð-
ar og hefir það sýnt sig, að um skort er
að ræða einkum þegar búfjáráburður
(þvag) hefir ekki verið notað til lengd-
ar á ræktað land. Glögg einkenni kalí-
skorts hafa einkum komið í ljós á
smáragróðri.
Samanburðartilraunir við nýyrkju, hafa
um langt skeið verið verulegur þáttur í
starfseminni.
í því sambandi má nefna græðisléttur —
sáðsléttur, bæði í túni og utan túns um
margra ára skeið, með búfjáráburði eða til-
búnum áburði eingöngu, hvort tveggja, og
með ýmsum víxltilraunum.
Um árangur af þessum fjölþættu tilraun-
um má segja í stuttu máli, að þær hafa
sýnt, undantekningarlaust, yfirburði sáð-
sléttanna, enda er svo komið í Eyjafirði, að
varla dettur nokkrum bónda í hug að rækta
land án þess að í það sé sáð. Að sjálfsögðu
hefir árangurinn af sáðslétturæktinni allt-
af orðið betri í gamalræktuðu landi.
Fyrr og síðar hefir Ölafur Jóns-
son gengið að daglegum störfum, og
mun ckki fjarri sanni, að stundum
hafi orðið að leggja leitina að sann-
leikanum, í tilraunastarfseminni, á
hylluna um stund til þess að gegna
önnum dagsins við húska'pinn.