Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Síða 7

Freyr - 01.05.1949, Síða 7
FREYR 151 Samanburðartilraunir á tiVoúnum áðurði og búfjáráburði hafa leitt í ljós, að afrakst- urinn hefir alltaf orðið talsvert meiri þeg- ar tilbúni áburðurinn var notaður. Um ár- angur af notkun búfjáráburðar má annars segja, að það hefir ætíð sýnt sig að réttast og bezt er að hafa fastan og fljótandi áburð aðskilin og dreifa hvorri tegund fyrir sig. Um dreifingartíma þessara tegunda er þeg- af getið ,og þótt dreift sé á sama árstíma, bæði mykju og þvagi, þá er réttast að geyma hvort fyrir sig og flytja út sem greint er. Þá er í þessu sambandi að geta þess, að um 10—12 ára skeið hafa tilraunir verið gerðar með notkun tilbúins áburðar ein- göngu, á bæði gamla og nýja ræktun, og hefir hvergi verið hægt að sanna minnk- andi afrakstur af landinu þrátt fyrir svo langvinna notkun tilbúins áburðar. Á suma reiti hefir svo verið skipt um og á þá borinn búfjáráburður. Minnkaði þá uppskerumagnið stórkostlega fyrsta árið en óx aftur og komst á þriðja—fjórða ári upp í meðallag (normal). Hitt hefir líka verið reynt að dreifa til- búnum áburði einum á reiti, sem um ára- raðir höfðu fengið búfjáráburð einvörð- ungu. Óx þá uppskeran að miklum mun á fyrsta ári, minnkaði lítilsháttar á næstu ár- um en aðeins ósköp lítið frá ári til árs. RÆKTUNARTILRAÚNIR Tilraunir með mismunandi myldingu, sem undirbúning að sáningu grasfræs, hafa verið framkvæmdar þannig: 1. Sáð og valtað án myldingar 2. Sáð, herfað með léttu herfi, síðan valtað 3. Sáð, herfað með lítt skekktu diska- herfi, síðan valtað 4. Valtað, sáð, herfað með diskaherfi, valtað. Mismunurinn á eftirtekjunni, eftir því hver ofangreindra aðferða var viðhöfð, varð svo lítill að ekki var hægt að benda á neina aðferðina sem framúrskarandi. Þó mátti segja að herfing sýndi sig að vera til bóta. Mismunandi sáðmagn grasfrœs hefir ver- ið tekið til rækilegrar meðferðar í Ræktun- arfélaginu. Fyrr var talið að sáðmagn, sem næmi 40 kg af fræi á ha, væri hæfilegt. Tilraunir Ólafs hafa sýnt, að grasfræ og smári (50%+50%) notað magn 20 kg — 30 kg — eða 40 kg á ha, gaf eftirtekju líka að Olafur Jónsson er einn af þeim fimm, er sœti eiga í t'.lraunarácli jartSrœktar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.