Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1949, Page 8

Freyr - 01.05.1949, Page 8
152 í'REYtt vöxtum, 20 kg eins góða og 40 kg, en auð- vitað háð því að landið sé vel unnið og að vel sé á borið. Þar eð hliðstæður árangur mun hafá fengizt á Sámsstöðum segja til- raunirnar ótvírætt, að 20—30 kg af fræi sé nægilegt sáðmagn. Sáðtími grasfrœs er á meðal þeirra verk- efna, sem athuguð hafa verið. í fyrsta lagi þurfti að gera sér grein fyrir hvað sýndi bezta raun, haustsáning eða vorsáning og þá hvenær að haustinu væri bezt að sá. Tilraunirnar voru því miðaðar við eftir- farandi sáðtíma: 1. Sáð um miðjan september 2. — í septemberlok 3. — um miðjan október 4. — fyrir miðjan maí að vori. Útkoman af þessum samanburði hefir orðið sú, að haustsáningin er jafn góð vor- sáningu og það virðist bezt að sá seint að haustinu ,einkum þegar um smára blöndu er að ræða. Þó má um þetta segja og undir- strika, að öryggi fyrir góðum árangri af haustsáningu er að nokkru háð því, að snemma sé valtað með léttum valta að vor- inu. Forrœkt á móum og mýrum hefir verið gerð um alllangt skeið. Tilraunirnar hafa venjulega varað 1—3 ár en samanburður- inn gerður við land án forræktar. Þegar á allt er litið má segja, að forræktun virðist engan vaxtarauka gefa en með forræktun hafa gallar komið í ljós og er illgresishætt- an sú versta. Hitt er rétt, að þegar gera á góða sléttu þá léttir forx-æktin vinnsluna að mun, það er að segja að landið vinnst frá ári til árs. BELGJURTATILRAUNIR Eins og flestum bændum mun kunnugt, eru beigjurtatilraunir Ólafs Jónssonar mjög mikilvægur þáttur í störfum hans á Akur- eyri og niðurstöður þeirra þekktar út fyrir landssteinana, en það er meira en almennt gerist um íslenzkar tilraunir. Því miður hafa enn of fáir hagnýtt niðurstöður þær, sem Ólafur hefir staðfest, en vonandi er að á komandi árum verði þær að því gagni, sem þær virkilega geta orðið, til hagsbóta fyrir bændur og búnað þessa lands. Á meðal tilrauna þeirra ,sem hér er um að ræða, má nefna samanburð belgjurta. Á graslendi hefir samanburðurinn náð til hvítsmára, rauðsmára og tveggja lótusteg- unda. Hvítsmárinn. Af öllum þeim tegundum, sem reyndar hafa verið,eru það tvær dansk- ar tegundir, er hafa skarað fram úr öðr- um, en það eru „Morsö“ og „Strynö.“ Ensk- ar smárategundir, sem reyndar hafa verið, hafa ekki gefið eins góða raun og þær dönsku. Að sjálfsögðu hefir fræið verið smitað, enda er það óhj ákvæmilegt þegar um forræktað land er að ræða, eða þar sem smári hefir ekki áður vaxið. Hvítsmári er annars eina belgjurtin, sem ekki er nauðsynlegt að smita, en því aðeins má smitun niður falla að smári hafi áður vaxið á því landi, sem smárafræi skal sáð í. Rauösmári. Af honum hafa verið reyndar margar tegundir. Seinþroska rauðsmári virðist helzt við okkar hæfi. í Gróðrarstöð Ræktunarfélagsins var slæðingur af rauðsmára þegar Ólafur Jóns- son kom þangað. Af þessum smára safnaði hann fræi, sem síðan var sáð og hefir verið við haldið og það sem meira er: Smári þessi virðist nema land á þessum slóðum, en þetta er öfugt við það, sem venjulegt er um rauð- smára, því að um öll lönd er það viður- kennt, að hann gengur fljótt til þurrðar — hverfur á fáum árum nema til hans sé sáð aftur og aftur. Rauðsmárinn þroskar fræ í flestum eða öllum árum, en galli er, að fræmagnið er sára takmarkað. Veldur því eflaust skortur á skordýrum, en það er alls staðar viður- kennt, að saman þarf að fara býflugna- rækt og smárafrærækt. Af rauðsmárategundum þeim, sem reynd- ar hafa verið, hefir „Totem“ og „Málstad“ verið beztar. „Göta“ stofn, seinvaxinn, hef- ir verið beztur sænskra stofna. Um rauð- smárastofnana má segja, að þeir hafa allir

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.