Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 10

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 10
154 FREYR Belgjurtir í blöndum. Hvítsmári hefir verið notaður í blöndum með grasfræi og hefir smáramagnið verið 121/2%—25%—30% — og 50%. Niðurstöður af samanburði með mismunandi magn smára, eins og hér er getið, voru þær, að fullur vaxtarauki fékkst fyrr þegar stærri skammtarnir voru notaðir. Þegar sáðmagn- ið var 121/2 eða 25% liðu 2—3 ár unz upp- skerumagnið varö jafnmikið og þegar stærri skömmtunum var sáð og þó því aðeins, að ekki væri of seint slegið og að ekki væri borið of mikið á af köfnunarefnisáburði. Með því að sá hæfilegum skammti af smárafræi, með grasfræinu, getur vaxtar- aukinn orðið 20—25 hestburðir á ha, en ofangreindar tilraunir hafa sýnt, að hæfi- legt mun að 30—40% af smárafræi sé í blöndunni. Rauðsmári hefir einnig verið reyndur í blöndu, 50—60% með vallarfoxi, hávingli og rýgresi. Smárinn hefir verið duttlunga- íullur en naumast eða ekki hefir verið unnt að gera sér grein fyrir ástæðunum. Sáning smára á gróið land. Ólafur Jónsson hefir gert allmikið að því að sá smára í gömul og gróin tún — þar sem voru gamlar sáðsléttur en smára gætti lítt eða ekki. Hvítsmára hefir verið sáð og viðhafðar ýmissar aðferðir til þess að koma fræinu niður í jörðina. Aðallega hafa verið viðhafðar þrjár aðferðir við þetta, sem sé: 1. Sáð og valtað 2. Sáð, herfað með tindaherfi og valtað 3. Sáð, dreift þunnu moldarlagi yfir og valtað. Samanburður á nefndum þremur aðferð- um hefir sýnt, að sú síðastnefnda hefir reynzt bezt. Sáðmagnið var allt að 15 kg smárafræ á ha. Árangurinn hefir komið í ljós þannig, að vaxtarauki var greinilegur, svo greinilegur, að á þriðja ári nam hann allt að 20 hestburðum heys af ha. Smárans gætti aðallega í seinni slætti hvaða aðferð sem annars var notuð við sáningu. í sambandi við þessar eftirbreytnisverðu aðferðir er þess að geta, að Ólafi hefir reynzt mjög vel að sá hvítsmára í sáðslétt- ur á öðru ári. Telur hann að á þann hátt megi að mestu losna við arfa. Það er vert að veita því eftirtekt, þar sem tún er teðjað að hausti, að reynslan hefir sýnt, í Ræktun- arfélagi Norðurlands, að gott er að sá smárafræinu að vori og herfa með venju- legu ávinnsluherfi um leið. Garðyrkjan. í starfsemi Ræktunarfélagsins, og þá einnig í tilraunastarfseminni, hefir garð- yrkjan verið mikilvægur þáttur frá upp- hafi vega. Hin skipulagsbundna tilrauna- starfsemi síðustu áratugina hefir náð til fjölda margra viðfangsefna á þessum vett- vangi og mundi það langt mál, ef greina skyldi frá í smá atriðum. Það skal fyrst sagt, að samanburðar tilraunir með kart- öflur hafa verið gerðar slitalaust síðan Ólafur Jónsson hóf starfsemi sína hjá Ræktunarfélaginu og allt til þessa dags. í þeim hefir „Up to date“ og „Rauðar íslenzk- ar“ verið notaðar sem mælikvarði fyrir öll þau afbrigði, er tekin hafa verið til tilrauna. Af öllum þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið, skal aðeins á fátt minnst, en Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands er góð heim- ild fyrir því, að sitt af hverju hefir verið unnið og árangur tilraunanha hefir gefið svör, sem á mátti byggja, — jákvæð eða neikvæð eftir atvikum. í sambandi við tegunda-samanburðinn skal þess getið, að hann hefir sýnt, að um- hverfis Eyjafjörð er réttast að rækta fljót- vöxnu tegundirnar: Rauðar íslenzkar, Gullauga ogSkán. All umfangsmiklar tilraunir með mis- munandi hirðingu kartöfluakra hafa verið gerðar. Má í því sambandi nefna saman- burð á notkun tröllamjöls til illgresiseyð- ingar miðað við hreinsun með verkfærum. Árangurinn af þessum samanburði hefir orðið, að tvær illgresisherfingar, áður en kartöflugras myndast,gefa betri árangur en tröllamjölsnotkun. Illgresiseyðingin er svip- uð en tröllamjölið dregur úr uppskerunni þó að ekki séu notuð nema 200 kg á ha og jafnvel ennþá minna.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.