Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 13

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 13
FREYR 157 anna skoðar sveitirnar einatt sem sælu- stað frídaga, og ýmsir sveitaungl'ngar skoða bæina sem skemmtistöðvar án á- hyggja. Skoðanir og álit beggja er einhliða, sennilega jafn einhliða hjá báðum aðilum. Æskan vill ekki vera háð þe:m vett- vangi einum, sem hún er fædd og uppalin við, unglingurinn vill snúa sér að því, sem hann er hneigðastur fyrir. Það mundi ef- laust gott eitt af því leðia, ef að leiðbein- ar í atvinnufræðum væru veittar æskufólki og ætti það að vera þáttur í uppeldisstarf- inu, hluti af skólastarfi barna og unglinga að kynnast jmsum þáttum starfa þeirra, sem þjóðfélagið ætlast til að einstakling- arnir framkvæmi. ★ Það sem að framan segir á auðvitað við fyrst og fremst í Noregi, þar sem umrætt málgagn er skráð, en mundi það ekki einn- ig gilda hér á landi? Það er viðurkennt, að þorri þeirra, sem í bæjum búa hér á landi, hefir verið alinn upp í sveitinni. Hér skal ekki um það rætt hvorir séu betri og nýtari borgarar, þeir sem í dalnum eða á mölinni fæðast og vaxa, um það hafa oft orðið orðaskipti og stundum deilur. Hitt er víst, að úr sveit- inni flytja langtum fleiri en þeir, sem þangað koma. Sveitin kostar uppeldi fjölda ungmenna, sem þaðan fara á æskuskeiði og ekki koma heim aftur. Margt af þessu unga fólki fer til þess að leita verkefna við sitt hæfi, því er ekki að neita — sumt fer ef til vill fljótandi með straumnum, berst áleiðis til strandar eins og sprek á straumvötnunum sem þangað stefna, háð lögmálum þyngdarinnar. En hvað um það. Hitt er líka algengt, að úr djúpum dölum, frá bændabýlum undir fjallahlíðum, fara bændasynir og dætur út í heiminn til þess að leita sér fjár og frama, tH þess að stunda iðju og til þess að beita orku sinni ævilangt við mikils- verð og þörf verkefni, í eigin þágu og al- þjóðar, fjarri föðurgarði. Og það skal sagt og undirstrikað, að margir eru þeir menn og konur, sem að heiman hafa farið, og gert hafa garðinn frægan, gert sveit sinni meiri sóma þar, sem ævistarfið er unnið, en orðið hefði ef það hefði verið rækt heima í héraðinu. Aðstæðurnar eru stundum þannig í ætt- sveitinni, að góðir hæfileikar njóta sín ekki, jarðvegur sá er ekki til, sem veitt geti næringu og vaxtarskilyrði þeirri spíru, sem annarsstaðar fellur í viðeigandi mold svo að vaxtarbroddurinn getur þar stefnt upp á við. Úr íslenzkum sveitum er kominn fjöldi fræðimanna, vísindamanna, listamanna, og allskonar manna, sem aldrei hefðu átt þess kost að efla meðfædda eiginleika og hneigð heima í sveitinni. Annar vettvangur hlaut að vera við þeirra hæfi. Úr íslenzkum sveitum hafa líka farið margir þeir menn og konur, sem vissulega hefðu getað skapað fjárhagslega og menn- ingarlega tilveru þar, eins vel og á þeim stað, sem straumurinn hefir af tilviljun borið þau á land. í íslenzkri sveit hefir aðeins ein stétt manna getað skapað sér framtíð til þessa — bændurnir. Nú já — í viðbót má telja presta, og lækna, sem annars fer þar fækk- andi og svo kennara, sem þar munu raun- ar fleiri nú en fyrir 50 árum síðan, en sem auðvitað fer fækkandi þegar barnahópur- inn minr.kar þar. Þeim, er iðnað og iðju vilja stunda, eru

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.