Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Síða 14

Freyr - 01.05.1949, Síða 14
158 FREYR ÞORBJÖRN BJÖRNSSON: mcinnrœ Þorbjörn Bjömsson bóndi á Oeitaskarði á firnrn tuusaldri Hvað gjörir þú mér, það gjöri ég þér, svo greinir hin kalda mold. Ef gleður þú mig, svo gleð ég þig. Þín gæfa er ég — segir fold. — M. J ÞaS hefir ekki svo mjög á það skort undangengin ár eða tíma, að til okkar bænda hafi borizt hvatningarorð gegnum útvarp og blaðaskrif um aukinn og bættan vélakost — aukna ræktun, djarfari átök, meiri og betri framleiðslu. Og víst er okk- ur bændum um margt gott að hlíta ráð- ieggingum og hvatningarorðum velgjörðra vitiborinna manna, sem áhuga hafa fyrir búskap og ísl. bændamenningu. — Mér hefir oft skilist, sem margir liti þannig á. eiginlega engin framtíðarskilyrði búin í sveit af því að þar hefir ekki verið gert neitt til þess að skapa sliku fólki viðeig- andi möguleika. Þetta getur ekki, og má okki, lengur svo ganga. í öðrum löndum eiga sveitirnar sína handverksmenn. Einn ig þarf svo hér að vera. Byggingar eru nú um stundir reistar af handverksmönnum, i bæjunum að minnsta kosti, og svo mundi einnig í sveitum ef handverksmenn væri þar að fá. Verkstæði þurfa að rísa, smiðjur og smiði þarf i hverri sveit, en þeir eru bara ekki til þar, eins og sakir standa. Bæ- irnir hafa ekki skiiað þeim aftur þegar þeir hafa lokið iðn sinni. En það er algjör- lega ófært, að þurfa að sækja um langa vegu, stundum dagleiðir í bíl, til þess að komast í námunda við iðnlærðan mann, sem getur aðstoðað við lagfæringu þess er aflaga fer í sveitinni. Það er vel að ungir og efnilegir bænda- synir fara að heiman til þess að afla sér menntunar á sviði sinna áhugamála. Og því færi betur að framtíðinni tækist að fá fleiri þeirra heim í sveitina aftur, heldur en nú er raun á. En þess skulu bændur minnugir, að þeg- ar þeir senda sonu sína að heiman til náms í bóklegum eða verklegum efnum, þá geta þeir ekki búist við að synirnir komi heim aftur nema þeim sé sköpuð aðstaða til þess að nota hæfileikana í sveitinni. Væri ekki viðeigandi að félagsleg sam- tök í hverri sveit gengjust fyrir því að skapa skilyrði til þess að iðjumenn og handverk gæti þar þróast í viðeigandi mæli? G

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.