Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1949, Page 23

Freyr - 01.05.1949, Page 23
FREYR 167 Kartöfluupptökuvélin. — Vélknúnir þeytarar róta kartöflunum upp svo þcer liggja ofan á. Fjórir menn ganga á eftir vél'.nni og tína saman og sekkja uppskeruna. ur rekist í stein, sem er það stór, að plóg- urinn geti ekki rutt honum úr vegi, hef- ir átakið áhrif á vökvaþrýstitækin, svo afturendi dráttarvélarinnar lyftist frá jörð og hjólin spóla í lausu lofti. Dráttur- inn stöðvast þannig áður en nokkuð get- ur brotnað eða skemmst vegna festunnar. Átta mismunandi sporvíddir er hægt að hafa á hjólum dráttarvélarinnar, allt frá 48 upp í 76 þumlunga með 4 þumlunga bili. Er mjög hentugt að geta stillt sporvíddina og hagað henni eftir því, sem bezt á við hvert verk. Auk allra venjulegra landbúnaðarvéla koma nokkur mjög hentug tæki til með að geta fylgt dráttarvélinni og eru sum þessara tækja algjör nýjung. Lausleg lýsing nokk- urra þessara tækja fer hér á eftir. Mykjudreifari og ámokstursskófla. — Framan á dráttarvélina er fest skófla, sem stjórnað er með vökvaþrýstibúnaði vélar- innar og notuð er til þess að moka mykj- unni í dreifarann, sem síðan er tengdur aftan í dráttarvélina. Tæki þetta er nú full prófað, en framleiðsla þess ekki kom- in svo langt að búast megi við því hingað til landsins fyrr en að nokkrum tíma liðn- um. Flutningatrog, sem fest er aftan á drátt- arvélina og myndar einskonar vörupall. Má á þennan hátt nota vélina til minni- háttar flutninga milli staða. Moldskúffa, sem tengd er aftan í vél- ina og nota má til þess að grafa með og flytja jarðveg, t. d. við gröft húsgrunna. Skóflunni er stjórnað með vökvaþrýstibún- aði vélarinnar. Hjólsög, sem setja má aftan við vélina og knýja frá reimhjóli hennar. Gæti þétta orðið einkar hentugt tæki fyrir bændur á jörðum sem hafa reka. Sjálfvirkt lyftitœki, sem stjórnað er með vökvaþrýstibúnaði vélarinnar. Tæki þetta er einkar hentugt ef lyfta þarf dráttarvél- inni t. d. til eftirlits, eða við stillingu hemla, eða breytingu sporvíddar. Öll er vélin hin einfaldasta að gerð og tenging hennar við vinnutækin mjög auð- veld.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.