Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1949, Side 31

Freyr - 01.05.1949, Side 31
FRE YR 175 ins“ en „kemur einnig fram í hreyfingum og yfirbragði hestsins“. En niðurlagið hljóðar þannig: Það er lögmál, sem ófrávíkjanlega gildir í öllum húfjárkynbótum að stefna verður að alveg ákveðnu settu marki ef nokkur von á að vera um góðan árangur. Eg get ekki fengið auga á neinni slíkri stefnu á hrossarækt hér á landi, eins og hún hefur verið og er rekin. Það hefur margur sagt við mig þegar íslenzku hrossakynbæturnar Þá kemur kafli í erindinu, er fjallar um hrossakynbætur að ræða heldur hrossa- kynskemmdir, að minnsta kosti hvað á- hrærir íslenzka reiðhestinn. Því miður verð eg að játa það að þessir menn hafa mikið til síns máls. Og eg tel það rétt hjá þeim, að beztu reiðhesta og gæðinga kostir íslenzka liestsins eru í mikilli hættu um að líða undir lok, eða verða jafnvel útrýmt úr íslenzka hestakyninu; ef svo yrði þá væri sannarlega illa farið. Eg og margir aðrir leggjum því til að tekin verði upp stefna Guðjóns heitins Guðmundssonar ráðunauts og strax verði hafist handa um það að fara að rækta ís- lenzka hestinn sem tvö sérstæð kyn, reið- hesta og dráttarhesta, þeim sé alveg hald- ið aðskildum í allri ræktun og í öllum dóm- um og verðlaunum bæði á sýningum og annarsstaðar. Lang æskilegast væri að Búnaðarfélag Is!ands tæki upp þessa lífsnauösynlegu og ágætu stefnu síns fyrrvefandi ráðunauts. Ef yfirstjórn Búnaðarfélags íslands ekki þætti tiltækilegt að taka upp þessa ný- breytni, þá verða hestamannafélögin að láta til sín taka til þess að bjarga frá glöt- un þeim einstæðu gæðingskostum sem enn- þá er til í íslenzka hestakyninu. Til þess að koma slíku í framkvæmd yrðu öll hestamannafélög á landinu að stofna með sér samband, sem markvist og ötullega störfuðu að ræktun og kynbótum á ís- lenzku reiðhestakyni. Þetta er menningar- mál sem ekki má undir höfuð leggjast. Það þolir enga bið. Hólmjárn og hestarmr Þegar Hólmjárn samdi erindið, sem hann hélt um hestana í bændaviku Bún- aðarfélagsins nú nýverið, þá notaði hann ekki rétt vinnubrögð. Hann byrjaði á því að lesa 35 ára gamla grein eftir sjálfan sig í Ársriti Ræktunarfélagsins, komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri það snjall- asta, sem hér á landi hafði verið ritað um búfjárrækt og samdi svo erindi um uppruna íslenzkra hesta og framtíð hrossaræktar- innar ásamt gagnrýni á starfsemi minni. í stað þessarar gömlu og góðu greinar, þá hefði Hólmjárn heldur átt að lesa: 1. Greinar mínar í Búnaðarritinu og Frey um hrossarækt og stefnu mína í henni. Þá hefði hann ekki þurft að lýsa því yfir, að Búnaðarfélagið og ráðunaútur þess hefði enga stefnu í hrossarækt. 2. Hippólógískar rannsóknir nýjustu tíma um uppruna hófdýra og um villihesta- stofna Evrópu. Ennfremur hefði hann átt að eridurlesa þróunarsögu hests'ns í Norð'- urálfu og kynna sér þann regin mismun, sem er á þeim hrossastofnum, sem annars. vegar eru komnir út af tarpaninum og hins vegar áf equus przewalskii. Þá hefði hann ekki þurft að hafa fyrir því að fara óvarðaðar götur til aS rekja ætterni ís- lenzka hestsins um írland! til Austurlanda. 3. Hefði hann einnig fylgzt með og kynnt sér hvað hestamannafélögin Fákur, Faxi, Glaður og Sleipnir gerðu og ákváðu á Þingvöllum árið 1941, að frumkvæði Bún- aðarfélags íslands, og undirbúning þess- ara aðila um stofnun sambands hesta- mannafélaga, þá hefði hann getað sleppt ásökunum til mín og Búnaðarfélagsins um að sofa á verðinum um ræktun reiðhesta- stofna í landinu. 4. Hefði hann lesið nýju lögin um bú- fjárrækt og þá reglugerð, sem Búnaðar- þ'ng samþykkti í vetur um hrossarækt, og sérákvæði laganna og reglugerðarinnar um kynbætur reiðhesta, þá hefði hann einnig getað stytt erindið nokkuð. Til frekari glöggvunar vil ég ennfrem-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.