Freyr - 01.05.1949, Side 32
176
FREYR
ur segja Hólmjárn, að það er orðið að
samkomulagi milli Búnaðarfélagsins (ráðu
nauts þess í hrossarækt) og hestamanna-
félaganna, að rækta íslenzka reiðhesta-
stofninn með þe'm raunhæfu aðferðum
að nota tamin hross til undaneldis og
láta reiðhestshæfileikana ráöa mestu um
val kynbótagripanna, en þó með hliðsjón
af fríðleika og byggingu. Þetta getur Hólm-
járn lesið í tilkynningum frá ráðunautn-
um og hestamannafélögunum bæði í Frey
og Búnaðarritinu. Hins vegar verður
sennilega sniðgengin sú mynd, sem Hólm-
járn kann að sjá í „sálarspeglinum“ og
ekki notuð til grundvallar við útvalið.
Ég hef aldrei gert mér neinar grillur um,
að ég eða yfirleitt nokkrir aðrir hafi ein-
hverja meðfædda galdramennsku og inn-
sýn í hestamennsku og dómhæfni á hesta,
af því að staðreynd er, að hér reynir mest
á ástundun, æfingu og nám. Þessvegna
hef ég aldrei reynt að nota sérþekkingu
mína á hestum til að „slá um mig“ með
slíkri töframennsku, eins og ýmsum er
því miður tamt. Það er bezt að fólk geri
sér ljóst í hverju hestamennska er fólgin,
en gangi ekki með þá trú, að þeim einum
þýði að fást við hana, sem hafa fengið
„andann" og „töfrabrögðin" send að ofan.
Vitaskuld er þó næmleikinn á þessu sviði
nokkuð misjafnt líkt og á öðrum sviðum,
en ég hefi fyrir löngu fengið megnustu
sHömm á mannalátunum og gortinu, sem
sumir hestamenn temja sér, og oftast eru
þessir menn raunverulega litlir hestamenn
og b;fa lítið vit á hestum. Það er mín
reynsla. Þeir, sem í látleysi leita sannleik-
ans, í þessum efnum sem öðrum, komast
lengst í listinni.
Þegar Hólmjárn hefir kynnt sér það
heildarskipulag, sem Búnaðarfélagið hefir
byggt fyrir hrossaræktina, þá mun hann
vafalaust sjá og skilja, að héraðssýning-
arnar geta haft mikið gildi og gert gagn,
þótt þar fari saman dómar á öllum hross-
um sameiginlega. Það væri æskilegt að
aðgreina reiðhross frá vinnuhrossum, og
það er ekkert til fyrirstöðu að gera það,
nema aðstaðan til framkvæmda. Sýning-
arnar standa aðeins einn dga, og þá er
tíminn alltof lítill og svo eru flest hrossin
venjulega ótamin, og þá er tilgangslaust
að fara út í þessa greiningu, að minnsta
kosti fyrir þá menn, sem ekki hafa hlotið
náðargjöfina.
Ef Hólmjárn sér aðra leið til að aðgreina
kynið í reiðhross og dráttarhross en þá,
sem þegar hefir verið valin, þá væri hon-
um nær að benda á hana en að bera á
borð fyrir hlustendur annan eins þvætt-
ing og þann, sem hann las í útvarpinu þ.
3. apríl.
Ég hef oftar en einu sinni orðið þess
var, að Hólmjárn telur sig vera miklu
færari en mig til að leiðbeina bændum
landsins í hrossarækt, enda hefir hann
að eigin sögn ritað manna bezt um þessi
mál. Ekki er það minn vilji að standa í
vegi hans. Hann hefir nú sem stendur
sjálfsagt nógan tíma afgangs frá loðdýra-
ræktinni og getur þá snúið sér að þessum
verkefnum, og ef hann vill fara í mitt
sæti, þá er að snúa sér til Búnaðarfélags-
ins, og vilji það heldur aðstoð hans, skal
ég láta honum eftir bæði launin og heið-
urinn.
Þegar Hólmjárn hafði lokið erindi sinu
í útvarpinu þá óskaði ég þess, að hann
hefði heldur lesið greinina frá 1915, það
snjallasta, sem ritað hefir verið um bú-
fjárrækt á íslenzka tungu!!
Gunnar Bjarnason
-----------------------------------\
Tek að mér
RAFLAGNATEIKNINGAR
í íbúðarhús og peningshús i sveitum.
Verklýsing og eínisskrá getur fylgt
teikningunum.
STEFÁN BJARNASON,
rafmagnsverkfræðingur,
Sogamýrarbl. 55, Reykjavik. Sími 6611.
v__________________________________J