Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1949, Page 36

Freyr - 01.05.1949, Page 36
180 FREYR ið gufi af honum, en diskurinn er settur strax, heitur eins og hann er, á efri hæð diskastóls- íns, en bollarnir, brennheitir, á þrepið neðra. Þannig er fyrir því séð, að enga þurrku þarf til þess að fjarlægja vatnið af matarílátum og borðbúnaði, það gufar upp eða rennur nið- ur á borðið — eiginlega hvort tveggja — og það er góð hreinlætisráðstöfun, því að hversu hreint sem afþurrkunar handklæðið er, loðir alltaf við það meira eða minna af þvílíkum óhreinindum, sem fólk mundi ekki kæra sig um að fá smurt á matarílátin ef það skoðaði þau undir smásjá. Á uppþvottastólnum (diskastólnum) standa diskarnir á röð og hver hlutur yfirleitt þann- ig, að megin vatnsins rennur strax af og á honum standa innan stundar þurrir og ó- venju hreinir diskar, bollar, gafflar og hnífar, sem strax er hægt að taka og leggja á sinn stað þegar uppþvotti er lokið. Uppþvottastóllinn er þarfur hlutur í eldhúsi enda selzt hann eins og sætabrauð hvar sem hann kemur á markað. Uppþvottur með sápuvatni og bursta, dýf- ing leirtaus og borðbúnaðar í brennheitt vatn, og uppfærsla á uppþvottastólinn, þetta er einfalt og auðvelt og „ótrúlegt að þetta fyrir- komulag skuli ekki vera fundið upp fyrir löngu“, segja húsmæðurnar, sem þegar hafa prófað starfsaðferðina. Hversu margar hús- mæður á íslandi þekkja hana? Nokkrar — ef til vill margar — en ekki nærri allar. Hross lœkka mjög l verði á markaði í Frakklandi, en þar hefir það ver- ið hæst að undanförnu. Dönsk hross, sem þang- að voru seld á síðasta ári voru seld innanlands fyrir verð sem nam um 6000 ísl. krónum enda þó að þau væru keypt fyrir um það bil 2700 ísl. krónur. Mestan hluta ágóðans hirti franska ríkið. Nú er svo komið að verðið á franska markað- inum er ekki meira en helmingur á við það sem var fyrir fáum mánuðum. Það er hvoru tveggja, að vélanotkun ryður sér mjög til rúms og svo hitt að uxar eru á boðstólum í stórum stíl til dráttar. Annars er viðhorfið talið þannig um meginhluta Evrópu, að farið sé að háttum Vesturheims og vélrænt afl tekið í þjónustu landbúnaðarins í stað hesta og uxa. Handbók í alifuglarækt FJÆRKRÆ heitir ritverk eitt mikið, í tveim bindum, sem gefið var út hjá Al- fred Jörgensens forlagi í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Er hér um að ræða handbók, sem margir ágætir höfundar standa að, fræðimenn á sviði alifuglaræktarinnar cg fagmenn í hinum ýmsu efnum varðandi meðferð og sölu alifuglaafurða. Á því nær 200 síðum er með texta og myndum greint frá öllu, er varðar ræktun alifugla, meðferð þeirra og fóðrun, hagnýtingu afurðanna og eiginlega allt er snertir þessa atvinnugrein, sem um öll menningarlönd — að íslandi undan- skildu — er sett á fremsta b°kk meðal framleiðslugreina landbúnaðarins. Mjólkin og eggin, er nú um stundir viðurkennt, að séu þær lífsnauðsynjar sem öllum öðrum eru fremri að lífrænu gildi og ómissandi þáttur í næringu þjóðanna. Alþjóðastofnanir heilsuverndar nefna þessar fæðutegundir „verndandi matvæli" og skipa þeim í öndvegi, enda veita margar þjóðir opinbera styrki til þess að gera öll- um kleift að kaupa þær í vissum mæli. Handbók sú, sem hér er á ferðinni, er framúrskarandi að frágangi öllum, enda náð afarmikilli útbreiðslu um öll Norður- löndin. í henni eru 35 heilsíðumyndir, flest litmyndir, óvenjulega vel gerðar, og þar að auki hundruð annarra mynda. Ókleift er að rekja efni þessa digra verks hér, aðeins skal sagt, að það mun hið full- komnasta, sem út hefir verið gefið um þessi efni á Norðurlöndum og jafnvel þótt víðar sé leitað. Auðvitað á það einnig erindi til íslands. Bæði bindin kosta samanlagt 140 dansk- ar krónur í skinnbandi. Þeir, sem óska að eignazt þetta stórmerka ritverk geta snúið sér til Freys, er fúslega mun koma pöntun- um á framfæri til bóksa’a, sem hefði ráð á gjaldeyri til þess að flytja inn handbæk- ur þessar, sem auðvitað verða aldrei prent- aðar hér á landi. G.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.