Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Síða 8

Freyr - 01.07.1949, Síða 8
FRBYR 214: Til arinárá frámleiðenda í Suður-Nor- égi er greiddur aukastyrkur. Sá styrkur er 3 aurar á lítra seldrar mjólkur, en bundinn við hámarksupphæð á býli. Er upphæð sú 150 krónur á ári. Þennan styrk fá ekki þeir bænduf. sem seldu mjólk fyrir hærri upp- hæð en 15,000 krónur á tímabilinu 1. júlí 1947 til 30. júni 1948. Auk þeirra niðurgreiðslna, sem hér eru taldar eru ullarvörur greiddar niður. 12. spurning': Greiðir ríkið útflutnings- uppbætur á landbúnaðarafurðir, hvaða vörutegundir og hversu mikið pr. einingu hverrar tegundar? Svar: Eins og sakir standa getur Noreg- ur ekkert flutt út af landbúnaðarvörum. Árið 1948 var örlítið af smjöri (1.2 millj. kg.) flutt til Belgíu. Var þetta gert af gjald- eyrisástæðum. Verðið, sem fékkst fyrir það smjör var lægra en verð það, sem bænd- urnir fá, en hins vegar hærra en söluverðið innanlands. Ríkissjóður sparaði þannig framlag til niðurgreiðslna. Árið 1947 var flutt út eitthvað af útsæðiskartöflum og fékkst fyrir það hærra verð, en fyrir þær kartöflur, sem seldust innanlands. Mis- munurinn fór í ríkissjóð. 13. spurning: Veitir ríkissjóður fé til verð- lækkunar á rekstrarvörum s. s. tilbúnum á- burði, fóðurvörum eða öðru, á hvaða teg- undir, hversu mikið pr. einingu? Svar: 1947—1948 greiddi ríkissjóður 34.7 milljónir króna til þess, að lækka verðið á tilbúnum áburði og A.I.V.*) vökva og 204.7 milljónir til þess að lækka verðið á kjarnfóðri og feiti. Því miður vantar okkur upplýsingar um, hvernig síðari upphæðin skiptist milli kjarnfóðurs og feiti. Einnig *) Vökvi til blöndunar í vothey. vantar upplýsingar um það, hve mikið er greitt á hverja einingu. Annars fer sú upp- hæð eftir innkaupsverði, þar eð verðið á þessum vörum til framleiðenda er fastá- kveðið. 14. spurning: Tekur ríkið þátt í kostnaði við dreifingu landbúnaðarvara, á hvern hátt og hve mikið? Svar: Flestar aðalframleiðslutegundir landbúnaðarins eru að mestu leyti seldar (og unnar) af samvinnufyrirtækjum bænd- anna sjálfra. Þetta á sérstaklega við um mjólk og mjólkurvörur, egg, kjöt, flesk, grænmeti, ávexti, loðskinn o. m. fl. Undan- tekning er um korn, sem síðan 1928 hefir verið undir ríkiseinkasölu „Statens Korn- forretning". Aðstoð ríkisvaldsins við verzl- un á landbúnaðarvörum iifefir aðallga verið fólgin í lagasetningu, er styrkt hefir sam- vinnufélagsskapinn. 1930 samþykkti Stór- þingið hin svokölluðu „verzlunarlög fyrir landbúnaðinn". Með lögunum leyfði ríkis- valdið samvinnufélögunum að leggja gjald á nokkrar landbúnaðarvörur (mjólk, kjöt og flesk, egg og loðskinn). Peningar þeir, sem þannig hafa fengizt, hafa verið not- aðir til skipulagningar á afurðasölunni, verðjöfnunar á útflutning varanna þegar um útflutning hefir verið að ræða, o. m. fl. Þá hefir ríkisvaldið stutt landbúnaðinn beinlínis með lagasetningum. Síðan 1931 hefir hér verið lögskipað, að smjörlíkið skuli blandað smjöri, eða greiddur skattur af smjörlíkinu að öðrum kosti. Lög þessi eru nú, eftir stríðið, felld úr gildi. Fyrir stríö var sala einstakra afurða erfiðleikum bund- in vegna offramleiðslu í sumum landshlut- um á vissum tímum ársins. Þetta olli vit- anlega erfiðleikum með söluna. Eftir stríð- ið hefir eftirspurnin oftast verið meiri en framboðið. Salan gengur því mjög vel með

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.