Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 11

Freyr - 01.07.1949, Side 11
FRE YR 217 BúfræbikandLclatar útskrifaðir frá Bændaskólanum á Hvanneyri „Það er ekki ýkja langt síðan að farið var að ræða um það í alvöru hér á landi að stofna til framhaldsnáms í búfræði. Þorsteinn Briem lagði tillögur um það fyrir Alþingi um og upp úr 1930, að komið yrði á fót framhaldsnámi hér við skólann og hafði þá fengið um það álitsgjörð frá þá- verandi skólastjóra, Halldóri Vilhjálmssyni og kennurum skólans. Málið náði þó ekki fram að ganga. Hin síðustu ár hefir Bún- aðarfélag íslands rætt allmikið fram- haldsmenntun í búfræði, bæði á Búnaðar- þingum og í milliþinganefndum. Hefir jafnan komið fram áhugi fyrir málinu. Vorið 1947 ákvað núverandi landbúnaðar- ráðherra, í samráði við bændaskólann hér, að framhaldsdeildin skyldi sett á stofn við Hvanneyrarskóla og fyrir velvilja fjár- málaráðherra og skrifstofustj óra í fjár- málaráðuneytinu, var kostnaður við skóla- haldið greiddur úr ríkissjóði árin 1947 og 1948, enda þótt ekkert fé væri til þess veitt á fjárlögum. í lögum um bændaskóla frá 22. marz 1948, var sett heimildargrein um starfrækslu deildarinnar og á fjárlögum yfirstandandi árs er veitt nokkurt fé til hennar.“ Þannig mælti skólastjórinn á Hvanneyri um forsögu og tildrög þess, að framhalds- kennsla í búfræði var hafin á Hvanneyri haustið 1947, en um síðastliðin 2 ár hefir deild þessi verið starfrækt, þar hafa 8 bú- fræðingar stundað nám og luku þeir því með prófi, en á uppstigningardag fóru fram skólaslit og við það tækifæri var efnt til samkomu á staðnum og þangað boðið ýmsum úr héraði og utan þess, til þess að vera viðstaddir, er afhending prófskírteina færi fram og 8 ungir menn fengju vottorð um frammistöðu sina og undirbúning þess fyrir því, að slík þróun takmarkist ein- göngu við einstakar jarðir, sem misst hafa fyrri búnaðarskilyrði sín, vegna nútíma þróunar á sviði fjármála og tækni. Þegar um er að ræða stofnun nýbýla, landfræðilega séð, ræður hér ávallt úrslit- um, hvar hin almennu landbúnaðarskil- yrði eru bezt. Við slíkt mat verður einnig að taka tillit til atriða, sem orsaka stað- bundin not jarðarinnar, t. d. skógarins. En aðalkrafan er, að býli þau, sem reist eru sem nýbýli, séu svo stór, að ein fjölskylda geti lifað á þeim með nútímatækni og hægt sé að viðhafa nútíma búnaðarháttu. Ef slík skilyrði eru fyrir hendi í fjallahéruð- unum, er það skoðun vor, að stofnun ný- býla eigi þar rétt á sér ekki síður en í öðr- um sveitum. c) Vöntun á vinnuafli og byggingarefni til landbúnaðarins, hin hlutfallslega háu laun við flesta atvinnu o. fl. hefir orsakað, að stofnun nýbýla hefir verið minni nú eftir stríðið, en hún var fyrir stríð. Fyrst og fremst hefir verið um það hugsað að ljúka við þau nýbýli, sem byrjað var á fyrir stríð- ið. Þegar vinnumarkaðurinn kemst aftur í eðlilegt ástand, er búist við því, að stofn- un nýbýla hefjist að nýju.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.