Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 13
FREYR 219 hafa stundað nám sitt með heiðri og eiga það skilið að öðlast rétt til að ganga út á braut lífsins, sem starfsmenn á sviði land- búnaðarins — sem leiðbeinendur — hver og einn með titilinn Búfræðikandídat. Þeir sem brottskráðust við þetta tæki- færi, sem fyrstu búfræðikandídatar, er framhaldsmenntun hafa hlotið hér á landi, voru: Aðalbjörn Benediktsson, Aðalbóli, Mið- firði, hlaut I. einkunn. Bjarni Arason, Grýtubakka, Höfðahverfi, hlaut I. ágætis einkunn. Egill Bjarnason, Uppsölum, Skagafirði, hlaut I. einkunn. Grímur Jónsson, Ærlækjarseli, Axarfirði, hlaut I. einkunn. Hjálmar Jónsson, Ytri-Húsabakka, Skaga- firði, hlaut III. einkunn. Skafti Benediktsson, Garði, Aðaldal, S,- Þingeyjarsýslu, hlaut II. einkunn. Sigurjón Steinsson, Bakka, Ólafsfirði, hlaut II. einkunn. Þorsteinn Valgeirsson, Auðbrekku, Hörg- árdal, hlaut II. einkunn. Það er þörf fyrir alla þessa menn — og miklu fleiri — með góða og hagnýta mennt- un, til þess að þoka landbúnaði okkar á hærra stig menningar og þróunar, til gagns og góðs fyrir stéttina og þjóðina í heild. Skiptir ekki máli í því sambandi hvern titil einstaklingurinn ber, hitt ræður mestu hverju hann fær áorkað sem starfsmaður. Um hlutverk þeirra, sagði GuÖmundur Jónsson, skólastjóri, í ræðu sinni, er hann afhenti prófskírteini: „Þið hafið nú með því prófskírteini, sem ég hef afhent ykkur, öðlast bæði réttindi og skyldur. Réttindin eru í því fólgin að þið getið nú, til jafns við aðra búfræði- kandídata, hlotið trúnaðarstöður í þágu landbúnaðarins, sem búfræðingar eru yfir- leitt ekki taldir færir um að gegna. Og mér er kunnugt um það, að þið eruð þegar flestir ráðnir til slíkra starfa, einkum sem ráðunautar úti um sveitir landsins." Fyrstu bújrœðikandídat-ar, sem lok- ið haja námi á Islandi, — talið jrá vinstri: Sitjandi: Skajti Benedikts- son, Þorsteinn Valgeirsson, Sigur- jón Steinsson, — Standandi: Egill Bjamason, Hjálmar Jónsson, Aðal- bjöm Benediktsson, Bjami Arason, Grím/ur Jónsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.