Freyr - 01.07.1949, Síða 15
S'ftEYS,
221
Landnám — iandnámsmenn
Sagan um komu landnema þeirra, er
fyrstir reistu bú á íslandi er svo kunn og
margsögð, að hún skal ekki rakin hér.
Menn og konur sigldu yfir breiðan, saltan
sæ og festu ból og byggð hér í norðri, þar
sem stolt þeirra og sjálfsforræði var eigi
fótum troðið af konungsvaldi eða öðrum
öflum. Hér vildu þau sækja gæði í skaut
náttúrunnar og skapa sér og sínum tilveru
og framtíð í landinu. Að sjálfsögðu var
við andúð náttúruaflanna að etja þá, eigi
síður en nú.
Meira en þrjátiu ættliðir hafa yrkt og
erjað landið. Að þeir hafi allir yrkt það,
er þó líklega ofmælt, en allir hafa þeir
nytjað það og hagnýtt gæði þess. Land-
námsmenn og landnámskonur reistu bú
úti við strönd og inni til dala. Byggðin var
dreifð, þá eins og nú, og sveitabýli voru
fyrrum hér og þar í afdölum og á annesj-
Staldrað við í byggðum þingeyzkra
landnema. A myndinni sjást m. a.
Kristján í Fremsta-Felli, standandi
hœzt og Jón í Yzta-Felli sitjandi.
Ljósm. O. Þ.