Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 16

Freyr - 01.07.1949, Side 16
222 Í’REYR um, þar sem nú er hvorki bær né byggð. Á þúsund árum breytist margt. Vér nú- timamenn sjáum hvernig bylting verður á einum einasta áratug. Hjálpartækin eru fleiri og öflugri nú en fyrr, og breytingarn- ar að sama skapi stórstígari. í raun og veru var það, sem skeði á fyrstu áratugum ís- lands byggðar, landvinnungur þeirri þjóð, er hingað flutti. — víðlendi opnaðist henni, með gæðum þeim og gnóttum, sem nátt- úran — af mannavöldum óhrjáð — hafði þá að bjóða, en auðyitað varð að mæta mislyndi hennar á viðeigandi hátt. Um það eru flestir á eitt sáttir, að gæði landsins hafi til þurrðar gengið er frá leið, og að bú- sæld hafi að sama skapi rýrnað. ★ Að nema land er að festa bú og hagnýta gæðin, sem landið hefir að bjóða. Þó að í'rumbyggjar landsins séu taldir hinir eig- inlegu landnámsmenn þessarar þjóðar, þá má með réttu segja um hvern þann, sem byggir sér nýtt býli og skapar bújörð, á lítt eða ekki yrktu landsvæði, að hann sé land- námsmaður. Því má með fullum rétti stað- hæfa, að enn í dag sé verið að nema land- ið, og því við bæta, að landnám sé veru- legt á vorum dögum. Eða mun nokkur mæla því i gegn, að það sé landnám að breyta fúamýri eða örfoka auðn í frjósamar lendur, eða mun nokkur efast um, að þar er landnám um hönd haft, er bújörð verður að tveimur — jafngóðum þeirri er skipt var, eða kotgrey verður að vænni bújörð, þar sem eftirtekja og áhöfn 5-faldast á tveimur áratugum og byggingar risa í sam- ræmi við vaxandi þarfir með stækkun bús- ins? Þar sem þessu fer fram, er vissulega um landnám að ræða, í orðsins fyllsta skilningi. Og sem betur fer eru ýmsir staðir á landi voru, sem bera þess ljósan vott, að þar er verið að nema land. Þó að sums staðar þynnist byggð, þá er annarsstaðar verið að nema — verið að yrkja, efla og bæta landið, og það svo um munar. Forráða- maðurinn, sem fer sveit úr sveit, sér þess glögg dæmi hver mismunur er á í hinum ýmsu sveitum — og á einstökum býlum i hverri sveit. Sumstáðar situr flest í gamla horfinu, þó að þar sé enn búið. Annars staðar eru sannir landnámsmenn og kon- ur að starfi, sem á fáum árum hafa gert stórvirki — næstum kraftaverk ■— innan sveitar sinnar. Hverjar breytingar verða þar, sem landnámsmaður er að starfi, má víða sjá en nefna má dæmi frá þingeyzkri slóð, í friðsælum dal nærri hjarta landsins. Tólf ára gamall kom Jón Marteinsson að Bjarnastöðum í Bárðardal. Þar óx hann að árurn og atorku, reisti bú og fékk 57 bagga af túninu fyrsta búskaparárið sitt. Nú er meðal eftirtekjan af Bjarnastaðatúni um 400 hestburðir á ári. Jón er nú á níræðis- aldri og margt hefir skeð á langri leið æfi- daga hans, en margt hefir líka breytzt. Þar voru fyrr torfkofar, eins og títt var í sveit- um. Nú eru þar öll hús úr steini, penings- hús og hlöður meðtalið, og allt er lýst með rafafli frá eigin orkustöð. í búskapartíð föðurs og sona hefir kosta- rýr jörð orðið að búsældarsta'Ö, og þó að löng sé kaupstaðargatan framan úr Bárð- ardalsbotni þá var þetta hægt — og það er hægt alls staðar annars staðar eins og á Bjarnastöðum. Þetta dæmi er gott til eftir- breytni og það sýnir, að það er ekki háð staðsetningu býlanna hvort úr litlu má mikiö gera, heldur er það háð framtaks- semi fólksins. ★

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.