Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 19

Freyr - 01.07.1949, Page 19
PREYR 225 hinna ágætu tækja, sem nú berast. Tún- þýfi er varla til, svo að allt má vinna með vélum úti, og innanhúss er bjart og hlýtt, því að mestu framfarirnar eru þar komn- ar, rafveita er þar til afnota á rúmlega 30 heimilum, og verður vonandi komin á hvert heimili í hreppnum árið 1950. Þar, sem veitan er komin, hafa allir raf- magn til ljósa og suðu, til þess að knýja mjaltavélar og þvottavélar þar sem þau hjálparmeðul eru til, en því skal við bætt, að húsmæðurnar bíða flestar ennþá eftir vélum þessum ,og svo ísskápum og öðru, er léttir heimilisstörfin. Hins og þessa þykir enn vant, svo sem rafmótora til ýmissa starfa, en því skal við bætt, að nokkrir hafa enn fátt þeirra þæg- inda, sem þessi sveit hefir þegar öðlast. Þó að svo mikið sé á unnið, sem raun ber vitni um, þá er hátt markmið ennþá í framsýn meðal búenda á Svalbarðsströnd. — Þeir leggja ekki að sér hendur heldur stefna til frekari dáða, og hin hagnýtu hjálparmeðul eru þeim góðir bakhjarlar i sókninni fram á leið. ★ Dæmið, sem að framan greinir, um fram- farasveit, hefi ég valið til frásagnar af því að það er eftirtektarvert og það getur verið gott fordæmi fyrir aðra. Búsæld er enganvegin meiri frá náttúrunnar hendi á þessum stað en víða annarsstaðar. En þess skal getið til frekari áherzlu, að þessi sveit í Þingeyj arsýslu er líklega sú, sem mestar framfarir getur sýnt á umræddu tímabili, en víðar í þessari sýslu eru landnámsmenn. Ég hefi ekki gert sýslusamanburð til þess að ganga úr skugga um, hvort nýbýlin eru annarsstaðar fleiri en í Þingeyjarsýslu, en ég veit, að þau eru ekki svo fá heimilin, sem þar hafa verið reist hin síðari ár, jarð- irnar, sem skipt hefir verið og gerð af tvö býli, eða fleiri, þar sem fyrr var eitt. Sé valin bújörð, sem dæmi þess, að hér sé rétt með farið, skal nefna Laugar í Reykja- dal, en þar lifa nú og starfa margar fjöl- skyldur á landsvæði, sem áður var af fáum nytjað. Þarna voru fyrrum Stóru- og Litlu- Laugar, en nú er þar heil þyrping býla, auk alþýðuskólans, sem reis af grunni fyrir aldarfjórðungi síðan. Úr landi þessara jarða hefir verið byggt: Árið 1929 var býl- ið Laugaból stofnað. Laugavellir voru reistir 1937—38. Laugafell var byggt 1942-— 43, og svo eru þarna hús með minniháttar landnytjar, Varmahlíð og Hvítafell, en á Litlu- og Stóru-Laugum er auðvitað búið eftir sem áður. Samkvæmt upplýsingum, fengnum hjá einum landnámsmanna þeirra, er þarna búa, mun búpeningur sá, er umræddar tvær jarðir framfleyttu í kringum 1925, hafa verið: Nautgr. Sauðfé Hross A Litlu-Laugum . . Á Stóru-Laugum . . 6 7 100 170 7 8 Samtals 13 270 15 Eftir því sem næst verður komizt, mun bústofninn á þessu sama landssvæði, árið 1948, hafa verið: Á Laugabóli 10 60 S Á Laugafelli 8 50 2 Á Litlu-Laugum . . 7 20 1 Á Laugavöllum og Á Stóru-Laugum ca. 20 ca. 180 10 Samtals 45 310 16 Tölur þessar sýna, að hér er um öra þró- un að ræða, einkum að því er snertir fjölda

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.