Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 21

Freyr - 01.07.1949, Page 21
FRE YR 227 Mjólkurstöðin nýja í Reykjavík Hinn 18. maí s. 1. skeði markverður at- burður í rás viðburða þeirra, sem nátengd er landbúnaði þjóðar vorrar. Þá var vígð í Reykjavík hin nýja Mjólkurstöð — stöðin, er tekur á móti allri þeirri mjólk, sem neytt er í Reykjavík, mjólkin er þar gerilsneydd og að því búnu flutt í mjólkurbúðirnar i bænum. Með þessu framtaki er endir bund- inn á margra ára starf, enda er hér um að ræða risa-fyrirtæki, metið á íslenzkan mælikvarða. En hér er ekki bara stór bygging og mikið loftrými, hér er einnig fullkomin tækni og skipulagning starfs svo fullkomin, sem fundin verður nú um stundir. Er um mikla framför að ræða frá því er verið hefir, enda hefir þótt lítt un- andi við þau skilyrði, sem menn hafa orð- ið að sætta sig við hin síðustu ár, þegar gera skyldi mjólkina að sem beztri neyzlu- vöru handa íbúum höfuðstaðarins. Sá, sem hefir séð hliðstæð fyrirtæki annars staðar, hlýtur að segja sem er, að stærri fyrirtæki af samu tagi eru til, en vart mun nokkurt þeirra vera fullkomn- ara að útbúnaði en það, sem hér um ræðir, og ætti það að lofa nokkru um tryggingu þeim stórhug og djörfung, sem landnáms- konu er samboðið. „Er það nú ekki kappsmál okkar allra?“ var svarið. Bara að svo væri! Mundi henni illa í ætt skotið ef öðruvísi hefði látið orð falla, eða ef hugur hefði eigi fylgt máli. En því er nú verr vinkona mín sæl, — og því er verr sveitafólk gott, — að sannir landnámsmenn og landnámskonur eru ekki á hverju strái, og færri mundu flýja sveitir, en nú er raun á, ef sú hneigð ætti djúpar rætur í eðli fjöldans: að „elska, byggja og treysta á landið“, en það er vissulega ein hin veg- legasta dyggð, sem einstaklingurinn á, og starfið í þágu þessarar dyggðar gerir hann sívaxandi. Væri ræktun lands og lýðs kappsmál fjöldans, þá mundi landnámi voru meira miða, þá væri víðar vegleg og blómleg vax- andi byggð, í líkingu við það, sem ég hefi frá greint, og þá væri frami okkar allur meiri en hann er í dag. Vilja ekki fleiri rnenn gerast landnámsmenn og fleiri kon- ur landnámskonur? Oss vantar marga til að fylla þann flokk, því að hér er nokkuð gert — flest þó ó- unnið. Tilvera vor og framtíð í þessu landi, sjálfstæði og sjálfsforræði, byggist á því, að vér eflum og bætum það svo að upp verði skorinn ávöxtur starfsins. Landnáms- menn og konur níundu aldarinnar námu nýtt land til þess að vernda sjálfstæði sitt og frelsi. Vér þurfum ekki að nema nýtt land, en vér þurfum að nema vort eigið land, gera það blómlegra og betra en það er nú. í því starfi getum vér vaxið og af því áræði og þeim athöfnum eflist landið — og batnar. Það miðar að því að skapa blómlega sveitasælu í landinu, þjóðinni framtíð og verndar sjálfstæði hennar og frelsi. G.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.