Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1949, Qupperneq 34

Freyr - 01.07.1949, Qupperneq 34
240 FRE YR að njóta bæði líkamlegrar og andlegrar á- reynslu til þroskunar og fullkomnunar. Er nokkurt verk í rauninni andlaust? Öll verk, sem eru vel af hendi leyst, eru listaverk, hvort sem um er að ræða algeng- ustu þjónustustörf, eða skapandi verk. Við getum verið sammála um það, að sauðkindin íslenzka, hafi lagt þjóðinni til margs konar efni og verkefni, bæði til lífs og þroska, skjóls og gleði, og tækja, sem voru nauðsynleg í lífsbaráttu þjóðarinnar. Mætti rita heila bók um allt það, sem ís- lendingar hafa þegið af sauðkindinni, allt frá loðbandshempunni prestsins, sjóstakks- ins og húðarúlpunnar, til tólgar kertisins á altarinu og völunnar og leggsins í gulla- skjóðu barnsins. Sögn er til um Odd biskup Einarsson, er eitt sinn var á ferð með sveinum sínum. Hló hann þá upp úr þurru og sagði við svein sinn: „Á ég að segja þér Fúsi, hvað konu- efnið þitt er að aðhafast núna.“ Sigfús, sveinninn, sem til var talað, og síðar varð prestur á Fljótsdalshéraði, kvað óvíst að sér yrði konu auðið. Jú, biskupinn var nú ekki í neinum vafa um það. „Hún er að hlaupa við lömb á stekk austur í Bót, og hefir ekki stutt á milli sporanna.“ Þau hlaup voru þreytt á hverju byggðu bóli á landinu, allt frá landnámstíð, er Gull- þórir tók hnet-taflið gull- og silfurbúna, af konum þeim.er rændu grákollóttu gimbrar- lömbunum og huðnukiðunum úr stekknum á Þórisstöðum, og fram á okkar daga, sem nú erum miðaldra. Þessa þáttar í búnaðarsögunni sjást enn menjar á hverju byggðu- og eyðibóli, þar sem vallgrónu stekkjartóftirnar eru. Þar við stekkinn hefir margt manns- og konuefnið, líkt og Guðrún í Bót, æft sig undir Maraþonhlaup lífs síns. Og þó að enginn viti nú, hverjir eða hverjar settu þar met, þá hefir þjóðin notið, og við njótum enn í dag, verðlaunanna, sem unnin voru, þ. e. orkunnar úr lífs- og gleðilindinni, sem rann frá ásauðnum og litlu lömbunum, sem hlaupin voru uppi og sigruð af hlaupagörpunum. ★ Vorið er vona- og óskastund íslendings- ins. Engin þjóð á meir undir vorinu en okkar. Engin önnur þjóð á sérstakan dag, sem helgaður er komu vors og sumars. Hér valt það á svo miklu, að vorið kæmi og að vorhugurinn vaknaði, að þjóðin hafði ekki ráð á að bíða eftir ytri kennimerkjum vorsins: að blöðin tækju út að springa eða vorveðrið kæmi. Vetur konungur vill stund- um halda velli á vor fram. Þá er gott að eiga Hörpu, sem hægt er að hlakka til, og hún færir þó venjulega fylling vonanna. Lömb og blóm, grænt og mjúkt gras, blár himinn og bjartur sær, það er vorið. Yfirseta ánna og ljósastörf um burðar- tímann, voru ungum og eldri fagnaðar- og unaðaruppspretta, jafnvel í blautum mýr- um og krapaveðri. Hjáseta lambanna vor og haust, kenndi unglingunum að elska hjörðina og landið, lífið og verksvið þess. Hjáseta ánna og smölun, var leikur og líf þegar vel viðraði, en gat líka stundum lagt ægiþungar byrðar á veikar herðar. En þeir sem stóðust raunina, og sem betur fór voru það langflestir, fengu þar fyrstu vígslu vaxandi manndóms. Eitt fegursta orðið í íslenzku máli er orðið ból. Það merkir grasvöll þar sem smalinn bældi féð eftir heimrekstur. Bólstaður merkir aðsetursstað eða bæj- arstæði mannfólksins, byggt ból. Þetta orð: ból, með sinni seiðmögnuðu ljúfu kyngi, opnar hinn auðga heim ís- lenzkra þjóðsagna, þulna og æfintýra, og orkar þannig á hug og tilfinningu, að ekki verður með orðum lýst. Það sveigir hugann að grænu og gjöfulu grasinu, minnir á angandi hrísluna, dagg- tár blómsins, fegurð fjallsins, bláma lofts- ins, birtu sólhvelsins, nið árinnar, hjal lækjarins, djúpspeglun lindarinnar, svif- létt ský loftsins, ógn og ægitign fjallsgnýp- unnar, mjúkan ávala heiðarbungunnar, töfrasöng fossins, glit blómabrekkunnar, unaðsfang hlíðarinnar, djúpbláma fjalla- vatnsins, söng fuglsins, flug fiðrildisins, vængjatak arnarins, hoppdans hestsins, flug folaldsins, rás og umfang kýrinnar, lagðprýði sauðarins, lífsfjör lambsins,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.