Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 36
242 FRÉY& konu, Gyðríði Pálsdóttur frá Þykkvabæ og tóku þau við búi í Seglbúðum sama ár. Á Helga í Seglbúðum hlóðust sífellt ýmiss konar störf í héraði og út á við. Auk allra trúnaðarstarfa, er hann gegndi fyrir sveit sína, voru þessi helzt: Deildarstjóri Kirkju- bæjardeildar Kaupfélags Skaftfellinga var hann kosinn 1920, og endurskoðandi sama félags 1929, en að lokum form. þess 1942 og var það til dauðadags. Kom inn í stjórn Sláturfélags Suöurlands sem varamaður 1941 og kosinn aðalmaöur í stjórn þess síð- an. Form. fasteignamatsneíndar Skafta- fellssýslu 1939 og í yfirskattanefnd sömu sýslu um langt skeið. Hann var varamaður í stjórn Stéttarsambands bænda frá stofn- un þess og gegndi þar oft störfum aðal- manns. Ótaldir verða hér — enda ekki tölu á komið — allir greiðar Helga í Seglbúðum, sem dreifðust til manna víðsvegar. Svo ein- stakur var hann um hjálpsemi við ná- granna sína, að oft var greiðinn boðinn, ef hann vissi hans þörf, áður en til hans var leitað. Megum við bezt um þetta segja, er næstir honum voru, en í raun og veru má með sanni telja, að allir væru sveitungarnir nágrannar hans að þessu leyti. Þótt greiða- semi Helga væri ekki bundin við neitt sér- stakt, vil ég þó öðru fremur nefna hjálp- semi hans við sjúka, bæði menn og mál- leysingja. — Margir sóttu ráð til hans í ýmsum vanda og fjöldi manna heimsótti hann af þeirri ástæðu einni, hve skemmti- legur hann var og góður heim að sækja. Margt var það í fari Helga, sem dró til sín fólk. Hann var gjörfulegur og fríður sýnum og prúður í framgöngu. Skynsemin var ágæt og skapgerðin lipur til samvinnu. Bókamaður var Helgi og las mikið, enda víða heima. Hann vissi deili á mönnum víða um land og ættum þeirra. í fáum orðum sagt: hann bar skyn á marga hluti og gat því auðveldlega talað við alla og allir við hann. Hugsanir sínar orðaði hann skipu- lega og fallega. Þaö er mjög að vonum, að margt hlaut að tefja Helga frá bústörfum, en eigi að síður stóð búskapur hans föstum fótum. Átti sinn þátt í því, hve hjúasæll hann var og góður heimilisfaðir. Hann var sjálfur vel búhagur og fóru vel úr hendi öll störf. Við búnaðarframkvæmdir flýtti hann sér hægt, en náði með jöfnum skrefum þeim árangri, að býli hans er nú er hann féll frá, að öllu leyti hið prýðilegasta að ræktun og húsabótum. Framfarahugur Helga tak- markaðist við þá fyrirhyggju að hlaupa aldrei yfir vandvirknina. Eigi varð séð, að ein grein búskaparins tæki hug hans frem- ur en önnur og enga þeirra efldi hann á kostnað annarrar. Hvort tveggja hélzt vel í hendur: ræktun jarðarinnar og kynbætur búfjársins. Skepnur sínar hélt Helgi vel, og öll umgengni hans við þær var til fyrir- myndar. Börn Helga í Seglbúðum eru: Margrét, gift Erlendi Einarssyni framkvæmdarstjóra Samvinnutrygginganna, Ólöf, hjúkrunar- kona, Ásdís og Jón, nemandi í menntaskóla. Þótt tilfinnanlegast sé það nánasta vandafólki Helga í Seglbúðum að hafa hann eigi lengur hér megin grafar, missa einnig allir sveitungar hans mikið og mér finnst sem sveitin hafi við lát hans minni svip en fyrr. Þórarinn Helgason. TJ8.BÍ IXX ÁBIJIÍBIJR. Skrifstofur Sameinuðu þjóðanna hafa fyrir skömmu birt yfirlit yfir framleiðslu og notkun tilbúins áburðar í heiminum, en þær tölur byggjast á upplýsingum, sem FAO hefir safnað og unnið úr. Skipting áburðarins var miðuð við hámarksframleiðslu, 3.060.000 smálestir, en framleiðslan er meirr en áætlað hefir verið, þar eð Japan, U.S.A. og Austurríki hafa fram- leitt nokkuð fram yfir áætlun. Tölurnar yfir framleiðslu og notkun tilbúins áburðar á Norðurlöndum eru sem hér segir, talið í smá- lestum: Eigin framl.: Innfl.: Notað: Danmörk................ 0 44.615 44.615 fsland ................ 0 2.200 2.200 Finnland ............ 275 6.800 7.057 Noregur ......... 110.790 0 22.820 Svíþjóð .......... 22.020 19.820 41.840 (Eftir Unitet Nations Information).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.