Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1949, Qupperneq 38

Freyr - 01.07.1949, Qupperneq 38
244 FREYR var að vonum mjög þröngur á tímabili, sérstaklega á kreppuárunum eftir 1930. Hin síðustu árin, eftir að börn hans, mörg og gjörvileg, komu til starfa með hon- um við búreksturinn, rýmkaði mjög um fjárhag hans allan. Á síðari árum hefir verið unnið að miklum og myndarlegum umbótum á Arnarvatni, bæði er snertir húsabætur og ræktun. Ábýli Sigurðar er því nú, við fráfall hans, eitt af mest um- bættu jörðum þar í sveit og þótt víðar sé skyggnst um. ★ Annar meginþáttur í ævistarfi Sigurðar eru hin opinberu störf, er hann innti af höndum í þágu sveitar, sýslu og lands- ins alls. Hér skal fátt eitt talið af þeim störfum. Þess hefir áður verið getið, að Sigurður gerðist forvígismaður ungra manna í Mývatnssveit um mörg framfara- mál undir eins að afloknu námi. Brátt hlóðust margvísleg trúnaðarstörf önnur á Sigurð. Formaður Búnaðarfélags Mývetn- inga var hann um hartnær 4 áratugi. Lengi var hann í hreppsnefnd. Trúnaðar- maður Búnaðarbankans var hann, um langt skeið deildarstjóri Gautadeildar, átti sæti í stjórn Kaupfélags Þingeyinga um aldarfjórðungs skeið, og var formaður félagsins um mörg ár. í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga átti Sigurður sæti um allmörg ár og var varaformaður Sam- bandsins þegar hann lézt. Á vegum Sam- bandsins ferðaðist Sigurður mikið um landið og flutti fyrirlestra um samvinnu- mál. Aflaði hann sér mjög yfirgripsmikill- ar þekkingar í þeim efnum. Samvinnuhug- sjónin hafði snemma fest djúpar rætur í skapgerð Sigurðar, enda mótaði sú hug- sjón störf hans öll og stefnu æ síðan. Sig- urður á Arnarvatni var kjörinn fulltrúi á Búnaðarþing árið 1936 og átti þar sæti í 10 ár eða til ársins 1946. Þann tíma var Sigurður endurskoðandi reikninga Búnað- arfélagsins. Hér hafa aðeins lauslega verið talin nokk- ur hinna opinberu starfa, sem Sigurður gegndi. Hann var hlédrægur maður að eðl- isfari, þótti mörgum við fyrstu kynni hann vera þurr á manninn og ekki líklegur til félagslgra starfa. Þetta álit breyttist fljótt, er kynni jukust. Hinir ágætu meðfæddu hæfileikar Sigurðar, ásamt þeim andlega þrótti, er hafði eflt og mótað skapgerð hans, öll hans þroskaár, gerðu, að Sigurð- ur var alls staðar mjög mikils metinn. Orð- um hans var ávallt veitt mikil eftirtekt, enda var Sigurður afar sjálfstæður í skoð- unum og rökviss og orðfimur í ræðuflutn- ingi. ★ Þriðji meginþáttur í ævistarfi Sigurðar á Arnarvatni er bókmenntastarfsemi hans. Hér verður þess ekki minnst að öðru leyti en því, sem alkunnugt er, að Sigurður var skáld gott og hafði gefið út eftir sig tvær ljóðabækur. Það, sem hér að framan hefir verið skýrt, frá öðrum störfum Sigurðar, gefur nokkuð til kynna hvaða tíma hann hefir notað til Ijóðagrðar og annarra bók- menntaiðkana. Hann hefir orðið að fara leið Klettafjallaskáldsins og margra fleiri íslenzkra bænda, að vinna að slíku meðan aðrir sváfu og hvíldust. Þau hafa verið kjör þeirra bænda, er köllun hafa til bók- menntaiðju og hafa verið köllun sinni það trúir, að nota hvíldartíma sinn frekar til þess að sinna henni, heldur en kæfa hana. Sigurður á Arnarvatni er virðulegur full- trúi þess hóps íslenzkra bænda. Þessi fáu orð gefa litla og ófullkomna mynd af ævistarfi Sigurðar á Arnarvatni, en þar við verður að sitja. Ég vil svo að lokum, frændi minn og vinur, þakka þér fyrir allt og allt, sem okkur hefir í milli •farið. Þeir, sem þekktu þig bezt og höfðu nánust kynni af þér, vissu hvílíkur kjör- viður þú varst. Góður drengur í þess orðs beztu og upprunalegustu merkingu. Stgr. Stcinþórsson.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.