Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 39

Freyr - 01.07.1949, Blaðsíða 39
FREYR 245 H úsmæðraþáltur METNAÐUR M E YJ A. í gær — fyrsta mánudagskvöldið í árinu — flutti Gísli Kristjánsson, ritstjóri, erindi í út- varpinu. Var það eftir Gísla Magnússon, bónda í Eyhildarholti, og nefndist: „Metnaður bænda“. Var það skörulega flutt og margt rétt og vel sagt til að vekja ást og virðingu, að verðleik- um, á starfi bóndans, og elzta atvinnuvegi landsmanna, sem fram á okkar daga var fjöl- mennasta stétt þjóðarinnar. í hópi bændanna voru og flestir embættismenn landsins, sem auk þess að vera embættismenn voru einnig framleiðendur landbúnaðarvara. Meira að segja var það algengt, að útvegs- menn stunduðu einnig landbúnað, eins og það var venja að bændur stunduðu sjómennsku. Þannig samtvinnað var framleiðslustarfið til lands og sjávar og í almennum viðskiptum var gjaldeyrir metinn í afurðum, — í fiskum og álnum — til verðlagsskrár ár hvert. Tog- streita var þá ekki milli stétta né milli ein- staklinga, er sóttu björg í bú í skaut náttúr- unnar til lands eða sjávar. Væri ekki ástæða til að athuga möguleika fyrir því hvort eitthvað af því forna og góða bæri að heiðra og hagnýta meira en gert er? Ég hygg það. En það er fleira sem athuga ber. Það er t. d. ekki nóg að bændurnir búi við alls nægtir, við vélakost og mjólkurframleiðslu, og selji framleiðslu sína dag hvern til bæja og þorpa. Það eitt út af fyrir sig skapar ekki heimilið í sveitinni. Heimilið þarf líka að vera ánægjulegt og aðlaðandi fyrir fólkið, sem þar lifir og starfar, en til þess að það geti orðið, þurfa á hverju heimili að vera, að minnsta kosti, tvenn hjón eða sem því svarar að fólks- fjölda, ef ein fjölskylda byggir heimilið. Það má vera að ung hjón og hraust, sem ekki hafa fyrir ómögum að sjá, geti ef til vill hagnast af búskapnum. Þó verður það aldrei eftirsóknarverð tilvera til lengdar að búa þannig, en tilveran er þó ennþá daprari fyrir þá bændasyni, sem hafa tekið við góðum eignum af foreldrum sínum, og búa svo einir og ókvongaðir, eins og algengt er, af því að meyjarnar vantar metnað til þess aff verffa sveitakonur. Mæður vilja flestar heilbrigðar konur verða, en ekki mæður í sveit. En nú er það svo, að það er fyrst og fremst konan, sem mótar heimilið og mótar eðli hinnar ungu kynslóðar, því að „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna" segir skáldið. ★ í fari manna og meyja er nokkuð sem heitir átthagaást. Hún getur verið veik og visin eða sterk og voldug eftir atvikum. Til er heill hópur ungra manna og efnilegra, sem átthagaástin hefir haldið rígföstum í sveitinni, og þar dvelja þeir þó að ungu stúlk- urnar hverfi þaðan með straumnum, til meiri lífsþæginda heldur en völ er á víða til sveita. Hvort það er vegna þess, að meyjarnar vant- ar metnað til að verða sveitakonur eða eigi, þá er þetta staðreynd — máske ekki skráð eða skýrslufærð —■ en sannleikur eigi að síður. Svo langt er nú gengið í þessum efnum, að vart er heimilum saman haldið í sveitinni lengur vegna fólksfæðar og er þegar talað um í fullri alvöru að flytja inn kvenfólk frá Þýzka- landi eða öðrum Mið-Evrópulöndum, til bú- starfa hér á landi. Þetta er hægt að ræða en ef til vill erfitt að framkvæma og hvernig reynist framkvæmdin ef til kemur? Er ekki hætt við að aðflutta fólkið sjái mismun þæg- indanna í sveitinni og kaupstaðnum og geri fljótlega kröfur í samræmi við það, er gerist utan sveitar ■— kröfur, eins og heima-alda kvenfólkið? Eða verða útlendar stúlkur eins undirgefnar og Melkorka forðum í þjónustu og störfum þeim, sem íslenzkar stúlkur sneiða hjá? fslenzku sveitaheimilin mega ekki missa þau verðmæti, sem miða að því að gera þau hlýleg og fögur — sem gera garðinn frægan. Það fellur venjulega í hlut kvenfólksins að móta þann yndisþokka og þá hlýju, sem heimilinu fylgir — það er kvenfólkið, sem annast jurta- garð heimilisins, bæði utan dyra og innan. En þegar ástæðurnar eru þannig, að á sveita- heimilinu er engin kvenvera, eða þegar hús-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.