Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1949, Page 42

Freyr - 01.07.1949, Page 42
248 FRE YR Ný verksvið. Árni Jónsson, kennari við Garðyrkjuskólann í Hveragerði, hefir frá og með fyrsta maí látið af því starfi og gerzt tilraunastjóri við Rækt- unarfélag Norðurlands, frá sama tíma. Ólafur Jónsson, tilrauna- og framkvæmda- stjóri Ræktunarfélags Norðurlands, hefir látið af störfum sem tilraunastjóri, eftir 25 ára starf á þeim vettvangi. Frá 1. maí að telja er hann jarðræktarráðunautur Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og framkvæmdastjóri þess framvegis svo sem verið hefir. í Svíþjóð fer þeim bændum fjölgandi, sem reka bú- skap án búfjár. Árið 1945 voru um 10.000 jarðir án nautpenings en í árslok 1948 var tala nautgripalausra bænda orðin 21.000. Á sama tíma hafði nautpeningi fækkað að mun á fjölda annarra býla. 7 Vestur-Wirginíu í Bandaríkjum Ameríku var kýr tvíkelfd fyrir stuttu síðan. Var annar kálfurinn af Hereford-kyni en hinn af Jersey-kyni. Ætt- ernismismunurinn stafaði af því, að kálfarnir áttu sinn föðurinn hvor. FSEYR — búnaðarblað — gefið úl af Búnaðarfélagi ísiands og Stéttarsamliandi bænda. Ritttjóm, afgreiðtla og innheimta: Lækjargötu 14 B, Reykjavík. Pósthólf 1023. Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Utgáfunefnd: Einnr Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júli Prentsmiðjan Edda h.f. og í því sambandi er sagt frá rafvirkja ein- um, M. Skadelund heitir hann, sem hefir fund- ið upp og keypt einkaleyfi á nýrri gerð sog- dælu fyrir mjaltavélar, sem ekki þarf neinar fastar lagnir við og fullyrt er að muni kosta aðeins 60% af verði þeirra véla, sem nú eru í notkun, en þó jafngóð eða betri. Reynslan verður að leiða í Ijós hvort þetta stenzt. Meðal-ársnytin í því eftirlitsfélagi í Danmörku sem var hæst, árið 1948, nam 4551 kg mjólkur á kú og fitu- magnið var 4,26%. Áhöfnin, sem var methafi ársins taldi 19,2 árskýr, er gáfu að meðaltali 6596 kg mjólk með 4,20% fitu. En metkýrin mun hafa verið sú, er mjólkaði 10718 kg með 4,44% fitu. Hollendingar hafa gert samning við Brasilíu um flutning 100 hollenzkra bændafjölskyldna vestur. Er á- kveðið að þær setjist að í fylki einu í Austur- Brasilíu. Fá þær 5000 ha. lands til umráða, hver fjölskylda fær 25 ha en afgangurinn verður nytjaður á félagslegum grundvelli, til kornyrkju, með viðeigandi vélum. Dansk husdyravl getur þess, að það séu ekki aðeins Englend- ingar, Ameríkumenn og Svíar, sem leggja nú kapp á að finna upp mjaltavélar án fastra lagna. Einnig í Danmörku er að þessu unnið, Sölufélag Fordson-dráttarvéla í Danmörku hefir nú efnt til umferðavið- gerðaverkstæðis, með svipuðu fyrirkomulagi og sr. Sigurður Einarsson, Holti undir Eyjafjöllum, gerði að tillögu í grein þeirri, er hann skrifaði í FREY nr. 6 þ. á. Fyrirkomulagið er þetta, að viðgerðamaðurinn hefir í bíl öll þau algengu verkfæri, sem með þarf til minni háttar að- gerða úti á akri eða heima við bæ. Aðeins þarf að hringja og tilkynna bilanir. Verkstæðið kemur strax. Sökum pappírsskorts kemur næsta blað Freys ekki út fyrri en í ágústlok.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.