Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 4
54
PRE YR
gallar virðast ekki stórvægilegir, og í flest-
um tilfellum kostar ekki stórfé að bæta úr
þeim, en þeir draga oft verulega úr notorku
hrútsins. Hér verður þessum ágöllum ekki
lýst sérstaklega, en hins vegar sagt frá þeim
meginreglum, er gilda um niðursetningu
vatnshrúts.
Dæmi: Bærinn Brekka stendur í töluverð-
um halla. Rétt við bæinn, og í sömu hæð,
stendur fjós og hesthús. Stutt frá bænum
sprettur lind undan brekkunni, er rennur
sem smá lækur niður túnið. Þessi lind er
eina vatnsbólið fyrir heimilið, og þykir
bóndanum örðugt að nálgast vatnið. Með
þrýstidælu mætti dæla vatninu heim í bæ,
en bóndinn vill láta athuga möguleika fyrir
vatnshrút, er sjái bænum, fjósi og hesthúsi,
fyrir nægjanlegu vatni.
Frá lindinni er svo mikill halli niður tún-
ið, að fallhæð fyrir aðfærslupípu hrútsins
má velja eftir vild.
Þá er að mæla vatnsmagn lindarinnar.
Vatnsfötu, sem tekur 12 lítra, er brugðið
undir vatnsbununa og um leið er litið á
úrið. Það tekur 12 sek að renna í fötuna
fulla. Samkvæmt því er vatnsmagn lindar-
innar 60 lítrar á mínútu. Bóndinn upplýsir,
að vatnsmagn lindarinnar sé aldrei minna
en þetta. En það er meginatriði að miða
áætlunina við minnsta venjulegt vatns-
magn uppsprettunnar.
Gengið verður út frá því, að hrúturinn
lyfti vatninu upp í vatnsþró, sem byggð
verði i brekkunni fyrir ofan húsin, þannig,
að úr henni megi koma fyrir sjálfrennandi
leiðslu á vatninu í öll húsin. Hæðarmunur-
inn á lindinni og þaki hinnar fyrirhuguðu
þróar mælist vera 18 metrar. Um þessa hæð
þarf þá hrúturinn að lyfta vatninu. En til
þess að það megi verða, þarf aðfærslupípa
hans fallhæð, og eftir því hvað hún er mikil
fer orkunýting hrútsins. Því meiri fallhæð,
þeim mun stærri hluta vatnsins skilar hrút-
urinn. Segjum að hrúturinn verði settur
niður 6 hæðarmetrum fyrir neðan vatns-
borð lindarinnar, þá er stighæðin, sem hrút-
urinn þarf að yfirvinna, H+h=18+6=24
metrar. Fallhæð aðfærslupípunnar er 6 m
og verður þá hæðahlutfallið H:h=24:6=4.
Samkvæmt töflunni hér á undan, á þetta
hæðahlutfall að skila um 18% af vatni því,
sem hrúturinn tekur á móti. Ef valinn er
vatnshrútur nr. 6, sem getur tekið á móti
45—94 lítrum á mínútu, á hann að geta skil-
að allt að 10,8 lítrum — af þeim 60 1, sem
lindin flytur — á mínútu upp í vatnsþróna.
10,8 1, eða segjum aðeins 10 1 á mín., gefa
600 1 á klukkustund eða 600X24=14400 1 =
14,4 m3 á sólarhring. En hvað þarf nú
Brekkuheimilið mikið vatn? Með því að
reikna:
10 manns í heimili á 50 lítra . . 500 lítrar
25 stórgripir (kýr og hestar)
á 50 lítra ................. 1250 lítrar
5 ungviði á 20 lítra........... 100 lítrar
verður vatnsþörfin á sólarhr. um 1850 lítrar,
eða um ya hluti þess sem hrúturinn getur
skilað. Hann þyrfti því ekki að vera í gangi
nema rúml. 3 stundir í sólarhring.
Með tilliti til endingar hrútsins, er ágætt
að hann þurfi ekki að vera í gangi nema
stuttan tíma á dag. En í þessu tilfelli er
sýnilegt, að komast má af meö minni og
um leið ódýrari hrút, og jafnframt grennri
pípur. Hrútur nr. 4 mundi skila um 4 1 á
mín. eða 240 1 á klukkustund, og þyrfti þá
að vera í gangi um 8 stundir á dag, til að
fullnægja vatnsþörfinni.
Við ofangreinda útreikninga er miðað við
fulla notorku hrútsins, en hún fæst því að-
eins, að vel sé gengið frá uppsetningu hans
og lagningu pípnanna.
í leiðslurnar eru venjulega notaðar galv-
aniseraðar pípur, og séu þær skrúfaðar
vandlega saman og samskeytin þétt, svo
hvergi smiti vatn. Bæði pípur og hrút verð-
ur að leggja algerlega frostfrítt. Bezt er að
síeypa þró eða lítið hús fyrir hrútinn, er sé
grafið í jörð, eftir því sem staðhættir leyfa.
Gólf hússins verður að vera steypt, eða að
steyptur sé sökkull undir hrútinn, svo
traustur, að hrúturinn titri sem minnst við
ventilslögin. Sjá þarf fyrir öruggu frá-
rennsli fyrir það vatn, sem hrúturinn slepp-
ir frá sér. Notorka hrútsins er mest, ef að-
færslupípan hefir halla 1:3 til 1:4. Er bezt
að hún liggi hallalaus 1—2 metra frá vatns-
upptökuþrónni og 1—2 metra frá hrútnum,
en þar á milli með alveg jöfnum halla. Ann-