Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 9
FREYR 59 öruggt megi telja. Betur reynast þær, sem gerðar hafa verið með þéttum veggjum, úr steini eða timbri, þó að grunnar séu. Þróunin hefir orðið sú, að horfið er frá jarðgryfjum, í þeirra stað komu gryfjur með yfirbyggingu, sem taka mátti burt, en næsta skrefið var „hálfháar" vot- heyshlöður, þ. e. a. s. turnar 4—6 m á hæð og loks enn hærri hlöður (turnar) allt upp í 16—20 rn'á hæð. En það er segin saga, að stærðin hlýtur að vera háð því hve mikið fóður skal verka sem vothey. Hitt er aftur á móti sígilt, að votheyshlaðan verður að vera svo vel gerð, sem kostur er á, með þétta veggi og frá- ræslu í lagi. Vegghæð er æskileg allmikil, helzt yfir 6 m, en víddin takmarkist frekar. Þó er sá galli á votheyshlöðum, sem eru minna en 3 m að þvermáli, að mótstaðan við veggina takmarkar mjög samanpress- un fóðursins. Skal nú vikið að hinum ýmsu aðalatrið- fyrirkomulags og gerð votheyshlaða. 1. Jarðgryfjan. • Á það hefir þegar verið minnst, að jarð- gryfjan sé sú frumlegasta. í henni er erfitt að verka fyrsta fiokks vothey og fóðurgild- istapið er jafnan mjög mikið, stundum allt að því eins mikið og við þurrheysgerð. Jarðgryfjur, sem hlaönar eru upp af streng eða klömbru (kekk), eru mun betri af því að veggir þeirra standa betur og verða síður holóttir. Þar að kemur þó, að þeir svíkja, holur myndast í þá og verst er að þeir vilja jafnan síga þannig, að gryfj- an þrengist ofan vert. Verður hún þá ónot- hæf sökum þess að lofthol vill koma við veggina utan með heystabbanum en þar eyðileggst fóðrið og rýrnun verður þá mjög mikil. Jarðgryfjur eru mjög ódýrar í stofn- kostnaði en varðveizla fóðursins í þeim ó- fullkomin — efnatap fóðursins mikið. Skurðgryfjan. Á árunum 1930—40 var talsvert notað af skurðgryfjum á Norðurlöndum, einkum til þess að geyma í þeim sykurrófnaúrgang frá verksmiðjum og soðnar kartöflur til fóð- urs handa svínum. Reyndust þær misjafn- lega, fyrirhafnarsamt þótti að tæma þær og einkum var geymslutapið gífurlegt, stundum allt að 50%, þegar í þeim var geymt vothey af grænum jurtum gert. Nú eru þær fordæmdar nema til geymslu kart- aflna. í ritlingi um votheyshlöður og tækniút- búnað við votheysgerð skrifa Folke Jarl og Yngve Andersen, 1948: „Langar, jafnhliða skurðgryfjur, eða jarðgryfjur, hafa oft verið notaðar til vot- heysgeymslu. I Ameríku hefir verið mælt með þeim meðan turnhlöður skorti. Varan- legar langgryfjur hafa einnig verið notað- ar, staðsettar þannig, að tiltölulega auð- velt væri að tæma þær. Stundum hefir ver- ið ekið út í þær með fóðurvagninn. Jafn- vel þó að haga megi fyrirkomulagi við þess- ar hlöður þannig, að auðvelt sé að fylla þær og tæma, er ekki rétt að nota þær af því að erfitt er að pressa fóðrið saman og þekja það. Geymslutapið verður einatt mjög mikið og votheyið slæmt fóður.“ Hvar sem skurðgryfjur hafa verið not- aðar, hafa þær ætíð verið skoðaðar sem bráðabirgða úrlausn og þá aðallega hafð- ar til að geyma fóður, sem er sjálfpressað, svo sem soðnar kartöflur og úrgangur frá sykurrófnaverksmiðjum. Skurðgryfjan er engu betri en gömlu torfgryfjurnar, sem Röð af AJ.V-votheysgryfjum. Fremst sézt þverskurður í jörð — þá yfirborðið slétt við jörð — og fjarst er strokkurinn upp settur og fylling hans fer fram.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.