Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 15
FREYR 65 Um landbúnaðarframleiðslu á íslandi Bráðabirgðaumsögn eftir OLAF S. AAMODT, yfirgrasræktarfræðing í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Dr. Olaf S. Aamodt er einn þekktasti vís- indamaður Bandaríkjanna á sviði fóðurjurta- ræktar, hefir enda gegnt hinum þýðingar- mestu embættum við ýmsar helztu vísinda- stofnanir í jarðrækt í heimalandi sínu. Sem stendur hefir hann yfirumsjón með öllum rannsóknum varðandi ræktun alfalfa í Banda- ríkjunum. Dr. Aamodt hefir og víðtæka þekkingu á staðháttum og landbúnaði annarra landa en síns eigin, og á það einkum við hin norðlægari lönd. Fyrir tilstilli Richard P. Butrick, fyrrv. sendiherra U.S.A. á íslandi, hafði dr. Aamodt um y2 mánaðar viðdvöl hér á landi fyrri hluta ágústmánaðar s.l. Ríkisstjórnin fól mér að greiða götu hans og fórum við um Suðurlands- undirlendið og til Norðurlands, lengst í Vagla- skóg. Á þessum ferðum, svo og í Reykjavík, hafði dr. Aamodt tal af allmörgum forvígis- mönnum landbúnaðarins, einkum á sviði til- rauna- og upplýsingarstarfsemi. Meðan hann dvaldi á íslandi, samdi hann álit það, er hér fer á eftir. Drepur hann þar í stuttu máli á fjölmörg atriði varðandi jarðrækt og nýtingu jarðargróðans. — Nú mætti að vísu vænta þess, að íslenzkir landbúnaðarsérfræðingar væru dómbærastir um þýðingarmestu viðfangsefni íslenzks landbúnaðar og manna fundvísastir á helztu ráð til úrlausnar. Svo má og vera. En gests augað er oft glöggt, og vani og hleypi- dómar skyggja þar síður á, en þegar um heimaalninginn er að ræða. Starfsferill Dr. Aamodt er órækust sönnun þess, að hér er um að ræða mjög snjallan mann, enda voru kynni mín af honum í fullu samræmi við það. Hann býr yfir mikilli þekk- ingu, skarpskyggni og dómgreind, og var sönn ánægja að ræða við hann um íslenzk viðfangs- efni. Ég tel því ómaksins vert að snara áliti hans á íslenzku. Vera má, að einhver sakni þar nýmæla og hugsi sem svo, að þetta sé aðeins gamla sagan. Ef svo er, þá er það fremur vísbending um það, að við séum ef til vill ekki langt af leið, tækni - lega séð, í okkar búnaðarframkvæmdum, þó að hægar miði en æskilegt væri og mögulegt. Það er og álit mitt, að mörgum hætti til að meta og setja traust sitt um of á gildi ein- stakra nýjunga og gera sér þá ekki ljóst, að þær geta aðeins orðið styrkur á einum hlekk í langri framleiðslukeðju. Það er að vísu gott og blessað og nauðsynlegt, ef um er að ræða veikasta hlekkinn, en vitanlega ber að athuga aðra hlekki. Mér virðist álitsgerð Dr. Aamodt fremur undirstrika þetta sjálfsagða sjónar- mið. Björn Jóhannesson. ★ Gras er ríkjandi gróður á íslandi vegna loftslags og jarðvegsskilyrða landsins. — Möguleikar fyrir ræktun annarra nytja- jurta eru takmarkaðir. Kartöflur, korn og norrænar káljurtir má rækta með góðum árangri í hinum veðursælli héruðum. Grænmeti, er vex við hátt hitastig (tómat- ar, gúrkur) og vissar - blómategundir, er ræktað með prýðilegum árangri í gróður- húsum, sem hituð eru með hvera- eða laugavatni. Hin óræktuðu graslendi eru einkum hag- nýtt sem beit fyrir sauðfé. Hross hafa einnig átt verulegan þátt í nýtingu beiti- landanna, en með batnandi vegakerfi og aukinni véltækni landbúnaðarins, mun hin hagfræðilega þýðing hrossanna vafalaust minnka. Meginhluti sveitastarfanna eru beint eða óbeint unnin í sambandi við mjólkurframleiðsluna. Aðal jarðræktar- og uppskerustörfin eru fólgin í hirðingu tún- anna, sem venjulega liggja í kring um bæ-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.