Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 29
FREYR 79 frammistöðu sýslunefndar og ég efast ekki um að Skagfirðingar — bændur og húsfreyjur — ungir og aldnir, muni á komandi árum leggja þar hug og hönd að verki, í þágu þeirra menn- ingarstarfa, sem hér er efnt til í miðju héraði. Framsækin og djarfhuga ung kynslóð á víð- ari sjónarmið og háleitari um menningarmál héraðsins en þau, sem lágkúruháttur sýslu- nefndarinnar vottar. ★ Skólinn á Löngumýri er nú í fullum gangi. Þar er auðvitað margt ógert ennþá, en það verður lagað, sem nú er ábótavant. Þangað þarf að leggja hitaleiðslu frá Varma- hlíð, undir Húseyjarkvíslina og mýrarnar. Hall- inn er nægilegur frá heitu uppsprettunum í Varmahlíð. Vegalengdin ekki tilfinnanleg. Löngumýri liggur hæfilega langt frá kross- götum til þess, að átroðningur verður þar naumast af vegfarendum eins og vera mundi ef skólinn væri í Varmahlíð. Það er nú einu sinni svo, að starfsemi skóla getur truflast al- varlega ef allt of auðvelt er að komast þangað og þaðan. Minnist ég þess í því sambandi, að fyrir mörgum árum dvaldi ég við skóla erlend- is. Það var í skólabæ. Óskaði skólastjórinn þess oft, að skóli hans væri kominn út á ey, sem lá um tvo km undan landi, til þess að vera laus við gestarellu og til þess að geta haft hemil á ferðum nemenda. Á Löngumýri er rúm fyrir um 40 nemendur og er skólinn nú fullskipaður og mörgum hefir orðið að vísa frá. Og það skal sagt hér, til þess að undirstrika hug almennings í Skagafirði til þessa skóla — að stór hópur skagfirzkra kvenna sækir þangað. Það er vottorð og viðurkenning hinnar ungu kynslóðar, trú á þá framtíð, sem þarna er verið að undirbúa. Við skólann starfa þrjár kennslukonur auk skólastjórans og svo er þar léð stundakennsla frá öðrum hliðum. Þar að auki hafa verið haldin námsskeið við skólann og af því hefir farið orðrómur, að handavinna sú, sem nemendur Löngumýrar- skólans afkasta á vetri hverjum, sé sýnd al- menningi við skólaslit, og þyki þar margt vel unnið og sumt ganga listaverkum næst. Hitt verður aftur á móti ekki sett á sýningu, en það mun reynslan og framtíðin leiða í ljós, að ungu stúlkurnar, sem hlotið hafa menntun sína á Löngumýri, hafa þar öðlast þroska og víðsýni, djörfung og stórhug, sem mótar heim- ili þeirra síðar, ytra og innra, og færir þau í flestu eða öllu til samræmis við dásemdir hins víða og fagra Skagafjarðar. G. Spurningar og svör Venjulega eru það lesendurnir, sem beina spurningum til FREYS í því skyni að fræðast eða fá leyst úr vafaatriðum. 1 þetta sinn skal venjunni brugðið hér, dæminu snúið við og þess óskað, að lesendurnir svari eftirfarandi spurn- ingum. Svörin þurfa að vera stutt, en skýr og grein- argóð. Hér koma svo spurningarnar: 1. Hvers vegna skal ekki mjólka fyrstu bog- ana úr spenum kúnna í mjólkurfötuna? 2. Hvers vegna er nauðsynlegt og sjálfsagt að hreyta vandlega eftir mjaltir? 3. Hvort er hagkvæmara að ærnar séu ein- einlembdar eða tvílembdar? Töluleg dæmi óskast með svarinu. 4. Hvað er átt við þegar talað er um fram- leiðslukostnað og reksturskostnað, og hvaða mismunur er þar í milli? 5. Hvað gerist þegar kartöflur spíra og hví setja menn þær til spírunar áður en þær eru lagðar í jörð? 6. Hvað er átt við þegar talað er um hestafl og hvernig er sú stærð mæld? 7. Plógstrengur er 20 cm á breidd. Hve lang- ur mundi sá strengur svo að yrði 1 ha að flatarmáli? 8. Hvað er átt við með „kaldavermsl;“ hver eru einkenni þess og afleiðingar? Það skal viðurkennt, að hver spurning fyrir sig gæti gefið tilefni til heillar ritgerðar, en hér er gert ráð fyrir að þeim sé svarað í stuttu máli, en það mætti kalla stutt mál þó að öll svörin fylltu svo sem 2—3 síður í Frey. Fyrir beztu svörin verða veittar viðurkenn- ingar og bezta svarið, við hverri einstakri

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.