Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 14
64 FRE YR lýst í Frey (nr. 1, 1948), og skal ekki frek- ar um hana rætt hér. En þar eð undirritaður hefir lagt geysi- mikla fyrirhöfn og nokkra fjármuni í að hefja framkvæmdir á þessu sviði hér á landi, í því trausti, að hér sé um framtíð- armál að ræða til velferðar íslenzkri bændastétt, eins og stéttarbræðrum þeirra annarsstaðar, tel ég rétt að gera grein fyrir árangri af byrjunarstarfinu. Um þessi mál hefi ég ekki ritað fyrr, vildi fá innlendar niðurstöður að byggja á. En allskonar fullyrðingar hafa verið á sveimi, rógur, dylgjur og fjarstæður af ýmsu tagi, viðvíkjandi málum þessum, sumar beint úr herbúðum þeirra, sem kall- ast oddvitar landbúnaðar hér á landi og stöðu sinnar vegna ættu að vera það. Von mín er sú, að hér sé um að ræða þátt í framtíðarúrræðum íslenzkra bænda, sem hljóta að nytja graslendur og safna á þeim vetrarfóðri um komandi ár og aldir. Og eins og Dr. Aamodt tekur fram í grein sinni hér á eftir, hlýtur votheysgerð að verða hagkvæmasta lausnin á fóðurverk- um hér, ekki síður en annarsstaðar þar, sem skilyrði til annarra verkunaraðferða eru betri en hér gerist. í annarri grein í þessu hefti er skýrt frá kostnaði við byggingu votheyshlaða þeirra, sem á síðasta sumri voru reistar með con- creto-aðferðinni. Er þar gerður saman- burður á efniskostnaði fyrir sama geymslu- rúm i gryfjum, gerðum í þurrheyshlöðu og prómeto-turns, 4 m þvermál, 12,5 m á hæð. Frjósemi sauðfjár Sænski sauðfj árræktarráðunauturinn, sem kom hingað til íslands í fyrra og flutti erindi um sauðfjárrækt í Reykjavík, sagði í erindi sínu eftirfarandi: Beititíminn hjá okkur er svo stuttur, að við keppum að því að féð sé frjósamt og fé okkar er mun frjósamara en bæði í Sví- þjóð og Danmörku. Upprunalega var finnska féð frjósamt, en þessi eiginleiki hefir aukizt með kyn- bótum og má segja, að frjósemin sé öruggur eiginleiki finnska fjárins nú. Allt of mikil frjósemi er þó ekki æskilegur eiginleiki þar sem margt sauðfé er, en þorri fjáreigenda eru smábændur og hafa aðeins nokkrar kindur. Við ættbókarfærsluna er þess krafizt, að ærin eigi minnst 2 lömb, og 3—4 lömb til þess að geta hlotið fyrstu verðlaun á sýn- ingu. Með 30 ára starfi í þessa átt hefir tek- izt að ná þessum árangri og tryggja að þess- ir eiginleikar eru arfgengir hjá fénu. En finnska ærin hefir bara 2 spena og getur því ekki haft nema tvö lömb, mun einhver segja. Við höfum þó fundið nokkra einstaklinga með fjóra mjólkandi spena, en við höfum ekki enn unnið að því að kyn- bæta féð í þá átt. En ef ærin mjólkar vel — og ég fullyrði, að finnska ærin mjólkar vel — mun hún alltaf fæða 2 lömb og oft 3. En séu lömbin þrjú eða fjögur hjá ánni þá bætir finnski bóndinn kúamjólk við það sem á vantar að móðirin hafi nóg handa þeim og það er algengt að sjá finnskar ær með 3—4 stór lömb að hausti. Það, sem við krefjumst af góðum fjár- stofni, er, að frjósemin sé að meðaltali 2— 2,5, en það þýðir, að nokkrar af ánum séu tvílembdar og hinar þrílembdar, en geml- ingar eigi oftast eitt lamb. í þessu sam- bandi má nefna, að metið er: 9 lömb fædd í einu og tvívegis 8 lömb, og undirritaður hefir oft séð ær með 4—6 lömb. Á haustin vega þau samtals 120—150 kg. Á stórum fjárbúum er ekki æskilegt að ærnar séu meira en tvílembdar, en þar sem fátt er fé er vandalaust að ofra tíma og rúmi til þess að hirða um fleirlembinga. Sá bóndi, sem hefir 3—4 lömb á á að haustinu, fær 3—4 sinnum meira kjöt eftir hverja á heldur en þegar þær eru einlembdar. í sauðfjárrækt Finna er æskilegasta nið- urstaðan sú, að fá eins mörg lömb og mögu- legt er í marz—apríl, þ. e. nokkrum vikum áður en beitartíminn byrjar svo að lömbin geti vaxið á hinu ódýra sumarfóðri og náð 25—30 kg þunga fyrir haustið, en það er algengasti haustþungi finnskra lamba. N. Inkovara.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.