Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 6
56 FREYR vatnshrútar eru notaðir, hagar oft svo til, að húsið stendur á jafnlendi. Verður þá að hafa þróna inni í húsinu sjálfu, og þá helzt uppi undir þaki þess, svo leiða megi vatnið um húsið eftir vild. Ef hentugra þykir má hafa tvær þrær eða fleiri í sama húsinu, enda séu þær allar í sömu hæð. Þær séu tengdar saman með pípuleiðslu, en stig- leiðsla hrútsins liggi aðeins að einni þeirra. í steinhúsum mætti jafnvel koma fyrir steinsteypuþró, en í timburhúsum er bezt að hafa þróna úr stálþynnum. Vel má og nota stáltunnur — eina eða fleiri eftir þörf- um. Ekki má gleyma því að hafa yfirfalls- leiðslu efst úr þrónni, er liggi út úr húsinu eða niður í skólpleiðslu hússins, ef hún er til. Þróna þarf helzt að einangra (,,isolera“) ti'l þess að verja vatnið gegn hitabreyting- um. Vegna húsþrengsla, munu innanhússþrær oft hafðar svo litlar sem verða má, þó ætti slík þró aldrei að vera minni en svo, að hún rúmi y3 af dagsþörf heimilisins. Þar sem staðhættir leyfa, er sjálfsagt að hafa þróna utanhúss. Sé hún þá gerð úr járnbentri, vatnsþéttri steinsteypu og hulin jörð, til einangrunar gegn hitabreytingum. Hvort utanhússþró er steypt stór eða lítil munar ekki svo ýkjamikiu á kostnaði, en beri elds- voða að höndum, er ómetanlegt að hafa ráð á miklu sjálfrennandi vatni, svo eigi er horfandi í þann kostnaðarauka, að hafa vatnsþróna stærri en svarar til neyzlu- vatnsþarfar heimilisins. Er því sjálfsagt að láta þróna rúma minnst 5 rúmmetra, en æskilegt er að hún rúmi 10—12 m3. Slíkar þrær eru hafðar 1—1 y2 m á hæð, og fer þá stærð og lögun grunnflatarins eftir því hvað þróin á að rúma mikið. Þess ber þó vel að gæta, að tilgangslaust er að hafa þróna stærri en svarar neyzluvatnsþörf- inni, ef sólarhringsstarf hrútsins gerir ekki betur en að fullnægja henni. Eftirfarandi stærðir eru meðal annars til á erlendum markaði: Vatnsmagnið, sem hrúturinn getur Stærð- tekið á móti á Víddað- Víddstig- færslu- pípu í ensk- pípu í ensk- um þuml- Áætlað arnr. mín. í lítrum um þuml. ungum verð kr. 2 3—7 % %—% 210 3 6—15 i % 240 4 11—26 iy4 %—% 300 5 22—53 2 %—i 390 6 45—94 2% 1—11/4 720 7 80—130 3 1% 900 8 120—200 3 iy4—iy2 1080 PeHiciUin og áhrif þess á mjóik Penicillin er nú notað við ýmiss konar kvillum í mönnum og skepnum. Það er upp- finning allra síðustu ára og hefir bjargað fjölda manna frá dauða og lengt aldur margra skepna. Algengust mun notkun þess hjá dýralæknunum við lækningu júgur- bólgu í kúm. í því skyni hefir penieillin náð mjög mik- illi útbreiðslu og það að maklegleikum. En það er með pencillin eins og svo margt ann- að, að því fylgja nokkrir annmarkar, eink- um þegar það er notað til þess að lækna júgurbólgu. Það hefir sem sé þau áhrif, að eins og það eyðileggur bakteríur þær, sem valda ígerð og bólgum, svo eru áhrif þess á þær bakteríur, sem gjarnan skulu vera í mjólkinni. Þess vegna má aldrei senda til mjólkurbúsins mjólk úr þeim kúm, sem læknaðar eru með penicillini, fyrri en 4 sól- arhringar eru liðnir frá því síðasta lækn- ing fór fram. Á þessu hafa menn ekki varað sig í fyrstu og fjöldi bænda veit ennþá ekki að þessa verður að gæta. Dæmi um hvað skeður, ef mjólk „penicillinkúa“ er blandað í aðra mjólk, er sem hér segir: Amtsdýralæknir í Holbæk í Danmörku heitir Rasmussen. í nóvembermánuði s.l. grunaði hann mjólkurbú eitt á starfsvæði sínu um að hafa blandað vatni í áfirnar og selja þær þannig sem falska vöru.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.