Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 11
FREÝR
61
komulag, sem skapar skilyrði til þess að
gera starfið, við tæmingu og flutning, sem
léttast. Hliðstæður þessara hálfháu vot-
heyshlaða, eru þær, sem hér á landi hafa
verið gerðar sums staðar inni í þurr-
heyshlöðurn, t. d. á Hvanneyri og Korp-
úlfsstöðum, Vífilsstöðum og víðar. Hér hafa
þær, eins og annars staðar, einatt verið
ferstrendar, stundum með afstýfðum horn-
um. Um það tjáir ekki að deila, að taezt er
að votheyshlaðan sé hringlaga. Það eflir
möguleikana til þess að verka fyrsta
flokks vothey í henni, en ekkert ráð skal
ónotað til þess að svo megi verða.
Myndin sýnir tuma, hlaðna úr steini. Ilöf. tók mynd
Pessa í Svíþjóð sumarið 19ýS. Var þá verið að fylla
turninn lengst til hægri. A honum má sjá dökka flekki
neðanvert. Þar streymir vökvi í gegnum vegginn um
samskeyti milli steina. Slíkur turn er ónýtur, þó að
nýr sé.
Turninn.
Háar votheyshlöður hafa hlotið nafnið
„votheysturnar" hér á landi. Slíkar háar
hlöður hafa verið notaðar um langt skeið
vestan hafs, og þróunarskrefin í Norður-
álfu eru þau, sem hér að framan eru rak-
in, frá frumstæðu jarðgryfjunni til turn-
byggingarinnar, sem nú nær vaxandi út-
breiðslu um leið og vélræn öfl eru hagnýtt
í þágu landbúnaðarins í vaxandi mæli.
Fullkomnust verður hagnýting turnbygg-
inganna þegar kerfisbundinn, vélrænn
útbúnaður, er hagnýttur til þess að losa
grasið á jörðunni og flytja það alveg upp
í turn. Rannsóknir á vinnuþörf, miðað við
ýmsar aöferðir, hafa verið gerðar, því við-
víkjandi, en rúm er ekki að rekja niður-
stöður þeirra hér, þó að mikilvægar séu.
Sjöbgailó ur timbri, er scensk uppfinning verkfraeðings,
sem Sellergren heitir. Sjöbysiló er framleidd hjá verk-
smiðjum samyinnufélags skógareigenda í Hultsfred. —
Myndin er af fyrsta Sjöbytuminum, sem reistur var hér
á landi sumarið 19ý8 ■— að Gunnarsholti.
Teikning: Trausti Eyjólfsson,