Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 5
FREYR 55 ars er lengd aðfærslupípanna breytileg — eftir staðháttum og gerð hrútsins — en mun oftast vera milli 5—25 m. Notorka hrútsins minnkar ef aðfærslupípan er mjög löng í hlutfalli við fallhæðina. Aðfærslupípu þarf að grunnfesta („fundera") þannig, að hún hreyfist sem minnst við ventilslög hrútsins. Þar sem því verður við komið skal reka niður stólpa með ca 2 metra millibili og festa pípunni ræki- lega við þá. Við lindina eða vatnsbólið skal gera litla vatnsþró, gjarnan steinsteypta, með þaki yfir, svo að engin óhreinindi geti komizt að vatninu, og sé vatnið leitt frá vatnsbólinu í þróna með pípu eða stokk, sem sé víðari en aðfærslupípa hrútsins. í þrónni sé yfir- fall fyrir það vatn, sem kann að vera um- fram það, sem aðfærslupípa hrútsins getur tekið á móti. Þetta yfirfall getur annað tveggja verið skarð í þróarbarminn eða pípustubbur, er liggi efst úr þrónni og nái gjarnan 20—40 cm út úr þróarveggnum. Að- færslupípa hrútsins liggi úr þrónni ca 20— 30 cm frá botni hennar. Fyrir pípuendan- um sé körfusikti, til að varna hugsanlegu rusli inn í leiðsluna. Ennfremur er gott að hafa stopphana nálægt pípuendanum, svo loka megi fyrir leiðsluna. Hentugt er að hafa afrennslispípu með lausu loki fyrir, úr þrónni niður við botn, svo hægt sé að tæma hana til hreinsunar. Stigpípuna ber að leggja með sem jöfn- ustum halla sem tök eru á, alla leið upp í vatnsþró hússins. Skal hún liggja inn í þróna upp við þak hennar. Sé pípan lögð um mishæðótt land, skal þess stranglega gætt að hún „setji hvergi kryppu,“ því þá má gera ráð fyrir að í henni myndist loft, og þar með væri starfsemi hrútsins raskað. Verði hins vegar ekki hjá þessu komizt, vegna staðhátta, verður að hafa lofthana á „kryppunni,“ þar sem hún er hæst, til þess að hægt sé að tæma loftið úr leiðsl- unni. Hagkvæmt er að hafa stopphana á stigleiðslunni niður við hrútinn. Hér á undan hefir verið rætt um hæðir og hæðahlutföll og lengd aðfærslupípunn- ar. Um lengd stigpípunnar skal aðeins tek- ið fram, að því lengri og hlykkjóttari sem pípuleiðslan er, því meiri verður núnings- mótstaða leiðslunnar, sem hrúturinn verð- ur að yfirvinna, og því minni verður not- orka hans. En um þetta atriði er ekki hægt að setja reglur. Eins og þegar er tekið fram, eru vatns- hrútar venjulega aðeins notaðir þegar um lítið vatnsmagn er að ræða, s. s. neyzlu- vatn sveitaheimila o. s. frv. Þykir ekki ráð- legt að nota stærri hrút en svo, að hann taki á móti 200 lítrum á mín. Hvað hann skilar stórum hluta af því, fer eftir stað- háttum, eins og að framan greinir. Þurfi að lyfta meira vatni en einn hrútur getur orkað, má láta 2 eða 3 vinna saman, er noti sameiginlega stigleiðslu. Þá eru og takmörk fyrir hvað hrúturinn þolir mikla fallhæð á aðfærslupípunni. Yf- irleitt þykir ekki ráðlegt að fallhæðin sé meiri en 10 metrar, enda getur hrúturinn þá skilað ca 4% af aðfærsluvatninu upp í allt að 100 m hæð. Þó er til sérstök gerð vatnshrúta, er þolir allt að 25 m fallhæð, og megna þeir að skila vatni upp í 250—300 m hæð. Þurfi að yfirvinna meiri hæð en einn hrútur fái orkað, og mikið vatnsmagn sé til umráða, þá má láta tvo eða fleiri hrúta skipta þannig með sér verkum, að neðan við vatnsbólið sé settur stór hrútur, er skili miklu vatni upp í ákveðna hæð en þar taki annar minni hrútur við, skili nokkrum hluta vatnsins í áfangastað. Venjulegasta ástæðan fyrir óreglu á starfi vatnshrúts, er orsakar jafnvel að hann stöðvist alveg, er óþéttleiki á leiðslunum, en þó einkum á hrútunum sjálfum. Þegar ventlar hrútsins slitna verða þeir gjarnan óþéttir. Komið getur fyrir að loftið tæmist úr loftkatlinum, svo hann fyllist af vatni. Sé í slíku tilfelli ekki beint um bilun að ræða, er hentugt, til þess að losna við að taka hrútinn í sundur, að hafa á honum vatnshana. Með því að loka fyrir leiðslurnar með stopphönunum, beggj a megin við hrút- inn, en opna vatnshanann, má þá tæma vatnið úr loftkatlinum. í flestum tilfellum er sjálfsagt að láta hrútinn lyfta vatninu upp í vatnsþró, er síð- an miðli húsinu, eða húsunum, eftir sjálf- rennandi leiðslum. En á þeim stöðum, sem

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.