Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 17
FRE YR 67 aður votheysturna, viðhald og rekstur, get- ur orðið ofviða fjárhagsgetu minni býl- anna. 5. Hafrar og: ertur, ræktað í sambýli, er gott hráefni í vothey. Ræktunartilraunir á íslandi benda til þess, að þessi framleiðsluaðferð geti orðið þar gagnleg, en hún er vinsæl sums staðar annars staðar. Búast má við því, að aðrar einærar fóðurjurtir verði teknar í notkun, ekki einungis vegna fóðurgildis þeirra, heldur til sáningar í landið á vissu árabili til þess að bæta jarðveginn, bera í hann áburð og sá aftur í hann betri gras- og belgj urtategundum. 6. Hefta jarðfok á sandsvæðunum með því að bera á tilbúinn áburð og sá hæfum grastegundum. Hefting jarðfoks er höfuðviðfangsefnið á þessum svæðum. Grös, er þrífast vel á söndunum eru tiltölulega fá. Byrjunarat- huganir benda til þess, að fóðurfax (bromus inermis) og kanaríugras (phaJaris arund- inacea) séu vel fallin sem sandgrös. Jurtir, sem vaxa í steinefnaríkum jarðvegi eru yfirleitt kjarnbetra fóður en jurtir, sem vaxa í jarðvegi, er inniheldur mikið af líf - rænum efnum. Það var áberandi víða á íslandi, hversu sauðfé og nautgripir sótt- ust fremur eftir gróðri af steinefnaríkum jarðvegi, en af mýrunum. Kartöflur, sem ræktaðar eru í sendnum jarðvegi eru oft jafnari, áferðarfallegri, með minna vatns- innihaldi og betri til matar en kartöflur, er vaxa í jarðvegi er inniheldur mikið af líf- rænum efnum. Það væri hugsanlegt að fullnægja þörfum íslendinga fyrir kartöfl- ur með því að rækta þær á söndunum. 7. Aflað verður meira og betra vetrarfóðurs, ef framangreind atriði verða framkvæmd. Áhrifin verða: hærri nyt mjólkurkúa og meira af tvílembdum ám. En afleiðingin getur jafnframt orðið aukning bústofns á afréttum og úthögum yfir sumarið. Ásig- komulag úthagans, eins og það er víða nú, virðist benda til þess að landið þoli ekki meiri beit á flestum þeim svæðum, sem auðsótt eru af búpeningi. 8. Auka fjölbreytni búfjárræktarinnar með því að koma upp nautgripa-holdakynjun og hagnýta jafnframt betur hina auknu fóðurframleiðslu, er fæst við meiri ræktun. Nautakjötsframleiðsla er ekki vinnufrek- ari en sauðfjárrækt og myndi fjárhagslega hagkvæmt að hafa hana með mjólkur- framleiðslu. Norðlæg holdakyn frá Ameríku eða BretJandi áettu að þrífast vel á íslandi. Tii að byrja með mætti einangra þau á eyjum með íslenzkum nautgripum. Þar mætti cvo fylgjast með þeim í nokkur ár með tilliti til sjúkdómshættu, áður en nautgripirnir yrðu fluttir í land. 9. Finna hver sé lágmarksvélakostur fyrir grasræktarbúskap. Aðalþörfin er fyrir ódýrar en þó nægi- lega mikilvirkar vélar til þess að slá og hirða um afraksturinn. Allmargir bændur eiga þegar dráttarvélar og sennilega aðrar vélar, sem eru dýrar, miðað við takmark- aða þörf og litla notkun. Benzín, olíur og varahlutir fyrir þessar vélar kosta og erlendan gjaldeyri. Mikið af heyvinnunni mætti framkvæma með vélum, sem eru dregnar af hestum. Dráttarvélar og aðrar dýrar vélar mætti hugsa sér að nota fyrst og fremst þar, sem mikillar orku og afkasta er þörf og væru þær þá annað hvort eign samvinnufélaga eða leigðar bændum. Vélþurrkun á heyi virðist ekki gerleg á íslandi sakir veðráttu og vegna þess, að ekki er fáanlegur ódýr hitagjafi. Votheysgerð yrði ódýrari og hag- kvæmari geymsluaðferð á grasi og gefur jafnframt betra og næringarríkara fóður. 10. Koma á fót öflugri og virkari leiðbeining- arstarfsemi til þess að kynna nýjungar fyrir bænd- um sem fyrst og milliliðaminnst. Á einni

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.