Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 22
72 FREYR Hnúðsve'ppur á gulrót. eftir aS moldin hefir verið sótthreinsuð með heitu vatni eða gufu. B. Hnúðsveppur (Sclerotinia sclerotiorum). er eflaust algengur, en gerir ekki mikið tjón að jafnaði. Getur samt skemmt ýmsar jurtir t. d. gúrkur, gulrætur, rófur, kál, salat o. f 1., einkum ef of rakt er á jurtunum, t, d. í hlýrri, rakri geymslu. Á sumum rófnasend- ingunum frá Hornafirði s.l. haust sáust all- miklar skemmdir af völdum hnúðsveppsins. Utan á rófunum mynduðu sveppþræðirnir hvítt, mjúkt vattkennt lag, en rófurnar voru rotnar og slímkenndar undir. í ljósri sveppslæðunni voru dvalargró sveppsins í hörðum hnúðum. Eru hnúðarnir hvítir í fyrstu en verða fljótlega dökkir. Góð geymsla er helzta vörnin gegn sveppunum. Hitinn má helzt ekki vera meiri en 6° og ekki lægri en y2° á C. Geymslur œtti jafn- an að sótthreinsa áður en rófurnar eru látnar inn að haustinu. Gamlir pokar eru eru líka varasamir. Einna þægilegast er að úða geymslurnar með 2% klórkalki. Þarf 15—20 1 á 100 rúmmetra. Þarf öll geymslan að blotna. Síðan er lokað í einn sólarhring og að því loknu lofti hleypt duglega að. — Þrúgusveppur (Botrytis cinerea) sást líka í rófunum og er algengur um land allt. Hann gerir helzt tjón í of heitri geymslu eða ef jurtirnar eru veiklaðar, t. d. eru magnlitlar vegna þurrka, eða hafa frosið lítilsháttar eða eru særðar o. s. frv. i' ■ Efnisþörf og stofnkostnaður við byggingu votheysturna Léttbærastur verður viðhaldskostn. þeirr- ar hlöðu, sem vandlega er byggð í upphafi. Fyrning hennar og viðhald verður langt- um minna en hinnar, sem miður eða illa er byggð. Kemur þar tvennt einkum til greina, en það er þéttleiki steypunnar og brotþol. Um þéttleikann er að segja, að gera verður kröfu til þess að steinveggir séu vatnsþéttir. Séu þeir það ekki, gengur í þá raki úr votheyinu, með honum fylgja sýrur, sem tæra og leysa bindiefnin í steyp- unni og geta gert vegginn eins og froðu á fáum árum. Um brotþolið er að segja, að það er að nokkru háð þéttleika steypunnar, en þar að auki kemur til greina notkun steypu- styrktarjárns. Það er ekki óalgengt að sjá nýlegar votheysgryfjur með sprungna veggi, en þær eru ónýtar — fóðrið verkast aldrei vel í þeim og geymslutap verður mikið. En því miður hefir steypustyrktar- járn verið sparað allt of víða á liðnum ár- um, til skaða fyrir einstaklingana, sem not- að hafa þessar geymslur. Vanræksla og hirðuleysi á sviði bygg- inga er ef til vill ekki meiri í því, er snert- ir votheyshlöður en við aðrar byggingar, en illa byggð votheyshlaða er og verður aldrei annað en léleg og dýr framkvæmd. Og þegar borinn er saman stofnkostnaður hinna ýmsu tegunda, þá ber skilyrðislaust að taka tillit til endingar og hæfni hlöð- unnar, sem geymslurúms. í þessu sambandi er rétt að líta á stofn- kostnaðinn. Þar eð fyrst og fremst koma til greina steyptar votheyshlöður, er rétt að bera saman kostnaðinn við efnisþörf- ina, sérstaklega þess efnis, sem sækja verð- ur út fyrir landsteinana og því þarf gjald- eyri fyrir. Bóndi, sem aðeins hefir 3—4 kýr þarf ekki votheyshlöðu fyrir meira en 3 kýrfóður, hún þarf að vera 55 rúmmetrar að stærð og stað- sett við hlið eða gafl fjóssins. Annar bóndi,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.