Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 10

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 10
60 FRE YR við höfum notað til þessa, og það skal sagt og undirstrikað, að skurðgryfjur er sú teg- und votheyshlaða, sem hver einasti bóndi á íslandi skal forðast. Þœr eru ódýrar i stofnfé, ef lítt er til vandað, en óhœfilega dýrar í notkun. A.I .V ,-votheyshlaðan. Þegar votheysverkunaraðferð prófessor Virtanens ruddi sér til rúms á árunum eftir 1930, aðallega um Norðurlönd, var tekin í notkun ný gerð votheyshlaða, sem náði út- breiðslu eins og aðferð Virtanens og var eiginlega við hana tengd. Hún er þannig, að gryfja er gerð í jörðina, venjulega um 2 m á dýpt, og veggir oftast af tré, en það er allgott til þess að standast áhrif hinna sterku sýra, sem blandað er í fóðrið. Frum- stæðasta aðferðin var að láta jarðveginn mynda vegg, en hefir reynzt illa. Ofan á þessa tveggja m djúpu gryfju er svo sett- ur timburstrokkur, af flekum gerður, venjulega um 2 m á hæð, en sú hæð hefir Háir votheystumar Kafa lengi verið notaðir vestan hafs. Þá þarf að tryggja vandlega. Stálbönd eru utan á timb- urtumum og þeim, sem hlaðnir eru úr steinum. Nauð- synlegt er að strengja böndin og slaka til skiptis eftir hitabreytingum veðráttunnar. reynzt hæfileg til fyllingar, svo að gryfj- an verði rúmlega barmafull þegar votheyið er fullsigið og strokkurinn tekinn burt. Votheyshlöður af þessu tagi hafa oftast verið hafðar á bersvæði en sjaldnar undir þaki. Sökum þess, að vandhæfni nokkur fylgir því að blanda hinum sterku sýrum (A.I.V. vökvinn er blanda af saltsýru og brennisteinssýru) í fóðrið, þótti þessi gerð votheyshlaða fremur hentug við fyllingu en torvelt og vinnufrekt aftur á móti að tæma gryfjurnar og aka fóðrinu í penings- hús, enda var algengast að hafa þær nokk- uð frá húsum. Hættulausar þykja þær ekki heldur, hvorki fyrir menn né skepnur, einkum af því að vatn vill í þær setjast og drukknun af hljótast. Hálfháar votheyshlöður. í tilraunastarfseminni hefir verið leitað leiða til þess að viðhafa vinnubrögð, er samræmst gætu hærri hlöðum, þó að að- ferð Virtanens væri notuð. Árangurinn af þeim tilraunum og at- hugunum, hefir orðið sá, að tækniútbún- aður hefir verið gerður til þess að íblöndun sýrunnar mætti fram fara með sjálfvirk- um aðferðum og jafnframt var horfið að því að hafa hlöðurnar hærri, „hálfháar" eins og það hefir stundum verið kallað, en það þýðir raunar millistig milli A.I.V.-hlöð- unnar og hinna amerísku votheysturna, sem notaðir hafa verið um 30—40 ára skeið til þess að geyma í vothey, úr grænum maís gert eða öðrum gróanda jarðar. Þessar hálfháu hlöður hafa jafnan verið 4—6 metrar á hæð. Þær hafa verið gerðar úr ýmsum efnum, svo sem timbri, (ýmsar gerðir og mjög misjafnar), múrsteini, gler- uðum steinum, steinsteypu, stáli eða enn öðru efni. Þegar þessi hæð er valin, hefir einatt gefizt tækifæri til þess að fella votheyshlöðuna inn í byggingakerfi býl- anna og þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að gera tæmingu og flutning úr hlöðu sem auðveldastan. Eigi ósjaldan hafa slíkar votheyshlöður verið gerðar undir þaki gömlu þurrheyshlaðanna, en annars fast við vegg peningshúsa, og þá með eigin þaki. Er þá fundið og fengið það fyrir-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.