Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 8
58 PRE YR Starfsskilyrðin. Það er staðreynd, að fyrir fátæktar sakir hefir okkur íslendingum verið mjög gjarnt á að spara og vanda lítt til bygginga, en af því hefir leitt, að reksturskostnaður, fyrn- ing og viðhald, hefir orðið þeim mun meiri. Þegar til lengdar lætur verður þetta mjög óhagstætt. Ódýrast er í reyndinni að byggja vandlega og umfram allt að byggja þannig, að daglegu störfin séu svo auð- unnin, sem kostur er á. Þetta á ekki síður við í sambandi við fóðurgeymslu og búfjár- hirðingu en á öðrum sviðum. Það er þess vegna, að votheyshlöðuna verður að stað- setja þar, sem auðvelt er að aka vothey- inu frá henni beina leið — og stutta leið — á fóðurgang í peningshúsi. Það er þess vegna, sem votheyshlaðan þarf að vera vönduð, að þá geymir hún bezt fóðrið og verðgildi þess rýrnar lítið við geymslu. Af því að þessi atriði eru hin mikilvæg- ustu í sambandi við hagnýtingu fóðursins, verður að athuga þau vandlega áður en byggt er. Amerískir votheysturnar með strendum brotaþökum. Af vagninum er grœngresinu mokað í blásarann en ein upp- blásturspípa er fyrir tvo turna. Skilyrði til fyllingar eru góð, þegar svona er umbúið, við samstœða tuma. Votheyshlaðan má vera í jörð, og skal vera það ef vinnuskilyrðin við fyllingu hennar og tæmingu eru ákjósanleg þann- ig. En því aðeins er það fært, að ekki kom- izt vatn í hana, er eyðileggi fóðrið; en frá- ræsla er nauðsynleg við allar votheyshlöð- ur. Hinu má þó ekki gleyma, að hún skal ekki grafin meira í jörð en það, að hægt sé að kasta fóðrinu af botni hennar beint í fóðurvagninn. Þar sem svo hagar til, að hægt er að fylla af jafnsléttu og tæma svo að segja af jafnsléttu, en þannig er háttað, þar sem hægt er að byggja upp að brattri brekku, eru skilyröi hin ákjósanlegustu, og þá get- ur verið réttmætt, að votheyshlaðan sé ekki nema 5—6 m á dýpt, en annars er æskilegt, að hún hafi meiri vegghæð en það, og því meiri vegghæð, þeim mun betri skilyrði til góðrar verkunar í henni. Ef fóðrið er smágert, eins og íslenzk taða er snemmslegin og ótrénuð, þá fellur það vel saman í votheyshlöðunni og ósannaö mál er, hvort slíka töðu þarf að saxa til þess að hún verkist vel sem vothey. Gróf- gerða töðu og grænfóður er mjög æskilegt að saxa, því að gildisrýrnun votheysins get- ur takmarkast svo við söxun, að vélin, sem til söxunar er notuð, borgar sig vel. Það skal játað, að það hefir vissa kosti að þurfa ekki að nota dýrar vélar til þess að koma fóðrinu í háar votheyshlöður, en þegar geymslurúmið nýtist betur og fóðrið verður meira virði ef saxað er, þá getur þetta verið fjárhagslegur vinningur. Ýmsar gerðir votheyshlaða. í fyrirkomulagi votheyshlöðunnar hafa verið stigin þróunarskref alveg eins og við votheysgerðina sjálfa, en það er ekki fyrri en á síðustu áratugum, að sannað hefir verið, hversu mikil áhrif sjálf hlaðan hefir á votheysverkunina. Um árþúsundir var jarðgryfjan notuð. Hún er sú tegund votheyshlaða, sem ís- lendingar þekkja bezt. Henni er það að kenna, að meginþorri íslendinga lítur með andúð til votheys og notkunar þess. Að- eins fáum mönnum hefir tekizt að verka reglulega gott vothey í jarðgryfjum svo að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.