Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 18
68 FRE YR tilraunastöðinni (Sámsstöðum) mátti sjá yfirburði vissra ræktunaraðferða og fóður- jurta, en þó höfðu bændurnir í nágranna- sveitunum ekki heimsótt stöðina til þess að sjá með eigin augum gildi hinna bættu ræktunaraðferða. „Akurdagar" (sýningardagar) á til- raunastöðvum og sýningarreitir á bænda- býlum eru í öðrum löndum stór þáttur í því að koma nýjungum í framkvæmd. Viðlíka aðferðir ættu einnig að hafa þýðingu á ís- landi. 11. Enn er þörf mjög' mikilla upplýsinga til þess að hægt sé að framkvæma áætlanir um miklar framfarir á sviði íslenzks land- búnaðar með skynsamlegu öryggi. Þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á ís- landi, ættu þó að skapa nægilega traustan grundvöll til þess að hefjast megi þegar handa um framkvæmdir á ýmsum sviðum áætlunarinnar (4 ára áætlun ríkisstjórn- arinnar, gerð í sambandi við Marshallað- stoðina). Á sumum sviðum eru rannsóknir og tilraunastarfsemi, þar með taldar rækt- unartilraunir, nauðsynlegar til þess að hægt sé að gera ýtarlegri áætlanir. ★ Rannsóknarviðfangsefni þau, sem vinna þyrfti að í þessu sambandi, eru sem hér segir: 1. Kortlagning íslenzks jarðvegs með dreifðum tilraunareitum, er gæfu hugmynd um áburðarþörf jarðvegsins og hæfni landsins til ræktunar. 2. Rík áherzla sé lögð á rannsókn hús- dýrasjúkdóma og séu í því sambandi rann- sakaðir möguleikar fyrir innflutningi naut- gripa til kjötframleiðslu. 3. Rannsökuð sé meðferð jarðVegsins með tilliti til bættra eðliseiginleika hans og heftingar jarðfoks. 4. Reyndar séu nýjar tegundir og afbrigði af erlendum nytjajurtum. 5. Reynd sé fræframleiðsla af æskilegum j urtategundum. 6. Rannskaðar séu aðferðir við græðslu sanda og uppblásins lands. 7. Gerðar séu athuganir varðandi hæfi- lega beit á úthögum til þess að viðhalda æskilegum jurtategundum og sem mestri frjósemi. 8. Gert sé yfirlit yfir jurtir, er kunna að vera eitraðar fyrir búpening. 9. Rannsóknir varðandi votheysverkun. 10. Gerðar séu rannsóknir á notagildi nýrra véla við íslenzka staðhætti. 11. Framleiðsla nýrra og bættra nytja- jurta með jurtakynbótum. 12. Grundvallarrannsóknir á hinum ýmsu sviðum, er snerta líffræði, svo sem: jarð- vegseínafræði, jarðvegseðlisfræði, jarð- vegsfrjósemi, jurtalandafræði, erfðafræði, sjúkdómafræði, lífeðlisfræði og næringar- fræði, varnarráðstafanir gegn jurtasjúk- dómum, skorkvikindum, illgresi, nagdýr- um og dýrasjúkdómafræði. Á þessum sviðum getur mikið áunnizt með alþjóðasamvinnu og samböndum við erlenda sérfræðinga.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.