Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 30

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 30
80 PRE YR A. P. Jacobsen, ríkisráðunautur Dana í Þýzkalandi um um tveggja áratuga skeið, sem nú er aðili i framkvæmdaráði matvæla- og landbúnaðar- stofnunar sameinuðu þjóðanna, hefir nýlega flutt erindi í heimalandi sínu um hvað gera ber til viðbúnaðar áður en Marshallhj álpin þrýtur og fóðurinnflutningur þverr að miklu leyti um leið. Þetta mál er annars mjög rætt hjá grannþjóðum okkar. Ráð það, sem Jacobsen sér næst, er að herða á byggingu votheyshlaöa. „í landinu eru til um 60 þúsund nothæfar votheyshlöður, en oss er nauðsynlegt að byggja 100.000 nýjar áður en Marshallhjálpinni linnir“, hefir hann stað- hæft á fundum hjá búnaðarsamböndum lands- ins nú í vetur. spurningu verður birt í Frey, og nafns höf- undar getið, nema annars sé óskað. Dómnefnd skipa: Eyvindur Jónsson, ráðunautur Bf. Isl. Gunnar Árnason, skrifstofustj. Bf. Isl. Gísli Kristjánsson, ritstj. Freys. Verðlaun verða veitt fyrir 5 þeirra úrlausna, sem að dómi nefndarinnar eru beztar. Verðlaun þessi eru: 1. Skýrsla milliþinganefndar Búnaðarþings 1943 ásamt verðlaunaritgerðum. 2 bindi og Atli, ljósprentaður, eftir Björn Hall- dórsson. 2. Skýrsla milliþinganefndar með verð- launaritg. og bókin Kartaflan, með 24 litmyndum. 3. Skýrsla milliþinganefndar með verð- launaritgerðum, 2 bindi. 4. Atli, ljósprentaður, eftir Björn Halldórs- son. 5. Kartaflan, með 24 litmyndum. Svörin þurfa að vera komin til Freys fyrir 25. apríl n. k. FREYR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslanda og Stéttarsambandi bænda. Ritstjóm, ajgreiðsla og innheimta: Lækjargötu 14 B, Reykjavík. Pósthólf 1023. Sími 8110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjámson. Utgáfuneí'nd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí Prentsmiðjan Edda h.f. Danmörk er stöðugt öruggt vígi samvinnufélagsstarf- seminnar. Alheimi er kunnug forganga á sviði mjólkurbúa og sláturhúsa þar í landi. Sænska fyrirkomulagið með samvinnuþvottahús var tekið tveim höndum og nú er búið að kerfis- binda allt landið í því efni svo að alls staðar á að verða aðgangur að þeim innan fárra ára. Og nú eru það samvinnu-íshúsin, sem þjóta upp eins og gorkúlur á haug, en skipulögð þó, svo að ekki verði þau of mörg og of miklu fé varið í byggingu þeirra. Ýmsir óttast offramleiðslu á landbúnaðarvörum innan skamms tíma. Það gera sérfræðingar FAO þó ekki. Þeir segja, að mjólkurþörf heimsins muni tvöfaldast og þörfin á kjöti og feiti vaxa um 35—50% til ársins 1960. Manus mjaltavélaverksmiðjan í Norrköping í Sví- þjóð, hefir byrjað framleiðslu á mjólkurmæli, sem settur er í samband við mjaltavélina og mælir mjólkina, en samtímis mælir hann tíma þann, sem mjaltirnar vara. Eftirlitsfélög í U.S.A. voru 1426 á síðasta ári en kýrnar 800.00 sem voru þar undir eftirliti og afurðamælingu. Meðalnyt þeirra var 2917 kg mjólk með 4.04% fitu. Svo er sagt að þessi kúahópur sé tæpl. 3% af kúafjölda landsins.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.