Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 28
78 FREYR sem húsmæðraefnin geta setið að vinnu sinni, rétt eins og í baðstofum í gamla daga. Þar mætti einnig gera verkstæði, útbúið skilyrðum til þess, að nemendur eigi kost á því að skapa og móta húsgögn og húsmuni, til afnota á heimilum þeim, sem þær eignast síðar. Skólahúsið sjálft er 180 fermetrar, þ. e. a. s. gólfflötur þess á þremur hæðum er 540 fer- metrar. Þar að auki er bygging sú, er reist var 1944, álma austan gamla langhússins, en hún tengir það við skólahúsið. Hvað kosta nú allar þessar framkvæmdir? spyr ég Ingibjörgu, þegar ég hefi skoðað húsa- kynnin. Til bygginganna er nú búið að verja yfir 400 þúsund krónum og í sumar er ég enn að láta lagfæra og það bætist við. Mér verður á að Jóhann og Ingibjörg í trjágarðinum á Löngumýri. láta í Ijósi, að til þessa geti enginn eignalaus stofnað. Nei — svarar Ingibjörg, en velvilji og aðstoð einstaklinga hefir skapað mér djörfung til að ráðast í þetta og að halda áfram og gera það úr garði svo sem unnt er. Hefir þú ekki fengið opinbera aðstoð til að reisa þessi stórhýsi og til skólahaldsins sam- kvæmt lögum um þau efni? spyr ég. Nei, ekki samkvæmt lögum. Skólinn er ekki viðurkenndur af hinu opinbera til samræmis við aðra skóla, sem stofnað er til og starfræktir eru að landslögum. En af ríkisfé hafa mér þó verið veittar 50 þúsund krónur til bygginga og svo kennaralaun. Að því hafa þingmenn sýsl- unnar stuðlað og svo fleiri góðir menn. En héraðið — Skagafjarðarsýsla •— hve mik- ið hefir hún lagt af mörkum til þess að reisa þessa menningarstofnun í héraðinu? Vonandi fjórða hluta byggingakostnaðar? spyr ég. Kvenfélögin hafa gefið mér 10 þúsund krón- ur og sýslusjóður 6 þúsund krónur. Sýslusjóður 6.000 krónur, endurtek ég. Mein- arðu ekki 60 þúsund? Nei. Upphæðin, sem ég hefi fengið frá sýslu- sjóði Skagafjarðarsýslu, er 6000 krónur. Mér verður orðfall, en ég hugsa með sjálfum mér. Hvar er nú höfðingslund og rausn hinna fornu Skagfirðinga? Þegar einstaklingur legg- ur fram alla krafta sína og aleigu til þess að skapa menningarstöð í miðju héraði — menn- ingarstöð, sem fulltrúar hinnar ungu kynslóð- ar keppast um að gista og búa sig undir ævi- störfin þar, þá situr á stólum sýslunnar hópur manna, sem sýnir í verkinu hug sinn til slíkrar stofnunar, sem hér er að rísa. Og sá hugur er vissulega ekki háreistur. Hann er kotungs- en ekki konungborinn. Um fjármálin var ekki frekar rætt. En á öðr- um stað í Skagafirði var mér tjáð, að sýslu- nefndin sé að efna til sjúkrahúsbyggingar í sýslunni og að til þeirrar byggingar hafi Ingi- björg á Löngumýri lagt af mörkum 6000 krón- ur. — Sex þúsund krónur — það er sama upp- hæðin og sýslunefndin hefir veitt henni til skólans. Það mundi ég líka hafa gert. Ég ferðaðist um Skagafjörð, og fann að hug- ur manna, í garð menningarstofnunarinnar á Löngumýri, er allt annar en ætla mætti eftir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.