Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 23

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 23
FREYR 73 sem vill verka 6 kýrfóður af votheyi, þarf hlöðu, sem er 4 m í þvermál og 8 m á hæð. Sá, sem vill hafa rúm fyrir 10 kýrfóður votheys, þarf hlöðu sem er 4 m í þvermál og lli/2—12 m á hæð. Til greina getur líka komið, að hann vilji hafa votheyshlöðu og þurrheyshlöðu undir sama þaki, en þá er eðlilegast að votheyshlöðurnar hafi vegg- hæð eins og þurrheyshlaðan, og séu grafnar niður fyrir gólf þurrheyshlöðunnar, sé það hægt vegna grunnvatns, og þá hafðar 5 m á dýpt og t .d. 3X3 m grunnflötur. Hver gryfja, af þessari stærð, tekur 2y2 kýrfóður. Hún getur verið kringlótt, ef mót eru til af þeirri gerð, og slik lögun er skilyrðislaust bezt, en annars strend með afstýfðum horn- um innanvert. Þess skal enginn ganga dulinn, að efni þarf miklu meira í fjórar litlar gryfjur heldur eina hlöðu stóra. Samanburð á þessu er rétt að gera og byggja á staðreyndum frá votheysturna- byggingum frá sumrinu 1949 annars vegar, en hins vegar hefir Teiknistofa landbúnað- arins reiknað efnisþörfina miðað við 4 vot- heysgryfjur, er samtals rúma 10 kýrfóður. Fyrir hvert kýrfóður (1800 fóðureiningar) er áætlað 18 rúmmetrar í gryfjunum en í turni 14 m3 og munu báðar tölurnar svo nærri lagi, sem komizt verður og byggðar á vigtartölum við fjölda tilrauna erlendis. í eftirfarandi tölum er gjaldeyrisþörfin miðuð við verðið á byggingavörum eins og það var á síðari helmingi ársins 1949, en það var sem hér segir: Portlandcement, danskt ... kr. 115 smálestin Steypustyrktarjárn, enskt .... — 656 smálestin Timbur, sænskt eða finnskt . . — 1400 standarðinn Þakjárn, belgískt nr. 24 . — 1835 smálestin Slétt járn, galvaniserað; verð svipað og bárujám. Um verðið á innanlandsmarkaði er að segja, að farið hefir verið eins nærri um það og komizt hefir verið og miðað við aðal markaðsstaðina, en annars er það verð mjög breytilegt — frá einni verzlun til ann- arar, og er auðvitað háð innkaupaskilyrð- um, kostnaði o. fl. Efniskostnaðurinn er þá sem hér segir: A. Votheysturn, hœð 12,5 m ■— vídd 4 m Rúmmál 157 m3 Foðurrými: 11 kýrfóður á 1800 f. e. = 440 hestburðir taða Ojald- Verð i eyris- sölustað Efnisþörf þörf hér Kr. Kr. Cement, 8,5 smálestir = 50 tn....... 978 2.700 Iíalk, 1 smálest; Sindrakalk Akureyri.. 400 Steypustyrktarjárn, 0,75 smál........ 490 1.500 Klifurjárn .......................... 180 500 30 teningsfet timbur ................ 255 660 15 fermetrar slétt járn ............. 165 350 Kr. 2.068 6.110 Kostnaður á kýrfóður: ....... 188 556 B. 4. Votheysgryfjur, hœð 5 m — vídd 3X3 m Rúmmál: 180 m3 Fóðurrými: 10 kýrfóður á 1800 f.e. = 400 hestburðir taða Gjald- Verð á eyris- sölustað Efnisþörf þörf hér Kr. Kr. Cement, 18,5 smálestir — 109 tn. .... 2.128 5.735 Steypustyrktarjárn 0,4 smálestir .... 262 790 Timbur, 175 rúmfet .... 1.488 3.850 Þakjárn, 70 fermetrar .... 798 1.825 Kr. 4.676 12.200 Kostnaður á kýrfóður .... .... 467 1.220 Til skýringar skal tekið fram, að reiknað er með venjulegum afföllum á timbri, við notkun til steypu, og hagnýting þess að því loknu í þak undir járnið. Hefir Teiknistof- an því aðeins tekið í reikningsdæmið það timbur, sem virkilega er notað en ekki það, sem afgangs kann að vera og keypt hefir verið fram yfir þarfir. Þá skal fram tekið, að í yfirlitinu er ekki talin með gjaldeyrisþörf fyrir stálmótum, með tilheyrandi útbúnaði né kostnaður

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.